Mbappé varar fótboltann við því að elta NBA deildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2024 09:31 Kylian Mbappé er mikill áhugamaður um NBA-deildina og hefur mætt á leiki þegar hann hefur fengið frí frá fótboltanum. Getty/Arturo Holmes Franski knattspyrnumaðurinn Kylian Mbappé segir að evrópskur fótbolti sé að nálgast álagið í NBA deildinni í körfubolta með því að vera sífellt að bæta við leikjum. Leikjaálagið á bestu fótboltamenn heims hefur aukist gríðarlega undanfarinn áratug og bæði UEFA og FIFA virðast leita allra leiða til að fjölga leikjum til að græða meiri pening. Í viðtali við breska blaðið GQ þá sagði franski framherjinn að þessi þróun gæti búið til gjá á milli leikmanna, liða og stuðningsmannanna sem mæta á leikina. „Við nálgumst óðum NBA módelið með tímabil með sjötíu leikjum. Ég persónulega hef ekkert á móti því að spila marga leiki en fyrir vikið munum við ekki geta sýnt eins góða frammistöðu í hvert skiptið eða gefið áhorfendum þá sýningu sem þeir eru komnir til að sjá,“ sagði Mbappé. „Í NBA-deildinni spila leikmennirnir ekki alla leiki og félögin eru að passa upp á álagið á þeim. Ef ég myndi segja einhvern tímann: Ég er þreyttur og ætla ekki að spila á laugardaginn, þá yrði því ekki vel tekið,“ sagði Mbappé. „Áhorfandinn borgar fyrir miðana og sumir sjá þig kannski bara spila einu sinni á tímabilinu. Þeir vilja sjá frammistöðu sem stendur undir nafni og það er skiljanlegt,“ sagði Mbappé. „Ég vil ekki predika en við þurfum að hugsa um þetta í sameiningu og finna hvað sé besta mögulega lausnin fyrir alla. Besta lausnin fyrir leikmenn, áhorfendur, liðin og ráðamenn fótboltans. Eitthvað sem allir geta sætt sig við,“ sagði Mbappé. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) NBA UEFA FIFA Franski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Leikjaálagið á bestu fótboltamenn heims hefur aukist gríðarlega undanfarinn áratug og bæði UEFA og FIFA virðast leita allra leiða til að fjölga leikjum til að græða meiri pening. Í viðtali við breska blaðið GQ þá sagði franski framherjinn að þessi þróun gæti búið til gjá á milli leikmanna, liða og stuðningsmannanna sem mæta á leikina. „Við nálgumst óðum NBA módelið með tímabil með sjötíu leikjum. Ég persónulega hef ekkert á móti því að spila marga leiki en fyrir vikið munum við ekki geta sýnt eins góða frammistöðu í hvert skiptið eða gefið áhorfendum þá sýningu sem þeir eru komnir til að sjá,“ sagði Mbappé. „Í NBA-deildinni spila leikmennirnir ekki alla leiki og félögin eru að passa upp á álagið á þeim. Ef ég myndi segja einhvern tímann: Ég er þreyttur og ætla ekki að spila á laugardaginn, þá yrði því ekki vel tekið,“ sagði Mbappé. „Áhorfandinn borgar fyrir miðana og sumir sjá þig kannski bara spila einu sinni á tímabilinu. Þeir vilja sjá frammistöðu sem stendur undir nafni og það er skiljanlegt,“ sagði Mbappé. „Ég vil ekki predika en við þurfum að hugsa um þetta í sameiningu og finna hvað sé besta mögulega lausnin fyrir alla. Besta lausnin fyrir leikmenn, áhorfendur, liðin og ráðamenn fótboltans. Eitthvað sem allir geta sætt sig við,“ sagði Mbappé. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
NBA UEFA FIFA Franski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira