

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.
LeBron tjáði sig í fyrsta sinn á samfélagsmiðlum í dag eftir að sonur hans, Bronny James, lenti í hjartastoppi á æfingu fyrir þremur dögum. Hann segir stuðninginn sem fjölskyldan finnur úr öllum áttum vera ómetanlegur.
Bandaríski körfuboltamaðurinn Jaylen Brown skálaði væntanlega í kampavíni í gær eftir að hafa fengið stærsta peningasamninginn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta.
Boston Celtics og Jaylen Brown hafa komist að samkomulagi um fimm ára framlengingu á samningi Brown frá og með næsta tímabili. Virði samningsins er 304 milljónir dollara, sem er langstærsti samningur í sögu NBA.
Bronny James, sonur körfuboltastjörnunnar LeBrons James, lenti í hjartastoppi á æfingu með skólaliði sínu.
Körfuboltamaðurinn Giannis Antetokounmpo hvatti sádi-arabíska félagið Al-Hilal til að kaupa sig þar sem hann líti út eins og fótboltamaðurinn Kylian Mbappé.
Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan hefur selt hlut sinn í Charlotte Hornets. Jordan hefur verið meirihluta eigandi í félaginu síðustu þrettán ár.
James Harden, leikmaður Philadelphia 76ers, er í fýlu og vill fara frá félaginu. Harden hefur eytt öllu tengt 76ers á samfélagsmiðlunum sínum.
Körfuboltamaðurinn Stephen Curry fangaði sigri á American Century Championship golfmótinu um helgina en mótið er góðgerðamót þar sem taka þátt stjörnur úr öðrum íþróttum.
Stjörnuleikur WNBA deildarinnar í körfubolta fór fram um helgina en Stjörnuleikshelgin var að þessu sinni í Las Vegas.
NBA körfuboltastjarnan LeBron James skiptir ekki um lið í sumar en hann skiptir aftur á móti um númer á keppnistreyjunni sinni.
Luka Doncic hefur verið við stífar æfingar undanfarið með einkaþjálfara undanfarið en hann undbýr sig fyrir landsliðsverkefni með Slóveníu. Fram undan eru sjö æfingaleikir áður en liðið mætir til leiks á HM.
Það er dýrt að kaupa lið í NBA deildinni. Síðasta lið til að skipta um eigendur var Phoenix Suns en kaupverðið var 4 milljarðar dollara. En nýlegar lagabreytingar hjá deildinni hafa nú gert áhugasömum smákaupendum auðveldara fyrir.
Körfuboltamaðurinn Steph Curry sýndi það og sannaði í gær að hann er ekki bara góð skytta á körfuboltavellinum.
Sagan endalausa um möguleg félagaskipti James Harden heldur áfram en hann er nú sagður staðráðinn í að hefja komandi tímabil sem leikmaður Los Angeles Clippers.
San Antonio Spurs liggur ekkert á að gera hinn 19 ára Victor Wembanyama að fullmótaðari NBA stjörnu. Hann mun væntanlega hvíla einn leik af tveimur í vetur þegar liðið á leiki tvö kvöld í röð.
LeBron James staðfesti í nótt að hann ætlar að spila í NBA-deildinni á næsta tímabili. James hafði áður ýjað að því að hann myndi leggja skóna á hilluna.
Hinn 31 árs gamli Dion Waiters stefnir á endurkomu í NBA-deildina en hann hefur ekki spilað í henni síðan hann var hluti af meistaraliði Los Angeles Lakers sumarið 2020. Hann hefur glímt við þunglyndi og segir mikilvægt fyrir fólk að tala við einhvern.
NBA deildin í körfubolta hefur nú samþykkt tvær reglubreytingar fyrir komandi keppnistímabil.
NBA stórstjarnan Damian Lillard óskaði eftir því að vera skipt frá Portland Trail Blazers á dögunum og vill hann komast til Miami Heat.
Brittney Griner er farin að láta til sín taka í WNBA-deildinni í körfubolta eftir að þurfta að dúa í næstum því tíu mánuði í rússnesku fangelsi.
Victor Wembanyama leit ekki út eins og undrabarn í fyrsta leik sínum í Sumardeildinni en það var allt annað upp á teningnum í nótt.
Gregg Popovich er ekkert að fara að hætta á næstunni þótt að hann nálgist áttræðisaldurinn.
Körfuboltakonan Sami Whitcomb trúir greinilega á fimm sekúndna regluna því það sannaði hún í leik með Seattle Storm í WNBA deildinni um helgina.
Victor Wembanyama skoraði níu stig í sínum fyrsta leik fyrir San Antonio Spurs í sumardeild NBA-deildarinnar í körfubolta. Hitti hann aðeins úr 15 prósent skota sinna og átti vægast sagt erfitt uppdráttar.
Tónlistarkonan Britney Spears greip ekki í körfuboltamanninn Victor Wembanyama, heldur potaði í hann til að ná athygli hans. Þá var hún ekki slegin í jörðina af öryggisverði hans, heldur sló hann í hendi hennar en í leiðinni fór hendi hans í andlit hennar eða hún sló sjálfa sig í andlitið.
Heiðurshallarmeðlimurinn Kobe Bryant verður á forsíðu á nýju útgáfu NBA körfubolta tölvuleiksins NBA 2K en útgefendur leiksins tilkynntu þetta í gær.
Britney Spears var slegin utan undir af öryggisverði með þeim afleiðingum að hún féll í jörðina þegar hún leitaðist eftir mynd með körfuboltamanninum Victor Wembanyama í Las Vegas í gær.
NBA deildin í körfubolta mun kynna nýja keppni á komandi tímabili þar sem öll liðin taka þátt en aðeins fjögur komast alla leið inn á úrslitahelgina.
Michael Jordan er ekki hrifinn af sambandi sonar síns, Marcus, og fyrrverandi eiginkonu Scotties Pippen, Lörsu.
LaMelo Ball gekk um helgina frá nýjum risasamningi við Charlotte Hornets í NBA deildinni í körfubolta og stærð samningsins hefur fengið menn til að bera hann saman við súperstjörnu fyrri tíma.