NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Bið á félagaskiptum Damian Lillard

Lítið virðist þokast í viðræðum um félagaskipti Damian Lillard frá Portland Trail Blazers en Miami Heat virðist ekki geta boðið neitt bitastætt til að koma skiptunum í kring.

Körfubolti
Fréttamynd

Damian Lillard nálgast Miami Heat

Damian Lillard, leikmaður Portland Trail Blazers til 11 ára í NBA deildinni, virðist loks vera á förum frá félaginu. Miami Heat þykir enn líklegasti áfangastaður hans en Phoenix Suns hafa blandað sér í málið. 

Körfubolti
Fréttamynd

Jason Kidd þjálfar kvennalið í minningu Kobe

Jason Kidd þjálfar ekki bara stórstjörnur NBA deildarinnar. Árið 2021 tók hann upp þjálfun á úrvalsliði u17 ára kvenna til minningar um Kobe Bryant. Liðið sem hann þjálfar, Jason Kidd Select, vann körfuboltamót í hinum víðfræga Rucker Park síðastliðna helgi.

Körfubolti
Fréttamynd

Hand­tekinn fyrir að ganga í skrokk á kærustunni

Kevin Porter Jr., leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, hefur verið handtekinn fyrir að ganga í skrokk á, og reyna að kyrkja, kærustu sína. Sú heitir Kysre Gondrezick og er fyrrverandi leikmaður í WNBA-deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Djoko­vic heiðraði Kobe eftir sögu­legan sigur

Novak Djokovic skráði sig á spjöld sögunnar þegar hann bar sigur úr býtum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Þetta var hans 24. sigur á risamóti en enginn karlmaður hefur unnið jafn marga risatitla í sögu íþróttarinnar. Hann tileinkaði Kobe Bryant heitnum sigurinn.

Sport
Fréttamynd

James Harden kallar forseta 76ers lygara

Bandaríski körfuboltamaðurinn James Harden hefur flakkað á milli NBA félaga undanfarin ár og margoft beðið um að vera skipt í nýtt félag. Nú þegar það er ekki að ganga hjá honum í þetta skiptið þá úthrópar hann eiganda félagsins síns.

Körfubolti
Fréttamynd

Mark Jackson sagt upp störfum hjá ESPN

Mark Jackson var í gær sagt upp störfum sem lýsandi á ESPN stöðinni bandarísku. Miklar hrókeringar eru í gangi í starfsliði stöðvarinnar en Jeff Van Gundy var sagt upp störfum í lok júní eftir 16 ár hjá stöðinni.

Körfubolti