Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2024 10:31 Joe Mazzulla hefur gert frábæra hluti með Boston Celtics. Liðið er ríkjandi meistari og hefur byrjað nýtt tímabil vel. Getty/Chris Coduto Joe Mazzulla gerði Boston Celtics að NBA meisturum í sumar en hann vill sjá breytingar á reglum í leikjum NBA deildarinnar í körfubolta. Mazzulla var í útvarpsviðtali í íþróttaþætti í Boston og talið barst að reglum leiksins. Mazzulla vildi þar meðal annars breyta reglunum um tæknivillur. Hann vill frekar að liðið sem fær á sig tæknivilluna missi leikmann út af í nokkrar sekúndur í stað þess að mótherjinn fái eitt vítaskot. Honum finnst ekki nógu mikil refsing að mótherjinn fái eitt víti sem verður engin refsing ef leikmaðurinn klikkar á vítinu. Mazzulla sér þetta fyrir sér þannig að lið spili frekar fimm á móti fjórum í stuttan tíma. Leikmaðurinn í skammarkróknum megi ekki yfirgefa miðjuhringinn fyrr en eftir fimm sekúndur. Þetta var áhugaverð hugmynd enda svipaðar reglur við lýði í nokkrum öðrum íþróttagreinum. Enn róttækari var þó hugmynd Mazzulla um að leyfa slagsmál í NBA. Það er mjög hart tekið á grófum leik í dag og mun minna um harkaleg brot. Sú var ekki raunin á árum áður. NBA deildin fór í átak gegn slagsmálum á níunda og tíunda áratugnum og leikmenn fá meðal annars leikbönn ef þeir yfirgefa bekkinn til að taka þátt í átökum inn á vellinum. „Ég vildi óska þess að við fengjum aftur slagsmál í deildina. Þið eruð að tala um að það vanti meira skemmtanagildi í deildina. Hvað er skemmtilegra en smá handalögmál,“ spurði Joe Mazzulla. „Hvernig stendur á því að þeir leyfa átök í hafnabolta og í íshokkí ég ekki í körfubolta. Ég skil þetta ekki,“ sagði Mazzulla. View this post on Instagram A post shared by Basketball Coverage (@basketballcoverage) View this post on Instagram A post shared by The Sporting News (@sportingnews) NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Mazzulla var í útvarpsviðtali í íþróttaþætti í Boston og talið barst að reglum leiksins. Mazzulla vildi þar meðal annars breyta reglunum um tæknivillur. Hann vill frekar að liðið sem fær á sig tæknivilluna missi leikmann út af í nokkrar sekúndur í stað þess að mótherjinn fái eitt vítaskot. Honum finnst ekki nógu mikil refsing að mótherjinn fái eitt víti sem verður engin refsing ef leikmaðurinn klikkar á vítinu. Mazzulla sér þetta fyrir sér þannig að lið spili frekar fimm á móti fjórum í stuttan tíma. Leikmaðurinn í skammarkróknum megi ekki yfirgefa miðjuhringinn fyrr en eftir fimm sekúndur. Þetta var áhugaverð hugmynd enda svipaðar reglur við lýði í nokkrum öðrum íþróttagreinum. Enn róttækari var þó hugmynd Mazzulla um að leyfa slagsmál í NBA. Það er mjög hart tekið á grófum leik í dag og mun minna um harkaleg brot. Sú var ekki raunin á árum áður. NBA deildin fór í átak gegn slagsmálum á níunda og tíunda áratugnum og leikmenn fá meðal annars leikbönn ef þeir yfirgefa bekkinn til að taka þátt í átökum inn á vellinum. „Ég vildi óska þess að við fengjum aftur slagsmál í deildina. Þið eruð að tala um að það vanti meira skemmtanagildi í deildina. Hvað er skemmtilegra en smá handalögmál,“ spurði Joe Mazzulla. „Hvernig stendur á því að þeir leyfa átök í hafnabolta og í íshokkí ég ekki í körfubolta. Ég skil þetta ekki,“ sagði Mazzulla. View this post on Instagram A post shared by Basketball Coverage (@basketballcoverage) View this post on Instagram A post shared by The Sporting News (@sportingnews)
NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum