Sögulegt augnablik James feðga: „Mun aldrei gleyma þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 7. október 2024 10:30 Lebron James setti upp hindrun fyrir son sinn Bronny sem hlóð í þrigga stiga tilraun gegn Phoenix Suns. Vísir/Getty LeBron James og Bronny James urðu fyrstir feðga til að spila saman í leik undir merkjum NBA deildarinnar þegar að þeir léku saman í fyrri hálfleik í leik Los Angeles Lakers og Phoenix Suns á undirbúningstímabilinu fyrir komandi tímabil í NBA deildinni. Feðgarnir spiluðu rúmlega fjórar mínútur saman í öðrum leikhluta en sá eldri er einn allra besti körfuboltamaðurinn sem hefur spilað í NBA deildinni frá upphafi á meðan að Bronny var valinn af Los Angeles Lakers í síðasta nýliðavali. „Það er mjög flott fyrir okkur báða, og sérstaklega fyrir fjölskylduna okkar,“ sagði LeBron í viðtali eftir leikinn. „Augnablik sem ég mun aldrei gleyma.“ Og eins og stundin hafi ekki verið nógu eftirminnnileg fyrir þá verður hún enn eftirminnilegri fyrir Bronny sem fagnaði 20 ára afmæli sínu á leikdeginum. Draumur að rætast. Draumur sem Bronny hefur hugsað lengi um. Bronny James kom inn á leikinn sem varamaður í öðrum leikhluta og hafði fengið að vita það frá þjálfara liðsins, JJ Redick áður en leikurinn byrjaði að hann myndi spila með föður sínum. „Ég var mjög spenntur fyrir þessu,“ sagði Bronny. LeBron James. Bronny James.The father-son duo share the court for the first time together! 👏 pic.twitter.com/93hC7k64gK— NBA (@NBA) October 7, 2024 Bronny er þó enn að læra hvernig henn eigi að haga sambandi sínu við föður sinn á vellinum. Lebron hefur brýnt það fyrir Bronny að kalla sig ekki „Pabba“ inn á vellinum. „Ég hugsa þó alltaf: ‚Þetta er pabbi minn!‘, því það er staðreynd,“ sagði Bronny. „En þegar ég er að spila, er hann bara liðsfélagi minn.“ Samspil feðganna í umræddum leik gegn Phoenix Suns bauð þó ekki upp á mikil tilþrif enda enn að spila sig saman. Bronny gerði tvö mistök á þessum fáu mínútum sínum inn á vellinum og LeBron sömuleiðis. Á einum tímapunkti fékk LeBron boltann og gaf hann á Bronny, setti síðan upp hindrun svo hann gæti hlaðið í þriggja stiga skot. Skot Bronny geigaði hins vegar. „Ég var virkilega að vona að þetta skot færi niður,“ sagði Redick, þjálfari Lakers eftir leik. „Það hefði verið flott augnablik. En ég er viss um að þeir munu eiga mörg augnablik saman.“ Bronny spilaði alls um níu mínútur í seinni hálfleiknum, en skoraði ekki í tapi Lakers, 118-114, gegn Suns. „Ég sagði bara við hann, ‚Haltu áfram að verða betri,‘“ sagði LeBron. „Hann er enn ungur. Vill halda áfram að þróast, og það er það eina sem skiptir máli. Svo í hverju augnabliki sem þú færð, haltu áfram að sækja til sigurs. Haltu áfram að læra af mistökum þínum og sæktu til sigurs.“ NBA Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Feðgarnir spiluðu rúmlega fjórar mínútur saman í öðrum leikhluta en sá eldri er einn allra besti körfuboltamaðurinn sem hefur spilað í NBA deildinni frá upphafi á meðan að Bronny var valinn af Los Angeles Lakers í síðasta nýliðavali. „Það er mjög flott fyrir okkur báða, og sérstaklega fyrir fjölskylduna okkar,“ sagði LeBron í viðtali eftir leikinn. „Augnablik sem ég mun aldrei gleyma.“ Og eins og stundin hafi ekki verið nógu eftirminnnileg fyrir þá verður hún enn eftirminnilegri fyrir Bronny sem fagnaði 20 ára afmæli sínu á leikdeginum. Draumur að rætast. Draumur sem Bronny hefur hugsað lengi um. Bronny James kom inn á leikinn sem varamaður í öðrum leikhluta og hafði fengið að vita það frá þjálfara liðsins, JJ Redick áður en leikurinn byrjaði að hann myndi spila með föður sínum. „Ég var mjög spenntur fyrir þessu,“ sagði Bronny. LeBron James. Bronny James.The father-son duo share the court for the first time together! 👏 pic.twitter.com/93hC7k64gK— NBA (@NBA) October 7, 2024 Bronny er þó enn að læra hvernig henn eigi að haga sambandi sínu við föður sinn á vellinum. Lebron hefur brýnt það fyrir Bronny að kalla sig ekki „Pabba“ inn á vellinum. „Ég hugsa þó alltaf: ‚Þetta er pabbi minn!‘, því það er staðreynd,“ sagði Bronny. „En þegar ég er að spila, er hann bara liðsfélagi minn.“ Samspil feðganna í umræddum leik gegn Phoenix Suns bauð þó ekki upp á mikil tilþrif enda enn að spila sig saman. Bronny gerði tvö mistök á þessum fáu mínútum sínum inn á vellinum og LeBron sömuleiðis. Á einum tímapunkti fékk LeBron boltann og gaf hann á Bronny, setti síðan upp hindrun svo hann gæti hlaðið í þriggja stiga skot. Skot Bronny geigaði hins vegar. „Ég var virkilega að vona að þetta skot færi niður,“ sagði Redick, þjálfari Lakers eftir leik. „Það hefði verið flott augnablik. En ég er viss um að þeir munu eiga mörg augnablik saman.“ Bronny spilaði alls um níu mínútur í seinni hálfleiknum, en skoraði ekki í tapi Lakers, 118-114, gegn Suns. „Ég sagði bara við hann, ‚Haltu áfram að verða betri,‘“ sagði LeBron. „Hann er enn ungur. Vill halda áfram að þróast, og það er það eina sem skiptir máli. Svo í hverju augnabliki sem þú færð, haltu áfram að sækja til sigurs. Haltu áfram að læra af mistökum þínum og sæktu til sigurs.“
NBA Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira