Eitt fínasta hótel borgarinnar komið í rekstur Í Íslandi í dag var farið í heimsókn á Hótel Alþingi eins og hið nýja Parliament Hotel útleggst á íslensku. Eftir langt og strangt ferli er risið glæsilegt hótel á þessum sögufræga stað sem stílar á betur borgandi ferðamenn – og slær ekkert af í lúxus. Sjón er sögu ríkari og vísast til innslagsins hér að ofan. Innlent 29. maí 2023 08:59
Með hjartað í buxunum þegar verkið týndist í pósti Listrænu feðgarnir Elli Egilsson og Egill Eðvarðsson eru kannski ekki alltaf sammála þegar það kemur að listinni en þeir opnuðu þó saman sýninguna SAMMÁLA í Gallery Porti. Með sýningunni segja þeir að það hafi sannarlega komið í ljós að þeir geti unnið saman og það sem eftir standi sé fyrst og fremst virðing og væntumþykja í garð hvors annars. Elli og Egill eru viðmælendur í þessum þætti af Kúnst. Lífið 29. maí 2023 08:01
Fékk dulúðugan Erlend í Unuhúsi á heilann Nafn Erlends í Unuhúsi þekkja margir en maðurinn sjálfur er minna þekktur. Þessa dagana getur fólk fengið rækilega innsýn inn í líf hans með útvarpsþáttunum Litli rauði trékassinn, sýningu um samband hans við Halldór Laxness á Gljúfrasteini og sögugöngu sem verður farin um Reykjavík 31. maí. Allt þrennt er afrakstur rannsóknar Sunnevu Kristínar sem fékk Erlend á heilann síðasta vor. Menning 28. maí 2023 14:57
Fár hlaut sérstaka viðurkenningu í Cannes Íslenska stuttmyndin Fár í leikstjórn Gunnar Martinsdóttur Schlüter hlaut í kvöld sérstaka viðurkenningu í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Bíó og sjónvarp 27. maí 2023 22:36
Anatomie d'une chute hlaut Gullpálmann Kvikmynd franska leikstjórans Justine Triet, Anatomie d'une chute, sem mætti útleggja sem Anatómía falls, hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í kvöld. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem kvikmynd í leikstjórn konu hlýtur verðlaunin, sem eru ein þau eftirsóttustu í kvikmyndabransanum. Bíó og sjónvarp 27. maí 2023 20:03
Finnska Eurovision stjarnan stefnir á toppinn Finnska Eurovision stjarnan Käärijä situr í öðru sæti Íslenska listans á FM í þessari viku með lagið Cha Cha Cha. Hann stekkur upp um sex sæti á milli vikna og stefnir ótrauður á toppinn. Tónlist 27. maí 2023 17:01
Starfsmenn færðir í hlutastarf eða ráðnir í verkefni vegna skipulagsbreytinga Vegna skipulagsbreytinga hefur öllum þremur starfsmönnum Íslensku óperunnar verið sagt upp störfum en þeir verða ráðnir aftur í hlutastarf eða í ákveðin verkefni. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri segir um afar eðlilegar skipulagsbreytingar að ræða. Innlent 27. maí 2023 15:51
Aflýsir öllum tónleikum vegna taugasjúkdómsins Kanadíska söngkonan Céline Dion hefur aflýst öllum tónleikum sínum vegna ólæknandi taugasjúkdóms sem hún er með. Um er að ræða sjálfsofnæmissjúkdóm sem kallast á ensku stiff person syndrome. Dion segist þó ekki ætla að gefast upp, hún hlakki til að koma fram aftur á ný. Lífið 27. maí 2023 11:23
Pink Floyd stjarna til rannsóknar vegna búnings Lögreglan í Þýskalandi hefur opnað sakamálarannsókn á breska tónlistarmanninum Roger Waters, fyrrverandi meðlim hljómsveitarinnar Pink Floyd. Er honum gefið að sök að hafa klæðst búning á sviði sem minnir á einkennisbúning nasista. Erlent 27. maí 2023 09:27
„Langar að knúsa litlu Svandísi og segja þetta er allt í lagi“ „Glasið mitt er oftast frekar fullt. Það hefur hjálpað mér í gegnum tíðina og þegar að ég hef lent á veggjum eða í áföllum þá leita ég eðlislæga oft í hið bjarta,“ segir leikkonan Svandís Dóra, sem lærði nýlega að elska alla parta af sjálfri sér. Lífið 27. maí 2023 07:01
Segir að um „víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins“ sé að ræða Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir listgjörning Odds Eysteins Friðrikssonar víðtæka og kostnaðarsama aðgerð gegn vörumerki félagsins. Hann segir Samherja hafa leitt hjá sér túlkanir á list og tjáningarfrelsi meðan hann verji mikilvæg vörumerki félagsins. Innlent 26. maí 2023 16:21
Loreen á Íslandi Sænska Eurovision ofurstjarnan Loreen er á Íslandi. Hún er hér á landi vegna samstarfs síns við íslenska tónlistarmanninn Ólaf Arnalds. Lífið 26. maí 2023 13:56
Örstutt í fimm stjörnu hótelin fyrir stórstjörnurnar Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur er nú að taka þátt í uppbyggingu nýrra fjölbýlishúsa í Gufunesinu með fasteignaþróunarfélaginu Spildu þar sem Anna Sigríður Arnardóttir sér um val á arkitektum og hönnun og hefur yfirumsjón með verkefninu. Lífið 26. maí 2023 11:31
98,7 prósenta áhorf á Eurovision Nærri allir sem horfðu á sjónvarp laugardagskvöldið 13. maí, milli klukkan 19 og 23, á Íslandi horfðu á Eurovision. Þetta er langhæsta hlutfall í Evrópu. Lífið 26. maí 2023 10:18
Odee sætir lögbanni í Bretlandi og þarf að afhenda Samherja verk sitt Oddur Eysteinn Friðriksson, sem gengur undir listamannsnafninu Odee, hefur neyðst til að taka niður vefsíðuna samherji.co.uk sem hýsti gjörning hans We're Sorry, eftir að Samherji fékk bráðabirgðalögbann á síðuna. Innlent 26. maí 2023 08:39
Nicolas Cage fær loksins að leika Ofurmennið Kvikmyndin The Flash hverfur ekki einungis aftur til fortíðar með endurkomu Michael Keaton í hlutverki Leðurblökumannsins heldur bregður Nicolas Cage einnig fyrir sem Ofurmenninu. Cage fær því loksins að leika draumahlutverkið 25 árum eftir að ekkert varð úr myndinni Superman Lives. Bíó og sjónvarp 25. maí 2023 22:52
Íslenskir Tinu-unnendur syrgja rokkdrottninguna Rokksöngkonan Tina Turner, sem lést í gær, á sér marga syrgjendur á Íslandi. „Það mun aldrei neinn koma í staðinn fyrir Tinu Turner,“ segir Ragnar Erling Hermannsson, stóraðdáandi hennar, sem iðulega er kallaður Raggi Turner. Lífið 25. maí 2023 20:00
Bergþóra hlaut Maístjörnuna fyrir Allt sem rennur Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur hlaut verðlaunin Maístjörnuna fyrir bók sína Allt sem rennur. Verðlaunin voru veitt í sjöunda sinn í gær. Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn veita verðlaunin. Menning 25. maí 2023 12:39
Jóhanna Guðrún og dóttir hennar sameina krafta sína Ástsæla tónlistarkonan Jóhanna Guðrún var að senda frá sér lag og tónlistarmyndband ásamt glænýrri söngkonu sem heitir Margrét, er sjö ára gömul og er jafnframt dóttir Jóhönnu. Lagið ber heitið Best í heimi og er tónlistarmyndbandið frumsýnt í pistlinum hér fyrir neðan. Blaðamaður tók púlsinn á Jóhönnu Guðrúnu og fékk að heyra nánar frá. Tónlist 25. maí 2023 11:12
Útiloka að ABBA komi saman á Eurovision 2024 Sænsku tónlistarmennirnir Björn Ulvaeus og Benny Andersson hafa útilokað að hljómsveitin ABBA komi aftur saman þegar Eurovision fer fram í Svíþjóð í maí á næsta ári. Þá verða fimmtíu ár liðin frá því að ABBA vann Eurovision með lagi sínu Waterloo. Lífið 25. maí 2023 08:32
Segja tímana breytta og kanna sölu á skagfirsku félagsheimilunum Byggðarráð Skagafjarðar vill kanna hvort ekki sé skynsamlegt að selja hlut sveitarfélagsins í félagsheimilum sveitarfélagsins til aðila sem sjá tækifæri í að bæta nýtingu húsanna. Tímarnir hafi einfaldlega breyst. Innlent 25. maí 2023 07:44
Keyptu 2.700 fermetra hús Tónlistarstjörnuparið Jay Z og Beyoncé eru sögð hafa keypt rúmlega 2.700 fermetra hús í borginni Malibu í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. Þá eru þau sögð hafa fengið húsið á góðu verði, það er að segja miðað við verðmiðann sem var settur á það. Lífið 24. maí 2023 21:55
Ingi Björn Guðnason ráðinn staðarhaldari á Hrafnseyri Ingi Björn Guðnason, bókmenntafræðingur, hefur verið ráðinn staðarhaldari á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Hann var ráðinn úr hópi sautján umsækjenda og tók við starfinu í síðasta mánuði. Innlent 24. maí 2023 21:32
Tina Turner látin: „Heimurinn hefur misst tónlistargoðsögn“ Söngkonan Tina Turner er látin, 83 ára að aldri, að því fram kemur í yfirlýsingu frá talsmanni hennar. Lífið 24. maí 2023 18:39
Settu allan peninginn í tónlistarmyndbandið Theódór Pálsson, sem gengur undir listamannsnafninu Theó Paula, gaf nýverið út sitt fyrsta tónlistarmyndband við lagið Devil never Killed. Lífið 24. maí 2023 16:16
„Munar um hvern einasta hval“ Rán Flygenring, teiknari og aktívisti, segir hvalveiðar á Íslandi grótekst dæmi um hverju hægt er að ná fram með peningum og frekju. Hún birti í dag myndaþátt eigin teikninga á Vísi þar sem hún skýtur föstum skotum á hvalveiðar á Íslandi. Innlent 24. maí 2023 15:15
Lára Sóley áfram framkvæmdastjóri Sinfó Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur ákveðið að endurráða Láru Sóleyju Jóhannsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hún hefur gengt stöðu framkvæmdastjóra frá sumri 2019 en ráðið er í stöðuna til fjögurra ára í senn. Menning 24. maí 2023 14:02
Hristir upp í hefðbundnum heimilisstíl „Mér finnst alltaf áhugavert að sjá hvað við setjum inn til okkar. Við flytjum inn í einhvern hvítan kassa og svo formum við hann og mótum og breytum öllu. Og mig langaði að koma með innleg inn á heimilið, mér fannst það mjög spennandi,“ segir hönnuðurinn og listakonan Hanna Dís Whitehead, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 24. maí 2023 07:00
Myndskýrsla um hinar fullkomlega óskiljanlegu hvalveiðar á Íslandi Rán Flygenring fjallar um hvalveiðar Íslendinga. Skoðun 24. maí 2023 06:31
Birgir Steinn og Rakel eiga von á barni Birgir Steinn Stefánsson, tónlistarmaður og flugþjónn, og unnusta hans Rakel Sigurðardóttir eiga von á sínu fyrsta barni. Lífið 23. maí 2023 17:13