Rokkþyrstir geta tekið gleði sína á ný Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. september 2024 14:02 Sveitin stígur á svið eftir sex ára hlé. Íslenska rokksveitin Casio Fatso snýr aftur á svið í kvöld eftir sex ára hlé. Meðlimir sveitarinnar segjast ekki geta beðið en á næstu vikum tekur við röð tónleika þar sem sveitin hyggst rifja upp gamla takta. „Við erum mjög spenntir að spila fyrir rokkþyrsta á nýjan leik. Við komum vel undirbúnir og erum reddí í að spila aftur okkar lád, kvæet, lád, næntís Modnine rokk,“ segir Sigursteinn Ingvar Rúnarsson meðlimur sveitarinnar í samtali við Vísi. Casio Fatso er fjögurra manna band sem hóf feril sinn árið 2012 og var áberandi á tónleikastöðum bæjarins næstu sex árin. Þeir spila næntís rokk í anda „loud/quiet/loud senunnar í níunni,“ eins og því er lýst í tilkynningu. Ásamt sveitinni stígur á svið sveitin Rythmatik sem sigraði Músíktilraunir árið 2015 og hitar hún upp klukkan 21:00 í kvöld. Sveitin hefur gefið út fimm breiðskífur og þó nokkrar plötur sem teknar hafa verið upp í beinni, ásamt öðru efni, þar með talið platan Echoes of the nineties sem kleif upp vinsældarlista í áströlsku útvarpi þegar hún kom út árið 2017. Bandið skipa Sigursteinn sem syngur og spilar á gítar, Þorsteinn á trommum, Jósef á gítar og Jón Heiðar á bassa. Þeir verða áberandi á næstu vikum á stöðum bæjarins og koma meðal annars fram á Lemmy síðar í mánuðinum, Dillon þann 12. október og á Bird í byrjun nóvember. Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Við erum mjög spenntir að spila fyrir rokkþyrsta á nýjan leik. Við komum vel undirbúnir og erum reddí í að spila aftur okkar lád, kvæet, lád, næntís Modnine rokk,“ segir Sigursteinn Ingvar Rúnarsson meðlimur sveitarinnar í samtali við Vísi. Casio Fatso er fjögurra manna band sem hóf feril sinn árið 2012 og var áberandi á tónleikastöðum bæjarins næstu sex árin. Þeir spila næntís rokk í anda „loud/quiet/loud senunnar í níunni,“ eins og því er lýst í tilkynningu. Ásamt sveitinni stígur á svið sveitin Rythmatik sem sigraði Músíktilraunir árið 2015 og hitar hún upp klukkan 21:00 í kvöld. Sveitin hefur gefið út fimm breiðskífur og þó nokkrar plötur sem teknar hafa verið upp í beinni, ásamt öðru efni, þar með talið platan Echoes of the nineties sem kleif upp vinsældarlista í áströlsku útvarpi þegar hún kom út árið 2017. Bandið skipa Sigursteinn sem syngur og spilar á gítar, Þorsteinn á trommum, Jósef á gítar og Jón Heiðar á bassa. Þeir verða áberandi á næstu vikum á stöðum bæjarins og koma meðal annars fram á Lemmy síðar í mánuðinum, Dillon þann 12. október og á Bird í byrjun nóvember.
Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira