Ávísun á eilíf vonbrigði að elta góða veðrið Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. september 2024 13:31 Sigtryggur Baldursson, Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Kristinn Jónsson voru að senda frá sér lagið Skítaveður. Aðsend „Það er allt svo nær fyrir norðan en það er skítaveður hér,“ segir í viðlagi á splunkunýju lagi sem sveitin Bogomoili Font & Greiningardeildin var að senda frá sér. Mennirnir á bak við lagið eru Sigtryggur Baldursson, Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Kristinn Jónsson. „Skítaveður er þriðja lagið sem Bogomoli Font & Greiningardeildin senda frá sér í ár en áður hafa komið út lögin Sjóddu frekar egg og Bosslady. Það er Sigtryggur Baldursson sem ljáir Bogomil rödd sína, en þetta er í grunninn teymið sem stendur að Hljómskálanum, þáttum um íslenska tónlist og koma ýmsir valinkunnir íslenskir hljóðfæraleikarar að upptökunum,“ segir í fréttatilkynningu. Ásamt þríeykinu koma meðal annars Sigurður Guðmundsson, Rubin Pollock, Árný Margrét, Tómas Jónsson, Samúel Jón Samúelsson, Óskar Guðjónsson og Kjartan Hákonarson að laginu. Strákarnir segja nýja lagið ákveðin uppgjör við sumarið sem aldrei kom. „Og í raun það undarlega samband sem við eigum við íslenska veðráttu. Sömuleiðis kemur textinn inn á ákveðnar hugmyndir okkar um að veðrið sé mögulega skárra annars staðar á landinu og þá séríslensku áráttu að „elta góða veðrið“ sem er auðvitað ekkert annað en ávísun á eilíf vonbrigði.“ Hér má sjá flutning Bogomil Font og Greiningadeildarinnar á laginu á Ljósanótt: Hér má finna textann við lagið í heild sinni: Hér bítur vestanáttin mesthérna getur sólin varla sest.Og ég blotna í báða fætur hvar svo sem ég stend.Því oftast nær er úrkoma í grennd. Ofankoma, úrhelli og hret.Ég ekki mikið meir af þessu get.Það er lágskýjað – og lognið nær ekki' að stoppa hérog það er lítilsháttar súld í huga mér. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er rok og rigning hér. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er skítaveður hér. Hér verða lægðardrögin dýpst.Hérna allraveðravonin þrífst.Við virðumst enguaðsíður undarlega sátt.Enda alin upp í breytilegri átt. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er rok og rigning hér. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er skítaveður hér. Sjálfsagt er hún fögur þessi hlíð.Hún sést barekkí þessari vætutíð.En þykkust var samt þokan í höfði hálfvitanssem kaus að setjast að hér sunnanlands. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er rok og rigning hér. Hér má hlusta á lagið á streymisveitunni Spotify. Tónlist Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Skítaveður er þriðja lagið sem Bogomoli Font & Greiningardeildin senda frá sér í ár en áður hafa komið út lögin Sjóddu frekar egg og Bosslady. Það er Sigtryggur Baldursson sem ljáir Bogomil rödd sína, en þetta er í grunninn teymið sem stendur að Hljómskálanum, þáttum um íslenska tónlist og koma ýmsir valinkunnir íslenskir hljóðfæraleikarar að upptökunum,“ segir í fréttatilkynningu. Ásamt þríeykinu koma meðal annars Sigurður Guðmundsson, Rubin Pollock, Árný Margrét, Tómas Jónsson, Samúel Jón Samúelsson, Óskar Guðjónsson og Kjartan Hákonarson að laginu. Strákarnir segja nýja lagið ákveðin uppgjör við sumarið sem aldrei kom. „Og í raun það undarlega samband sem við eigum við íslenska veðráttu. Sömuleiðis kemur textinn inn á ákveðnar hugmyndir okkar um að veðrið sé mögulega skárra annars staðar á landinu og þá séríslensku áráttu að „elta góða veðrið“ sem er auðvitað ekkert annað en ávísun á eilíf vonbrigði.“ Hér má sjá flutning Bogomil Font og Greiningadeildarinnar á laginu á Ljósanótt: Hér má finna textann við lagið í heild sinni: Hér bítur vestanáttin mesthérna getur sólin varla sest.Og ég blotna í báða fætur hvar svo sem ég stend.Því oftast nær er úrkoma í grennd. Ofankoma, úrhelli og hret.Ég ekki mikið meir af þessu get.Það er lágskýjað – og lognið nær ekki' að stoppa hérog það er lítilsháttar súld í huga mér. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er rok og rigning hér. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er skítaveður hér. Hér verða lægðardrögin dýpst.Hérna allraveðravonin þrífst.Við virðumst enguaðsíður undarlega sátt.Enda alin upp í breytilegri átt. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er rok og rigning hér. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er skítaveður hér. Sjálfsagt er hún fögur þessi hlíð.Hún sést barekkí þessari vætutíð.En þykkust var samt þokan í höfði hálfvitanssem kaus að setjast að hér sunnanlands. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er rok og rigning hér. Hér má hlusta á lagið á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira