Útimyndir, innimyndir og fallegar myndir Guðjón Gísli Kristinsson hafði búið á Sólheimum í þrjú ár þegar hann byrjaði að sauma myndir. Verkefnin urðu sífellt fleiri og áhuginn meiri og nú er svo komið að á opnunardegi sýningar hans á Listasafninu á Akureyri fyrr á þessu ári seldi hann öll verkin samdægurs. Guðjón er fjölhæfur listamaður sem fær innblástur inni jafnt sem úti og finnur sköpunargleðinni útrás eftir ólíkum og áhugaverðum leiðum. Lífið samstarf 6. desember 2023 10:44
Níu bækur tilnefndar til Fjöruverðlaunanna Níu bækur voru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna og kvára á Íslandi við athöfn á Borgarbókarsafninu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Menning 5. desember 2023 22:36
Dýrmætum munum Guðbergs og Kjarvalsverkum bjargað frá Grindavík Menningarlegum verðmætum, sem voru stödd í Grindavík, var bjargað úr bænum á dögunum. Á meðal þess sem var bjargað voru munir sem voru í eigu Guðbergs Bergssonar og málverk eftir Jóhannes Kjarval. Innlent 5. desember 2023 18:00
„Ég ætla að verða atvinnulaus“ Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, eða Dóra Wonder eins og margir þekkja hana, segist mikil áhugamanneskja um stjörnuspeki þar sem hún hefur gagnast henni í daglegu lífi. Hún sagði nýverið samningi sínum upp hjá Borgarleikhúsinu eftir tæplega þrjá áratugi. Lífið 5. desember 2023 16:53
Ísland í aðalhlutverki í nýrri stiklu True Detective Nýjasta stiklan úr þáttunum True Detective er frumsýnd á Vísi í dag. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða frumsýndir þann 15. janúar næstkomandi. Þættirnir verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum hjá HBO og á Íslandi á Stöð 2. Bíó og sjónvarp 5. desember 2023 15:12
Enn einn Skarsgårdinn á skjánum Ossian Skarsgård, fjórtán ára sonur sænska stórleikarans Stellan Skarsgård fer með hlutverk í jóladagatali sænska ríkisútvarpsins í ár. Hann segir leiklistina heilla. Lífið 5. desember 2023 14:57
Gaf hvergi afslátt í baráttunni fyrir betra samfélagi Ævisagan Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg segir frá stórmerkilegu lífi Guðrúnar Jónsdóttur sem oftast er kennd við Stígamót, kvennaframboðið í Reykjavík, Kvennalistann og mikið brautryðjendastarf í jafnréttismálum hér á landi. Lífið samstarf 5. desember 2023 12:10
Orri óstöðvandi sækir að kónginum Nýr bóksölulisti lítur dagsins ljós. Menn eru að koma sér fyrir. Eins og oft áður er Arnaldur Indriðason efstur, bæði í sölu þeirrar viku sem listinn tekur til sem og á uppsöfnuðum lista frá áramótum. En rithöfundar eru að koma sér fyrir á listum og skapa sér vígstöðu. Menning 5. desember 2023 11:58
Leikstýrði tónlistarmyndbandi við lag pabba síns Vísir frumsýnir í dag nýtt tónlistarmyndband við lagið Sérhver jól með þér. Lagið er nýjasta afurð hljómsveitarinnar Löðurs. Tónlist 5. desember 2023 10:15
Hafnaði boði forsætisráðuneytisins vegna afstöðuleysis í Palestínumálum Þórdísi Helgadóttur rithöfundi barst boð um að kynna nýútgefna bók sína Armeló á starfsmannafundi í forætisráðuneytinu næstkomandi mánudag. Hún segist hafa hafnað boðinu á grundvelli aðgerðaleysis ráðuneytisins í málefnum Palestínu. Innlent 5. desember 2023 08:24
Jólatónleikar í Salnum náðu ekki flugi Rokktónlistarmaðurinn spilar þrjá hljóma fyrir þúsund áheyrendur, en djassarinn spilar þúsund hljóma fyrir þrjá áheyrendur. Þessi brandari er lýsandi fyrir það hve djassinn er miklu þróaðri og fjölbreyttari en rokkið, en líka hve hið síðarnefnda er vinsælt. Gullöld djassins er löngu liðin, en hann á sér samt ennþá aðdáendur. Fleiri en þrír áheyrendur voru á jóladjasstónleikum í Salnum í Kópavogi á föstudagskvöldið; þar var troðfullt. Gagnrýni 5. desember 2023 08:00
Menning og fjárlög Við sem erum utan af landi vitum hvað aðgengi að menningu er mikilvægur þáttur þess að lifa í frjálsu og góðu samfélagi. Listir og menning efla félagsleg samskipti ólíkra einstaklinga og hópa, styrkja þekkingarleit og nýsköpun í samfélaginu auk þess sem blómlegt menningarlíf dregur úr hættu á félagslegri og menningarlegri einangrun og eykur hamingju og vellíðan. Skoðun 5. desember 2023 08:00
Setti óvart heilt bæjarfélag inn í morðöldu „Ég var náttúrulega búin að vera að skrifa um Akranes sem ég gerði mér ekki alveg grein fyrir hvað þýddi þegar ég var að skrifa fyrstu bókina. Að ég væri að taka svona heilt bæjarfélag og setja það inn í einhvers konar drápsöldu,“ segir rithöfundurinn Eva Björg Ægisdóttir í þættinum Jólasögu. Menning 5. desember 2023 07:00
Laufey tekur fram úr Björk Tónlistarkonan Laufey hefur tekið fram úr Björk sem vinsælasti íslenski tónlistarmaðurinn á Instagram. Laufey er nú með rétt rúmlega tvær milljónir fylgjenda en Björk er með 1,97 milljónir. Tónlist 4. desember 2023 22:29
Uppnám vegna Gyrðis sem aldrei ætlar að sækja um aftur Athygli vakti í dag þegar í ljós kom að Gyrðir Elíasson rithöfundur hlyti ekki styrk úr launasjóði rithöfunda að þessu sinni. Útgefandi Gyrðis segir hann ekki ætla að sækja um listamannalaun að nýju. Hann segist skynja að stuðningur við höfunda á miðjum aldri fari minnkandi í tengslum við launasjóðinn. Innlent 4. desember 2023 22:08
Georg í Sigur Rós selur slotið Georg Holm bassaleikari hljómsveitarinnar Sigur Rós og eiginkona hans Svanhvít Tryggvadóttir framleiðandi hafa sett fallegt parhús sitt við Hávallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 158 milljónir. Lífið 4. desember 2023 21:01
Stjörnum prýdd frumsýning Fíusólar Söngleikurinn Fíasól gefst aldrei upp var frumsýndur á stóra sviði Borgarleikhússins liðna helgi. Fíasól er löngu orðin sígild í íslenskri bókmenntasögu og á sér aðdáendur á öllum aldri. Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga létu sig ekki vanta á sýninguna. Þar má nefna Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, Elizu Reid, Berg Ebba Benediktsson og Unni Ösp Stefánsdóttur, svo fáir einir séu nefndir. Lífið 4. desember 2023 19:02
Leyfir náttúrunni að flæða í gegnum sig og inn í listaverkin Listakonan Lilý Erla Adamsdóttir opnaði sýninguna Margfeldið á milli í Listvali um helgina. Þráðurinn gegnir mikilvægu hlutverki í verkum Lilýar en hún talar ýmist um verk sín sem loðin málverk eða dansandi útsaum. Menning 4. desember 2023 15:37
Gagnrýni á grein Ernu Mistar um íslenska menningu Greinar Ernu Mistar hafa vakið mikla athygli og eru raunar allrar athygli verðar fyrir frjótt ímyndunarafl og grípandi líkingarmál. Aftur á móti eru þær engrar athygli verðar fyrir að vera „heimspekilegar“ eins og þær eru gjarnan sagðar vera. Skoðun 4. desember 2023 15:31
Þessir fá listamannalaun 2024 Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum vegna úthlutunar listamannalauna árið 2024. Menning 4. desember 2023 14:06
Búið að úthluta listamannalaunum Listamenn eru núna um þessar mundir að opna bréf frá Rannís en þar er þeim tilkynnt hvort þeir hreppi listamannalaun eða ekki. Menning 4. desember 2023 11:34
„Ég held það sé ekkert annað í boði“ Tónlistarmaðurinn Logi Pedro Stefánsson mun styðja bæði Ísland og Angóla er löndin mætast á HM kvenna í handbolta í dag. Erfitt sé að velja á milli. Handbolti 4. desember 2023 10:30
Sú yngsta í sögunni til að hljóta tilnefningu Sautján ára stúlka sem er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna segist aldrei hafa átt von á viðlíka viðtökum við fyrstu bók sinni. Hún er sú yngsta í sögunni sem hlýtur tilnefningu til þessara virtu verðlauna. Menning 3. desember 2023 21:01
Telur það ekki eftir sér að vera kúltúrbarn Sean Astin, þekktastur fyrir að hafa leikið Sóma Gamban í geysivinsæla Hringadrottinssöguþríleiknum, segist glaður sætta sig við að vera kallaður kúltúrbarn. Lífið 3. desember 2023 19:44
Love Island stjarna situr fyrir hjá íslensku fyrirtæki Breska Love Island stjarnan Leah Taylor situr fyrir hjá íslenska skartgripamerkinu 1104 by MAR. Dagmar Mýrdal, sem er eigandi merkisins, segir um að ræða mikinn heiður. Lífið 3. desember 2023 12:35
Stiklusúpa: Þáttaraðirnar sem allir hafa beðið eftir Þið sem beðið hafa örvæntingarfull eftir stiklum úr ykkar uppáhaldsþáttum getið andað léttar þar sem fjöldinn allur af stiklum komu út. Bíó og sjónvarp 2. desember 2023 23:37
„Sumt mun kannski sjokkera fólk“ Hinn 22 ára gamli Jóhann Ágúst Ólafsson var að senda frá sér sitt fyrsta lag, „Kallinn á tunglinu“. Lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag. Tónlist 2. desember 2023 17:01
Þessir eru tilnefndir til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna Tilnefningar til Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans og Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2023 voru kynntar nú rétt í þessu, í Eddu, húsi íslenskra fræða. Menning 1. desember 2023 16:42
Æsileg metafóra um leitina að ljósinu Skáldsagan Men, eftir Sigrúnu Pálsdóttur, fjallar um ungan klassískan flautuleikara sem starfar sem menningarblaðamaður. Dag nokkurn fær hann það óvænta verkefni að taka afmælisviðtal við fyrrverandi utanríkisráðherra sem farið hefur huldu höfði árum saman eftir að hafa hrökklast úr embætti fyrir um tveimur áratugum. Lífið samstarf 1. desember 2023 14:00
Frumsýning á Vísi: Jólatónlistarmyndband Más og Ladda Óympíufarinn og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson og skemmtikrafturinn Laddi hafa tekið höndum saman við gerð jólalagsins Mér finnst ég bara eiga það skilið. Tónlistarmyndband við lagið frumsýna þeir í dag. Tónlist 1. desember 2023 11:50