Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2025 14:59 Kristjana Thors Brynjólfsdóttir er framkvæmdastjóri Miðla hjá Sýn. Vísir/Einar Stöð 2 mun hætta innanhússframleiðslu á innlendu sjónvarpsefni og einbeita sér fyrst og fremst að samstarfi við framleiðslufyrirtæki. Þetta staðfestir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Miðla og efnisveitna hjá Sýn. Vinsælir þættir hverfi ekki af dagskrá heldur færist vinnsla þeirra til framleiðslufyrirtækja. Breytingunum fylgja alls níu uppsagnir hjá Miðlum sem tilkynntar voru í dag. Garpur Ingason Elísabetarson, sem hefur unnið sem klippari við innlenda framleiðslu, er meðal þeirra sem missa vinnuna auk reynslumikils fólks sem hefur unnið sem klipparar og framleiðendur. „Það sem stendur uppúr eru vinnufélagarnir. Ég hef fengið að starfa með þvílíkum hæfileikabúntum sem ég er svo heppinn að getað kallað vini mína í dag,“ segir Garpur í færslu á Facebook. Framleiðslan færist en þættirnir ekki Meirihluti af innlendu dagskrárefni Stöðvar 2 er í dag framleitt af framleiðslufyrirtækjum. Með þessu skrefi muni Sýn hagræða í rekstri, efla samstarf við íslensk framleiðslufyrirtæki og um leið halda áfram að bjóða upp á sterkt og skapandi dagskrárefni. „Þessi breyting gerir okkur kleift að endurfjárfesta meira beint í dagskrárefni og færa áhorfendum okkar enn fjölbreyttara efni,“ segir Kristjana Thors. Sjónvarpsþættir á borð við Kviss verða áfram á dagskrá þó þeir verði ekki framleiddir innanhúss.Hulda Margrét „Áfram munum við bjóða áhorfendum upp á ástsæla og vinsæla þætti sem hafa verið á dagskrá Stöðvar 2 síðustu ár. Eina breytingin er að framleiðslan á efninu verður utanhúss.“ Vilji styrkja framtíðarvöxt Vonandi taki íslenskur framleiðsluiðnaður breytingunum fagnandi. „Þetta snýst um að tryggja sterka framtíð fyrir íslenskt dagskrárefni og tryggja að Sýn verði áfram mikilvægur hluti af íslenskri menningu.“ Alheimsdraumurinn er á meðal vinsælla þátta á Stöð 2 sem hafa verið framleiddir af íslenskum framleiðslufyrirtækjum, Atlavík í tilfelli Alheimsdraumsins. Breytingin sé hluti af langtímastefnu til að nútímavæða miðla Sýnar, auka skapandi sveigjanleika og styrkja framtíðarvöxt fyrirtækisins í krefjandi og ört vaxandi fjölmiðlaumhverfi. Fjölmörg verkefni á fimm árum Garpur lítur um öxl í færslu sinni. „Úti er ævintýri... Það sem hófst fyrir fimm árum með ferðalagi fyrir Stöð 2 í heimsfaraldri, endaði í dag með uppsögn þar sem framleiðsludeildin sem ég starfa hjá var lögð niður. Ég hef unnið mörg hundruð þætti af Ísland í dag, þáttaseríur uppá fjöllum, umfjallanir fyrir Vísi, beinar útsendingar frá Bakgarðshlaupum. Endalaust af allskonar öðruvísi verkefnum, jólabókalestur í beinni, jólaskreytingakeppni og auðvitað myndir um ofurfólk; Mari, Þorstein Roy og Andreu Kolbeins,“ segir Garpur. Garpur hefur bæði verið á skjánum og á bak við tjöldin í hinum ýmsu þáttum. „Það sem stendur uppúr eru vinnufélagarnir. Ég hef fengið að starfa með þvílíkum hæfileikabúntum sem ég er svo heppinn að getað kallað vini mína í dag. Það sem gerir mitt starf líka extra skemmtilegt, fyrir utan samstarfsfélagana, eru öll samskiptin við fólk, kynnast fólki og vinna með fólki útum allt land. Það er ómetanlegt. Ég á þó einhver verkefni inni, Okkar eigið Ísland sem verður sýnt í sumar/haust og að sjálfsögðu Bakgarðshlaupið sem verður í maí.“ Hann þakkar fyrir sig, öll tækifærin og bíður spenntur eftir að sjá hvert lífið fari með hann núna. Fjölmiðlar Vistaskipti Sýn Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Breytingunum fylgja alls níu uppsagnir hjá Miðlum sem tilkynntar voru í dag. Garpur Ingason Elísabetarson, sem hefur unnið sem klippari við innlenda framleiðslu, er meðal þeirra sem missa vinnuna auk reynslumikils fólks sem hefur unnið sem klipparar og framleiðendur. „Það sem stendur uppúr eru vinnufélagarnir. Ég hef fengið að starfa með þvílíkum hæfileikabúntum sem ég er svo heppinn að getað kallað vini mína í dag,“ segir Garpur í færslu á Facebook. Framleiðslan færist en þættirnir ekki Meirihluti af innlendu dagskrárefni Stöðvar 2 er í dag framleitt af framleiðslufyrirtækjum. Með þessu skrefi muni Sýn hagræða í rekstri, efla samstarf við íslensk framleiðslufyrirtæki og um leið halda áfram að bjóða upp á sterkt og skapandi dagskrárefni. „Þessi breyting gerir okkur kleift að endurfjárfesta meira beint í dagskrárefni og færa áhorfendum okkar enn fjölbreyttara efni,“ segir Kristjana Thors. Sjónvarpsþættir á borð við Kviss verða áfram á dagskrá þó þeir verði ekki framleiddir innanhúss.Hulda Margrét „Áfram munum við bjóða áhorfendum upp á ástsæla og vinsæla þætti sem hafa verið á dagskrá Stöðvar 2 síðustu ár. Eina breytingin er að framleiðslan á efninu verður utanhúss.“ Vilji styrkja framtíðarvöxt Vonandi taki íslenskur framleiðsluiðnaður breytingunum fagnandi. „Þetta snýst um að tryggja sterka framtíð fyrir íslenskt dagskrárefni og tryggja að Sýn verði áfram mikilvægur hluti af íslenskri menningu.“ Alheimsdraumurinn er á meðal vinsælla þátta á Stöð 2 sem hafa verið framleiddir af íslenskum framleiðslufyrirtækjum, Atlavík í tilfelli Alheimsdraumsins. Breytingin sé hluti af langtímastefnu til að nútímavæða miðla Sýnar, auka skapandi sveigjanleika og styrkja framtíðarvöxt fyrirtækisins í krefjandi og ört vaxandi fjölmiðlaumhverfi. Fjölmörg verkefni á fimm árum Garpur lítur um öxl í færslu sinni. „Úti er ævintýri... Það sem hófst fyrir fimm árum með ferðalagi fyrir Stöð 2 í heimsfaraldri, endaði í dag með uppsögn þar sem framleiðsludeildin sem ég starfa hjá var lögð niður. Ég hef unnið mörg hundruð þætti af Ísland í dag, þáttaseríur uppá fjöllum, umfjallanir fyrir Vísi, beinar útsendingar frá Bakgarðshlaupum. Endalaust af allskonar öðruvísi verkefnum, jólabókalestur í beinni, jólaskreytingakeppni og auðvitað myndir um ofurfólk; Mari, Þorstein Roy og Andreu Kolbeins,“ segir Garpur. Garpur hefur bæði verið á skjánum og á bak við tjöldin í hinum ýmsu þáttum. „Það sem stendur uppúr eru vinnufélagarnir. Ég hef fengið að starfa með þvílíkum hæfileikabúntum sem ég er svo heppinn að getað kallað vini mína í dag. Það sem gerir mitt starf líka extra skemmtilegt, fyrir utan samstarfsfélagana, eru öll samskiptin við fólk, kynnast fólki og vinna með fólki útum allt land. Það er ómetanlegt. Ég á þó einhver verkefni inni, Okkar eigið Ísland sem verður sýnt í sumar/haust og að sjálfsögðu Bakgarðshlaupið sem verður í maí.“ Hann þakkar fyrir sig, öll tækifærin og bíður spenntur eftir að sjá hvert lífið fari með hann núna.
Fjölmiðlar Vistaskipti Sýn Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira