Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2025 14:59 Kristjana Thors Brynjólfsdóttir er framkvæmdastjóri Miðla hjá Sýn. Vísir/Einar Stöð 2 mun hætta innanhússframleiðslu á innlendu sjónvarpsefni og einbeita sér fyrst og fremst að samstarfi við framleiðslufyrirtæki. Þetta staðfestir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Miðla og efnisveitna hjá Sýn. Vinsælir þættir hverfi ekki af dagskrá heldur færist vinnsla þeirra til framleiðslufyrirtækja. Breytingunum fylgja alls níu uppsagnir hjá Miðlum sem tilkynntar voru í dag. Garpur Ingason Elísabetarson, sem hefur unnið sem klippari við innlenda framleiðslu, er meðal þeirra sem missa vinnuna auk reynslumikils fólks sem hefur unnið sem klipparar og framleiðendur. „Það sem stendur uppúr eru vinnufélagarnir. Ég hef fengið að starfa með þvílíkum hæfileikabúntum sem ég er svo heppinn að getað kallað vini mína í dag,“ segir Garpur í færslu á Facebook. Framleiðslan færist en þættirnir ekki Meirihluti af innlendu dagskrárefni Stöðvar 2 er í dag framleitt af framleiðslufyrirtækjum. Með þessu skrefi muni Sýn hagræða í rekstri, efla samstarf við íslensk framleiðslufyrirtæki og um leið halda áfram að bjóða upp á sterkt og skapandi dagskrárefni. „Þessi breyting gerir okkur kleift að endurfjárfesta meira beint í dagskrárefni og færa áhorfendum okkar enn fjölbreyttara efni,“ segir Kristjana Thors. Sjónvarpsþættir á borð við Kviss verða áfram á dagskrá þó þeir verði ekki framleiddir innanhúss.Hulda Margrét „Áfram munum við bjóða áhorfendum upp á ástsæla og vinsæla þætti sem hafa verið á dagskrá Stöðvar 2 síðustu ár. Eina breytingin er að framleiðslan á efninu verður utanhúss.“ Vilji styrkja framtíðarvöxt Vonandi taki íslenskur framleiðsluiðnaður breytingunum fagnandi. „Þetta snýst um að tryggja sterka framtíð fyrir íslenskt dagskrárefni og tryggja að Sýn verði áfram mikilvægur hluti af íslenskri menningu.“ Alheimsdraumurinn er á meðal vinsælla þátta á Stöð 2 sem hafa verið framleiddir af íslenskum framleiðslufyrirtækjum, Atlavík í tilfelli Alheimsdraumsins. Breytingin sé hluti af langtímastefnu til að nútímavæða miðla Sýnar, auka skapandi sveigjanleika og styrkja framtíðarvöxt fyrirtækisins í krefjandi og ört vaxandi fjölmiðlaumhverfi. Fjölmörg verkefni á fimm árum Garpur lítur um öxl í færslu sinni. „Úti er ævintýri... Það sem hófst fyrir fimm árum með ferðalagi fyrir Stöð 2 í heimsfaraldri, endaði í dag með uppsögn þar sem framleiðsludeildin sem ég starfa hjá var lögð niður. Ég hef unnið mörg hundruð þætti af Ísland í dag, þáttaseríur uppá fjöllum, umfjallanir fyrir Vísi, beinar útsendingar frá Bakgarðshlaupum. Endalaust af allskonar öðruvísi verkefnum, jólabókalestur í beinni, jólaskreytingakeppni og auðvitað myndir um ofurfólk; Mari, Þorstein Roy og Andreu Kolbeins,“ segir Garpur. Garpur hefur bæði verið á skjánum og á bak við tjöldin í hinum ýmsu þáttum. „Það sem stendur uppúr eru vinnufélagarnir. Ég hef fengið að starfa með þvílíkum hæfileikabúntum sem ég er svo heppinn að getað kallað vini mína í dag. Það sem gerir mitt starf líka extra skemmtilegt, fyrir utan samstarfsfélagana, eru öll samskiptin við fólk, kynnast fólki og vinna með fólki útum allt land. Það er ómetanlegt. Ég á þó einhver verkefni inni, Okkar eigið Ísland sem verður sýnt í sumar/haust og að sjálfsögðu Bakgarðshlaupið sem verður í maí.“ Hann þakkar fyrir sig, öll tækifærin og bíður spenntur eftir að sjá hvert lífið fari með hann núna. Fjölmiðlar Vistaskipti Sýn Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Breytingunum fylgja alls níu uppsagnir hjá Miðlum sem tilkynntar voru í dag. Garpur Ingason Elísabetarson, sem hefur unnið sem klippari við innlenda framleiðslu, er meðal þeirra sem missa vinnuna auk reynslumikils fólks sem hefur unnið sem klipparar og framleiðendur. „Það sem stendur uppúr eru vinnufélagarnir. Ég hef fengið að starfa með þvílíkum hæfileikabúntum sem ég er svo heppinn að getað kallað vini mína í dag,“ segir Garpur í færslu á Facebook. Framleiðslan færist en þættirnir ekki Meirihluti af innlendu dagskrárefni Stöðvar 2 er í dag framleitt af framleiðslufyrirtækjum. Með þessu skrefi muni Sýn hagræða í rekstri, efla samstarf við íslensk framleiðslufyrirtæki og um leið halda áfram að bjóða upp á sterkt og skapandi dagskrárefni. „Þessi breyting gerir okkur kleift að endurfjárfesta meira beint í dagskrárefni og færa áhorfendum okkar enn fjölbreyttara efni,“ segir Kristjana Thors. Sjónvarpsþættir á borð við Kviss verða áfram á dagskrá þó þeir verði ekki framleiddir innanhúss.Hulda Margrét „Áfram munum við bjóða áhorfendum upp á ástsæla og vinsæla þætti sem hafa verið á dagskrá Stöðvar 2 síðustu ár. Eina breytingin er að framleiðslan á efninu verður utanhúss.“ Vilji styrkja framtíðarvöxt Vonandi taki íslenskur framleiðsluiðnaður breytingunum fagnandi. „Þetta snýst um að tryggja sterka framtíð fyrir íslenskt dagskrárefni og tryggja að Sýn verði áfram mikilvægur hluti af íslenskri menningu.“ Alheimsdraumurinn er á meðal vinsælla þátta á Stöð 2 sem hafa verið framleiddir af íslenskum framleiðslufyrirtækjum, Atlavík í tilfelli Alheimsdraumsins. Breytingin sé hluti af langtímastefnu til að nútímavæða miðla Sýnar, auka skapandi sveigjanleika og styrkja framtíðarvöxt fyrirtækisins í krefjandi og ört vaxandi fjölmiðlaumhverfi. Fjölmörg verkefni á fimm árum Garpur lítur um öxl í færslu sinni. „Úti er ævintýri... Það sem hófst fyrir fimm árum með ferðalagi fyrir Stöð 2 í heimsfaraldri, endaði í dag með uppsögn þar sem framleiðsludeildin sem ég starfa hjá var lögð niður. Ég hef unnið mörg hundruð þætti af Ísland í dag, þáttaseríur uppá fjöllum, umfjallanir fyrir Vísi, beinar útsendingar frá Bakgarðshlaupum. Endalaust af allskonar öðruvísi verkefnum, jólabókalestur í beinni, jólaskreytingakeppni og auðvitað myndir um ofurfólk; Mari, Þorstein Roy og Andreu Kolbeins,“ segir Garpur. Garpur hefur bæði verið á skjánum og á bak við tjöldin í hinum ýmsu þáttum. „Það sem stendur uppúr eru vinnufélagarnir. Ég hef fengið að starfa með þvílíkum hæfileikabúntum sem ég er svo heppinn að getað kallað vini mína í dag. Það sem gerir mitt starf líka extra skemmtilegt, fyrir utan samstarfsfélagana, eru öll samskiptin við fólk, kynnast fólki og vinna með fólki útum allt land. Það er ómetanlegt. Ég á þó einhver verkefni inni, Okkar eigið Ísland sem verður sýnt í sumar/haust og að sjálfsögðu Bakgarðshlaupið sem verður í maí.“ Hann þakkar fyrir sig, öll tækifærin og bíður spenntur eftir að sjá hvert lífið fari með hann núna.
Fjölmiðlar Vistaskipti Sýn Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira