Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. apríl 2025 16:17 Katy Perry lætur ósvífna gagnrýni ekki á sig fá og heldur ótrauð áfram í lífsins leik. Getty Tónlistarkonan Katy Perry, sem var gagnrýnd fyrir þátttöku sína í ferð geimskutlunnar Blue Origin, segir netverja hafa komið fram við sig eins og mennskt piñata. Netið sé ruslahaugur fyrir vanheila og hún finni styrk í stuðningsríkum aðdáendum. Perry var hluti af sex kvenna áhöfn geimfarsins Blue Origin sem tók á loft 14. apríl síðastliðinn, var ellefu mínútur í loftinu og fór hæst í um 100 kílómetra fjarlægð frá jörðu. Sjá einnig: Katy Perry fer út í geim Einhverjir töldu ferðina hafa brotið blað í sögunni vegna þessað einungis konur voru um borð en hins vegar var geimferðin líka gagnrýnd harðlega og sögð hégómafull. Katy Perry, sem er nú á tónleikaferðalagin vegna nýjustu plötu sinnar, hefur ekki brugðist beint við gagnrýninni þar til í gær. Þá skrifaði hún langan texta í ummæli við Instagram-færslu aðdáendasíðunnar Katy Perry Brasil þar sem hún sagðist þakklát fyrir aðdáendur sínar og svaraði gagnrýnendum. „Þið skuluð vita að það er í lagi með mig, ég hef unnið mikið í að vita hver ég er, hvað er raunverulegt og hvað er mikilvægt fyrir mér,“ skrifaði hún í ummælunum. Svarar ofbeldi netverja með ást „Þerapistinn minn sagði nokkuð fyrir mörgum árum sem breytti leiknum: ,Enginn getur látið þig trúa einhverju um sjálfa þig sem þú trúir ekki þegar um sjálfa þig',“ sagði Perry einnig í ummælunum. „Þegar ,netheimurinn' reynir að gera mig að mennsku Piñata tek ég því með góðum þokka og sendi þeim ást, því ég veit hve margir eru í sárum á svo marga vegu og að netið er sannarlega ruslahaugur fyrir kexruglaða og vanheila,“ sagði hún jafnframt. Piñata er mexíkóska útgáfan af því að slá köttinn úr tunnunni en Perry á þar við að netverjar hafi lumbrað á henni eins og boxpúða. Perry sagði svo að hið raunverulega væri að sjá andlit aðdáenda sinna á hverju kvöldi og sjá þá taka undir einum rómi með lögum hennar. „Ég er ekki fullkomin og ég hef í raun fjarlægt það orð úr orðaforðanum mínum. Ég er á mennsku ferðalagi að spila leik lífsins með fjölmarga áhorfendur og stundum fell ég en... ég stend aftur og held áfram að spila leikinn,“ sagði Perry. Samfélagsmiðlar Tónlist Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Perry var hluti af sex kvenna áhöfn geimfarsins Blue Origin sem tók á loft 14. apríl síðastliðinn, var ellefu mínútur í loftinu og fór hæst í um 100 kílómetra fjarlægð frá jörðu. Sjá einnig: Katy Perry fer út í geim Einhverjir töldu ferðina hafa brotið blað í sögunni vegna þessað einungis konur voru um borð en hins vegar var geimferðin líka gagnrýnd harðlega og sögð hégómafull. Katy Perry, sem er nú á tónleikaferðalagin vegna nýjustu plötu sinnar, hefur ekki brugðist beint við gagnrýninni þar til í gær. Þá skrifaði hún langan texta í ummæli við Instagram-færslu aðdáendasíðunnar Katy Perry Brasil þar sem hún sagðist þakklát fyrir aðdáendur sínar og svaraði gagnrýnendum. „Þið skuluð vita að það er í lagi með mig, ég hef unnið mikið í að vita hver ég er, hvað er raunverulegt og hvað er mikilvægt fyrir mér,“ skrifaði hún í ummælunum. Svarar ofbeldi netverja með ást „Þerapistinn minn sagði nokkuð fyrir mörgum árum sem breytti leiknum: ,Enginn getur látið þig trúa einhverju um sjálfa þig sem þú trúir ekki þegar um sjálfa þig',“ sagði Perry einnig í ummælunum. „Þegar ,netheimurinn' reynir að gera mig að mennsku Piñata tek ég því með góðum þokka og sendi þeim ást, því ég veit hve margir eru í sárum á svo marga vegu og að netið er sannarlega ruslahaugur fyrir kexruglaða og vanheila,“ sagði hún jafnframt. Piñata er mexíkóska útgáfan af því að slá köttinn úr tunnunni en Perry á þar við að netverjar hafi lumbrað á henni eins og boxpúða. Perry sagði svo að hið raunverulega væri að sjá andlit aðdáenda sinna á hverju kvöldi og sjá þá taka undir einum rómi með lögum hennar. „Ég er ekki fullkomin og ég hef í raun fjarlægt það orð úr orðaforðanum mínum. Ég er á mennsku ferðalagi að spila leik lífsins með fjölmarga áhorfendur og stundum fell ég en... ég stend aftur og held áfram að spila leikinn,“ sagði Perry.
Samfélagsmiðlar Tónlist Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira