Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. apríl 2025 10:12 Lar Park Lincoln þegar frægðarstjarna hennar stóð sem hæst 1990. Getty Lar Park Lincoln, sem er þekktust fyrir hlutverk sín í sápuóperunni Knots Landing og hrollvekjunni Friday the 13th Part VII: The New Blood, er látinn 63 ára að aldri eftir glímu við brjóstakrabbamein. Leikþjálfunarfyrirtækið Actors Audition Studios, sem Lincoln stofnaði, greindi frá því í tilkynningu að Lincoln hefði dáið á þriðjudag. „Yfir 45 ára feril skildi Lar eftir ógleymalegan blett á Hollywood gegnum „dýnamískar“ frammistöður sínar og hollustu við að þjálfa upprennandi leikara,“ sagði í tilkynningu fyrirtækisins. Lar Park Lincoln, upphaflega Laurie Jill Parker, fæddist 12. maí 1961 í Dallas, Texas. Hún hóf leiklistarferil sinn í CBS-sjónvarpsmyndinni Children of the Night (1985) og lék alveg þar til hún lést. Ferill hennar spannaði því rúmlega fjörutíu ár en hún varð þekktust fyrir leik sinn í hryllingsmyndum. Skyggnið Tina Shepard réði Jason Voorhees af dögum en hann snýr samt alltaf aftur. Hún lék síðan í The Princess Academy (1987) og House II: The Second Story (1987) áður en hún lék Tinu Shepard í Friday the 13th Part VII: The New Blood (1988) sem er hennar þekktasta hlutverk. Vegna þess hlutverks hefur hún verið flokkuð í hóp öskurdrottninga (e. scream queen). Lar lék síðan í nokkrum þáttaröðum af sápuóperunni Knots Landing frá lokum níunda áratugarins og til upphafs þess tíunda. Eftir að hún hætti þar lék hún ýmis gestahlutverk í Murder, She Wrote, Space: Above and Beyond og Beverly Hills, 90210. Hún gaf út bókina Get Started, Not Scammed (2008) um feril sinn í Hollywood, stofnaði fyrirtækið Actors Audition Studios og sá um að þjálfa upprennandi leikara síðustu ár sín. Síðustu þrjár myndirnar sem Lar lék í eiga enn eftir að koma út. Lincoln skilur eftir sig dótturina Piper, soninn Trevor, systkinin Karen og Michael og barnabörnin Auru, Benjamin, Jack og Miu Grace. Eiginmaður hennar Michael Park Lincoln lést 43 ára úr krabbameini árið 2015. Andlát Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Leikþjálfunarfyrirtækið Actors Audition Studios, sem Lincoln stofnaði, greindi frá því í tilkynningu að Lincoln hefði dáið á þriðjudag. „Yfir 45 ára feril skildi Lar eftir ógleymalegan blett á Hollywood gegnum „dýnamískar“ frammistöður sínar og hollustu við að þjálfa upprennandi leikara,“ sagði í tilkynningu fyrirtækisins. Lar Park Lincoln, upphaflega Laurie Jill Parker, fæddist 12. maí 1961 í Dallas, Texas. Hún hóf leiklistarferil sinn í CBS-sjónvarpsmyndinni Children of the Night (1985) og lék alveg þar til hún lést. Ferill hennar spannaði því rúmlega fjörutíu ár en hún varð þekktust fyrir leik sinn í hryllingsmyndum. Skyggnið Tina Shepard réði Jason Voorhees af dögum en hann snýr samt alltaf aftur. Hún lék síðan í The Princess Academy (1987) og House II: The Second Story (1987) áður en hún lék Tinu Shepard í Friday the 13th Part VII: The New Blood (1988) sem er hennar þekktasta hlutverk. Vegna þess hlutverks hefur hún verið flokkuð í hóp öskurdrottninga (e. scream queen). Lar lék síðan í nokkrum þáttaröðum af sápuóperunni Knots Landing frá lokum níunda áratugarins og til upphafs þess tíunda. Eftir að hún hætti þar lék hún ýmis gestahlutverk í Murder, She Wrote, Space: Above and Beyond og Beverly Hills, 90210. Hún gaf út bókina Get Started, Not Scammed (2008) um feril sinn í Hollywood, stofnaði fyrirtækið Actors Audition Studios og sá um að þjálfa upprennandi leikara síðustu ár sín. Síðustu þrjár myndirnar sem Lar lék í eiga enn eftir að koma út. Lincoln skilur eftir sig dótturina Piper, soninn Trevor, systkinin Karen og Michael og barnabörnin Auru, Benjamin, Jack og Miu Grace. Eiginmaður hennar Michael Park Lincoln lést 43 ára úr krabbameini árið 2015.
Andlát Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“