Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. maí 2025 22:58 Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands. Vísir/Ívar Fannar Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segist ekki hika við að lögsækja Rafmennt skyldi félagið nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námskránna sem notast var við. Námskráin sé hans eigin hugarsmíð. Forsaga málsins er sú að rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands var úrskurðað gjaldþrota. Eftir ítrekaðar beiðnir frá stjórnendum skólans um að menntamálaráðherra myndi aðstoða þau tilkynnti ráðuneytið að nemendunum stæði til boða að halda námi sínu áfram í Tækniskólanum. Samhliða yrði þróuð námsbraut í kvikmyndagerð. Nemendurnir voru afar ósáttir með fyriráætlanirnar og afþökkuðu boðið um að skipta yfir í Tækniskólann. Að lokum varð það þekkingarfyrirtækið Rafmennt sem tók yfir rekstur skólans. Í Kvikmyndaskólanum voru hins vegar tvö rekstrarfélög, annars vegar Kvikmyndaskóli Íslands fyrir íslenska nemendur og svo Icelandic Film School fyrir utanumhald um erlenda nemendur. Allir nemendur skólans, íslenskir eða erlendir, stunduð sama nám. Rekstrarfélag Icelandic Film School er enn í eigu Böðvars Bjarka Péturssonar, stofnanda Kvikmyndaskóla Íslands. Í bréfi sem Böðvar sendi á Þór Pálsson, framkvæmdastjóra Rafmenntar neitar hann Rafmennt um að nota nafnið Kvikmyndaskóli Íslands þar sem nafnið sé ekki söluvara. „Þér, sem hafið verið nefndur sem kaupandi að nafninu, munið nú nota nafnið fyrir sömu starfsemi og Icelandic Film School rekur og er því alfarið mótmælt og hér með krafist að notkun nafnsins verði hætt þegar í stað,“ stendur í bréfinu. Böðvar segir einnig rangt að námskrár Kvikmyndaskólans og Icelandic Film School séu taldar hafa ekkert verðgildi. Þar sem hvorugt rekstrarfélagið hafi fengið opinbera fjárveitingu fyrir þróun kennsluskránna séu þær höfundarverk Böðvars sjálfs. „Þess er krafist að leitað sé heimilda til notkunar,“ skrifar hann. „Okkur skilst að þér hafið nú þegar gjaldfellt námið gagnvart nemendum með því að segja upp starfsfólki í fjölmörgum lykilstöðum, auk þess að gefa út yfirlýsingar um að gjörbreyta starfseminni.“ Böðvar segist ekki hika við að lögsækja Rafmennt hyggist þeir nota nafnið Kvikmyndaskóli Íslands eða notist við kennsluskrá eða skipulag skólans án heimilda. Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Skóla- og menntamál Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Sjá meira
Forsaga málsins er sú að rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands var úrskurðað gjaldþrota. Eftir ítrekaðar beiðnir frá stjórnendum skólans um að menntamálaráðherra myndi aðstoða þau tilkynnti ráðuneytið að nemendunum stæði til boða að halda námi sínu áfram í Tækniskólanum. Samhliða yrði þróuð námsbraut í kvikmyndagerð. Nemendurnir voru afar ósáttir með fyriráætlanirnar og afþökkuðu boðið um að skipta yfir í Tækniskólann. Að lokum varð það þekkingarfyrirtækið Rafmennt sem tók yfir rekstur skólans. Í Kvikmyndaskólanum voru hins vegar tvö rekstrarfélög, annars vegar Kvikmyndaskóli Íslands fyrir íslenska nemendur og svo Icelandic Film School fyrir utanumhald um erlenda nemendur. Allir nemendur skólans, íslenskir eða erlendir, stunduð sama nám. Rekstrarfélag Icelandic Film School er enn í eigu Böðvars Bjarka Péturssonar, stofnanda Kvikmyndaskóla Íslands. Í bréfi sem Böðvar sendi á Þór Pálsson, framkvæmdastjóra Rafmenntar neitar hann Rafmennt um að nota nafnið Kvikmyndaskóli Íslands þar sem nafnið sé ekki söluvara. „Þér, sem hafið verið nefndur sem kaupandi að nafninu, munið nú nota nafnið fyrir sömu starfsemi og Icelandic Film School rekur og er því alfarið mótmælt og hér með krafist að notkun nafnsins verði hætt þegar í stað,“ stendur í bréfinu. Böðvar segir einnig rangt að námskrár Kvikmyndaskólans og Icelandic Film School séu taldar hafa ekkert verðgildi. Þar sem hvorugt rekstrarfélagið hafi fengið opinbera fjárveitingu fyrir þróun kennsluskránna séu þær höfundarverk Böðvars sjálfs. „Þess er krafist að leitað sé heimilda til notkunar,“ skrifar hann. „Okkur skilst að þér hafið nú þegar gjaldfellt námið gagnvart nemendum með því að segja upp starfsfólki í fjölmörgum lykilstöðum, auk þess að gefa út yfirlýsingar um að gjörbreyta starfseminni.“ Böðvar segist ekki hika við að lögsækja Rafmennt hyggist þeir nota nafnið Kvikmyndaskóli Íslands eða notist við kennsluskrá eða skipulag skólans án heimilda.
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Skóla- og menntamál Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Sjá meira