Á ekkert skylt við egódrifna hugmyndafræði Ingvar Jónsson, stjórnunar- og markaðsfræðingur og PPC markþjálfi hefur sent frá sér endurútgáfu bókarinnar Sigraðu sjálfan þig aftur og aftur. Bókin kom fyrst út árið 2018 og hefur verið uppseld síðan 2019. Nýja útgáfan er 25% efnismeiri en sú fyrri og ríkulega myndskreytt af kanadíska listamanninum Jim Ridge. Sigraðu sjálfan þig aftur og aftur er bók vikunnar á Vísi. Samstarf 24. janúar 2022 10:05
Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis. Menning 24. janúar 2022 07:00
Fer fram á bætur vegna brottreksturs úr Allir geta dansað Javier Fernández Valiño, hefur stefnt RVK Studios til greiðslu eftirstöðva samnings sem gerður var við hann þegar hann var einn atvinnudansara í þáttunum Allir geta dansað. Javi, eins og hann er kallaður, var á sínum tíma látinn fara frá þáttunum „vegna óviðráðanlegra aðstæðna.“ Innlent 23. janúar 2022 18:39
Fullkominn lagalisti fyrir þá sem vilja hreyfa sig Anna Eiríksdóttir þjálfari og þáttastjórnandi Hreyfum okkur saman hérna á Lífinu hefur tekið saman lög fyrir þá sem vilja byrja að hreyfa sig. Heilsa 23. janúar 2022 13:00
Skráði sig í leiklistarnám eftir að hafa reynt við suður-kóreska Idolið Leikkonan Aldís Amah Hamilton sem slegið hefur í gegn í þáttunum Svörtu söndum á Stöð 2, segir það ekki endilega hafa legið beinast við að hún færi í leiklist. Hún komst til að mynda aldrei inn í nemendasýningu Verzlunarskólans. Eftir að dómari í suður-kóreska Idolinu sagði henni að hún væri með leikhúslega rödd ákvað hún þó að skrá sig í prufur fyrir leiklistarnám við Listaháskólann. Lífið 23. janúar 2022 10:01
Löngu horfið listaverk gæti litið dagsins ljós á ný Verði landfylling í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði að veruleika eru hugmyndir uppi um að listaverk sem löngu er horfið ofan í fjöruna verði grafið upp og komið fyrir á nýjum stað. Innlent 23. janúar 2022 10:01
Aníta Briem stígur sín fyrstu skref sem handritshöfundur Aníta Briem, sem hingað til hefur verið þekkt fyrir leik sinn, hefur lokið skrifum á sjónvarpsþáttaröðinni Svo lengi við lifum. Þáttaröðin er framleidd af Glassriver í samstarfi við Stöð 2. Hún segir þáttaröðina vera óð sinn til ástarinnar. Bíó og sjónvarp 23. janúar 2022 09:01
Sautján ára rísandi stórstjarna slær í gegn á íslenska listanum Söngkonan GAYLE er sautján ára gömul og þrátt fyrir ungan aldur hefur henni tekist að ná gríðarlegum árangri í hinum stóra heimi tónlistarinnar. Tónlist 22. janúar 2022 16:01
Allt að gerast á Skagaströnd - Tveggja daga ljósalistahátíð Það stendur mikið til á Skagaströnd á morgun og á mánudaginn því þá stendur Nes listamiðstöð fyrir ljósalistahátíðinni “Light up” í samvinnu við níu erlenda listamenn. Alls konar listaverk verða lýst upp með LED ljósum til að varpa birtu, búa til skugga, endurskin og fleira víða um Skagaströnd þessa tvo daga. Innlent 22. janúar 2022 15:01
Soffía Björg sendir frá sér Last Ride Tónlistarkonan Soffía Björg var að senda frá sér lagið Last Ride sem er tekið af plötunni The Company You Keep sem kom út í október síðastliðinn. Albumm 22. janúar 2022 14:30
Gísli Örn leikstýrir þriðju seríu hinna vinsælu Exit-þátta Gísli Örn Garðarsson mun leikstýra þriðju þáttaröð af norsku þáttunum Exit, sem notið hafa gríðarlegra vinsælda víða. Bíó og sjónvarp 22. janúar 2022 11:56
„Skemmtileg pörun á bréfalúgu og glannalegri staðhæfingu“ Listamaðurinn Baldvin Einarsson var viðmælandi í síðasta þætti af KÚNST. Menning 22. janúar 2022 11:30
Ástin svo sterk að hún sprakk og brann á stuttum tíma Hljómsveitin Sycamore Tree gaf í dag út lagið Lá Flamme. Dúóið skipa þau Gunni Hilmars fatahönnuður og tónlistarmaður og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir. Tónlist 21. janúar 2022 16:31
Öll topplög árslista PartyZone frá upphafi Annað kvöld kynna liðsmenn danstónlistarþáttarins PartyZone árslista sinn, fimmtíu bestu danstónlistarlög ársins 2021 að mati plötusnúðanna. Tónlist 21. janúar 2022 16:17
Hálfleikssýning Ofurskálarinnar stórstjörnum prýdd í ár Dr. Dre, Snoop Dogg, Eminem, Mary J. Blige og Kendrick Lamar koma fram í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar í ár. Pepsi var að gefa út auglýsingu til þess að skapa stemningu fyrir viðburðinum. Lífið 21. janúar 2022 15:20
Sofia Vergara nær óþekkjanleg í nýju hlutverki Leikkonan Sofia Vergara fer með hlutverk eiturlyfjabarónessunnar Griselda Blanco í nýjum Netflix þáttum. Griselda var oft kölluð guðmóðir kókaínsins. Lífið 21. janúar 2022 14:54
Sigurjón Sighvats opnar byltingarkennda ljósmyndasýningu Sigurjón Sighvatsson hefur opnað þríviddar aðgang ađ ljósmyndasýningu sinni Horft um öxl við Hafnartorg. Menning 21. janúar 2022 14:27
Stockfish hækkar verðlaunafé í stuttmyndasamkeppninni Sprettfiskur Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Sprettfisk, stuttmyndasamkeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar sem haldin verður í áttunda sinn dagana 24. mars til 3. apríl á þessu ári. Umsóknarfrestur stendur til 10. febrúar næstkomandi. Lífið 21. janúar 2022 13:30
Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Íslenska tónlistarkonan Laufey Lin Jónsdóttir flutti lagið sitt Like the Movies í spjallþætti Jimmy Kimmel í gærkvöldi. Lífið 21. janúar 2022 10:53
Grátandi Adele neyðist til þess að fresta Las Vegas tónleikunum Tónlistarkonan Adele hefur frestað fyrstu tónleikunum í Las Vegas sýningu sinni Weekend with Adele. Söngkonan var miður sín þegar hún kom fram í myndbandi á Instagram og tilkynnti aðdáendum sínum að sýningin væri einfaldlega ekki tilbúin. Lífið 21. janúar 2022 10:34
Meat Loaf er látinn Bandaríski rokkarinn og leikarinn Meat Loaf er látinn, 74 ára að aldri. Lífið 21. janúar 2022 08:05
Króli komst inn í leiklistina Leikarinn og tónlistarmaðurinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, komst inn fyrstu tilraun í leiklistarnám við Listaháskóla Íslands í dag. Lífið 20. janúar 2022 22:22
Stjörnur tískuheimsins minnast André Leon Talley Tísku goðsögnin og brautryðjandinn André Leon Talley féll frá fyrr í vikunni, 73 ára gamall. Menning 20. janúar 2022 15:00
Bríet frumsýnir Cold Feet og nýtt tónlistarmyndband Vísir og Stöð 2 Vísir kynna frumsýningu á tónlistarmyndbandinu Cold Feet með söngkonunni Bríeti. Tónlist 20. janúar 2022 12:01
Hreiður eftir Hlyn Pálmason valin á Berlinale Stuttmyndin Hreiður eftir Hlyn Pálmason hefur verið valin í Berlinale Special hluta alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Berlín. Hátíðin fangar 72 ára afmæli sínu nú snemma í febrúar. Bíó og sjónvarp 20. janúar 2022 09:30
Fær ekki að áfrýja Slayer-dómi Friðrik Ólafsson, forsvarsmaður Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice fékk ekki heimild Hæstaréttar til að áfrýja dómi þar sem hann var dæmdur til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um tuttugu milljónir króna. Viðskipti innlent 20. janúar 2022 08:54
Bríet frumsýnir glænýtt tónlistarmyndband á Vísi og Stöð 2 Vísi Tónlistarkonan Bríet sendir frá sér lagið Cold Feet næstkomandi föstudag, 21. janúar. Tónlist 19. janúar 2022 20:00
Opinbera nafn og sögusvið nýrra þátta úr söguheimi Hringadróttinssögu Prime Video hefur opinberað hvað nýir þættir fyrirtækisins úr söguheimi Hringadróttinssögu heita. Þeir verða frumsýndir þann 2. september og heita Lord of the Rings: The Rings of Power. Bíó og sjónvarp 19. janúar 2022 16:56
Berndsen gefur út Maximum Emergency Tónlistarmaðurinn og 80’s stjarnan Davíð Berndsen var að senda frá sér glænýtt og spikfeitt lag sem heitir Maximum Emergency. Albumm 19. janúar 2022 16:31
Vonarstjarna Frakka lést eftir skíðaslys Franski leikarinn Gaspard Ulliel, vonarstjarna í franskri kvikmyndagerð og stjarna í Moon Knight þáttum Marvel sem frumsýndir verða í mars, er látinn eftir skíðaslys. AFP fréttaveitan greinir frá. Lífið 19. janúar 2022 15:33