Saga Harley-Davidson komin á prent Forlagið 24. nóvember 2022 12:51 Njáll Gunnlaugsson, höfundur bókarinnar Ameríska goðsögnin hefur safnað efni um gömul mótorhjól á Íslandi í 30 ár. „Það var í vinnubanni í covid að ég settist niður til að halda áfram með gagnaöflun fyrir annað bindi bókar minnar um sögu mótorhjóla á Íslandi. Ég ákvað að byrja á að taka saman hvaða efni ég hefði yfir ákveðnar tegundir og byrjaði á Harley-Davidson. Fljótlega varð mér þó ljóst að ég hefði svo mikið efni og líka myndir að það eitt og sér myndi duga mér í heila bók, og þannig fæddist nú þessi bók mín um Harley-Davidson á Íslandi,“ segir Njáll Gunnlaugsson, höfundur bókarinnar Ameríska goðsögnin. Bókin er 178 síður og fjallar um sögu Harley-Davidson-mótorhjólanna, aðallega hérlendis en einnig erlendis, en einnig er komið inná sögu annarra mótorhjóla af amerískum uppruna. Byrjað er á forsögunni og fyrstu hjólunum en einnig er farið yfir sögu hvers einasta hjóls frá því fyrir stríð og margra þeirra sem komu seinna. Sérstakur kafli er um sögu lögreglunnar, en þáttur hennar í sögu Harley-Davidson á Íslandi er stór. Njáll hefur safnað efni um gömul mótorhjól á Íslandi í 30 ár og því hafði hann úr mörgu að moða þegar kom að því að skrifa þessa bók. Júlíus Þórðarson, skátahöfðingi á Akranesi átti Harley Davidson. „Ég hef til dæmis safnað öllum skráningarupplýsingum sem ég gat fundið og þess vegna er hægt að rekja eigendasögu hjólanna mjög nákvæmlega sem er að vissu leyti einstakt,“ segir Njáll. Einnig er myndasafn Njáls mjög stórt þegar kemur að gömlum mótorhjólum á Íslandi. Í því safni eru vel á fimmta hundrað mynda af Harley-Davidson-hjólum og eru margar þeirra í bókinni og hefur stór hluti þeirra ekki birst á prenti áður. Mótorhjólakonurnar Ágústa og Edda. „Það er mikil vinna að afla heimilda í bók sem þessa og eru viðmælendur margir en einnig hefur fólk verið duglegt að senda mér efni, bæði upplýsingar, sögur og myndir. Sem dæmi fékk ég send dagbókarbrot frá niðjum Jóns Sigurgeirssonar á Helluvaði. Þar lýsir hann á skemmtilegan hátt reynslu sinni af því að nota tvö gömul Harley-Davidson mótorhjól frá því í kringum 1920, og er þessi lýsing hans einstök heimild,“ segir Njáll ennfremur. Þáttur lögreglunnar í sögu Harley-Davidson á Íslandi er stór. Í gömlum skráningarupplýsingum má sjá að annað þessara hjóla hans var frá 1920 og er þá hægt að sjá vélarnúmer þess, og tengja það við mynd sem til er af hjólinu á Minjasafninu á Akureyri, en hjólið bar númerið A-136. Njáll vill einnig taka fram að þótt að bókin sé komin á prent haldi söfnun heimilda áfram, en hann heldur meðal annars úti heimsíðunni fornhjol.is þar sem hann birtir efni um gömul mótorhjól. Njáll er þegar farinn að huga að efni í næstu bók, og líklega verða mótorhjól frá Evrópu þar efst á blaði og þá sérstaklega bresk mótorhjól, sem algeng voru á Íslandi. Bókmenntir Menning Bílar Mest lesið Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira
Bókin er 178 síður og fjallar um sögu Harley-Davidson-mótorhjólanna, aðallega hérlendis en einnig erlendis, en einnig er komið inná sögu annarra mótorhjóla af amerískum uppruna. Byrjað er á forsögunni og fyrstu hjólunum en einnig er farið yfir sögu hvers einasta hjóls frá því fyrir stríð og margra þeirra sem komu seinna. Sérstakur kafli er um sögu lögreglunnar, en þáttur hennar í sögu Harley-Davidson á Íslandi er stór. Njáll hefur safnað efni um gömul mótorhjól á Íslandi í 30 ár og því hafði hann úr mörgu að moða þegar kom að því að skrifa þessa bók. Júlíus Þórðarson, skátahöfðingi á Akranesi átti Harley Davidson. „Ég hef til dæmis safnað öllum skráningarupplýsingum sem ég gat fundið og þess vegna er hægt að rekja eigendasögu hjólanna mjög nákvæmlega sem er að vissu leyti einstakt,“ segir Njáll. Einnig er myndasafn Njáls mjög stórt þegar kemur að gömlum mótorhjólum á Íslandi. Í því safni eru vel á fimmta hundrað mynda af Harley-Davidson-hjólum og eru margar þeirra í bókinni og hefur stór hluti þeirra ekki birst á prenti áður. Mótorhjólakonurnar Ágústa og Edda. „Það er mikil vinna að afla heimilda í bók sem þessa og eru viðmælendur margir en einnig hefur fólk verið duglegt að senda mér efni, bæði upplýsingar, sögur og myndir. Sem dæmi fékk ég send dagbókarbrot frá niðjum Jóns Sigurgeirssonar á Helluvaði. Þar lýsir hann á skemmtilegan hátt reynslu sinni af því að nota tvö gömul Harley-Davidson mótorhjól frá því í kringum 1920, og er þessi lýsing hans einstök heimild,“ segir Njáll ennfremur. Þáttur lögreglunnar í sögu Harley-Davidson á Íslandi er stór. Í gömlum skráningarupplýsingum má sjá að annað þessara hjóla hans var frá 1920 og er þá hægt að sjá vélarnúmer þess, og tengja það við mynd sem til er af hjólinu á Minjasafninu á Akureyri, en hjólið bar númerið A-136. Njáll vill einnig taka fram að þótt að bókin sé komin á prent haldi söfnun heimilda áfram, en hann heldur meðal annars úti heimsíðunni fornhjol.is þar sem hann birtir efni um gömul mótorhjól. Njáll er þegar farinn að huga að efni í næstu bók, og líklega verða mótorhjól frá Evrópu þar efst á blaði og þá sérstaklega bresk mótorhjól, sem algeng voru á Íslandi.
Bókmenntir Menning Bílar Mest lesið Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent