Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Danir hafi van­rækt hand­rita­sátt­málann

Danir hafa ekki uppfyllt öll skilyrði hins sögulega handritasáttmála að mati menningarmálaráðherra. Hún kallar eftir því að Danir efli rannsóknir sínar á miðaldabókmenntum og mun áfram berjast fyrir því að fá þau flest flutt til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Þessi fá lista­manna­laun 2022

Starfslaunum til listamanna fyrir árið 2022 hefur verði úthlutað og fengu umsækjendur bréf frá Stjórn listamannalauna nú í morgun hvort þeir fengu eða ekki. Kætast þá margir eða eru svekktir eftir atvikum. Nú rétt í þessu var gefin út tilkynning um hverjir fá og má sjá lista yfir þá hér neðar.

Menning
Fréttamynd

Safnplata og nýtt lag

Út er komið lagið Ertu memm? með Ladda. Lagið er eftir Ladda og textinn eftir Braga Valdimar Skúlason. Guðmundur Kristinn Jónsson sá um upptökur, hljóðblöndun og masteringu í Hljóðrita.

Albumm
Fréttamynd

Listamannalaunin hækka um 80 þúsund krónur á árinu

Listamannalaunin hækkuðu um tæpar 20 þúsund krónur um áramótin, til samræmis við launa- og verðlagshækkun fjárlaga 2022. Þau munu hækka enn meira á árinu vegna ákvörðunar ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra um að hækka framlög til launasjóðs listamanna um 100 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Ronnie Spector söngkona Ronettes er dáin

Söngkonan Ronnie Spector, sem leiddi hljómsveitina The Ronettes og er hvað þekktust fyrir lög eins og Be My Baby og Baby I Love You, er dáin. Hún var 78 ára gömul. Í tilkynningu frá fjölskyldu hennar segir að Spector hafi glímt við krabbamein og hún hafi látist í faðmi fjölskyldu hennar.

Erlent
Fréttamynd

Dýrið í kosningu BAFTA

Kvikmyndin Dýrið, eða Lamb á ensku, er á lista í fyrstu umferð kosningar bresku kvikmyndaakademíunnar. Þann 3. febrúar næstkomandi munu endanlegar tilnefningar til BAFTA-verðlaunanna liggja fyrir.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Svar við opnu bréfi - 7. bekkur

Ágæta MargrétÞakka þér fyrir opna bréfið til okkar varðandi íslenskuverkefnið í Sunnulækjarskóla sem er raunar í 7. bekk en ekki 6. bekk.

Skoðun
Fréttamynd

Arna Schram látin

Arna Schram, sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg og fyrrverandi formaður Blaðamannafélags Íslands, lést á Landspítalanum í gær, 53 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Prinsinn snýr aftur til Bel-Air

Prinsinn Will mun snúa aftur til Bel-Air í nýrri dramaþáttaröð sem verður sýnd á sjónvarpsstöðinni Peacock. Þættirnir eru byggðir á hinum sívinsælu The Fresh Prince of Bel-Air, sem voru sýndir á tíunda áratug síðustu aldar. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Þekkir andlega kvilla vel

OCD er fyrsta smáskífan af væntanlegri breiðskífu sem rapparinn Egill Friðrik gefur út undir nafninu Orðljótur. 

Albumm
Fréttamynd

Bob Saget er látinn

Bandaríski leikarinn og grínistinn Bob Saget, sem þekktastur er fyrir leik sinn í þáttunum Full House, er látinn, 65 ára að aldri. Hann fannst látinn á hótelherbergi sínu á Ritz-Carlton hótelinu í Orlando í Flórída í gær.

Lífið
Fréttamynd

Stórleikarinn Sidney Poitier er dáinn

Stórleikarinn heimsfrægi Sidney Poitier er dáinn. Hann var 94 ára gamall og lést á Bahamaeyjum, þar sem hann bjó. Poitier var einnig aðgerðasinni og er talinn hafa rutt veginn fyrir fjölmarga aðra þeldökka leikara.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hefja framleiðslu Fallout-þátta á árinu

Amazon mun hefja framleiðslu þátta úr söguheimi Fallout, hinna vinsælu tölvuleikja, á þessu ári. Jonathan Nolan, einn af forsvarsmönnum Westworld-þáttanna, meðal annars, hefur tekið að sér að leikstýra fyrsta þætti seríunnar.

Bíó og sjónvarp