Lífið

Sigur Rós fyllti Laugar­dals­höll út úr dyrum

Árni Sæberg skrifar
Sigur Rós tróð upp á Íslandi í fyrsta skipti í fimm ár í gær.
Sigur Rós tróð upp á Íslandi í fyrsta skipti í fimm ár í gær. Vísir/Vilhelm

Húsfyllir og vel það var í Laugardalshöll í gær þegar stórsveitin Sigur Rós steig á svið í fyrsta skipti í fimm ár hér á landi.

Í samtali við fréttastofu á dögunum lofaði Georg Hólm, bassaleikari sveitarinnar, „alvöru sjóvi“ og miðað við viðbrögð tónleikargesta stóð sveitin við loforð Georgs. Þá sagði hann að það væri öðruvísi að koma heim til Íslands að spila á tónleikum. „Það eru aðeins meiri taugar,“ sagði hann.

Georg lét taugarnar ekki á sig fá.Vísir/Vilhelm

Ljóst er að taugarnar skemmdu ekki fyrir hljómsveitarmeðlimum enda hefur sveitin verið kölluð sú besta í heiminum og „náttúruafl og viðundur“ af netverjum sem sóttu tónleikana.

Laugardalshöll var þéttsetin og -staðin í gærkvöldi.Vísir/Vilhelm

Þá segir viðmælandi Vísis sem vann við öryggisgæslu á tónleikunum að fullt hafi verið út að dyrum og að liðið hafi yfir nokkra í hamaganginum og hitanum. Annars hafi tónleikarnir farið vel fram.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, lét sig ekki vanta á tónleikana og myndaði Sigur Rós og tónleikargesti.

Jónsi mundaði bogann af sinni alkunnu snilld.Vísir/Vilhelm

Tónleikagestir hlýddu alsælir á fagra tóna Sigur Rósar.Vísir/Vilhelm

Enn lengra er síðan Kjartan Sveinsson kom fram með Sigur Rós hér á landi enda gekk hann til liðs við hljómsveitina á ný í byrjun árs eftir tíu ára hlé.Vísir/Vilhelm

Jónsi var góður eins og venjulega.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Erfiðir tímar að baki hjá Sigur Rós sem blæs til veislu í kvöld

„Þetta er náttúrulega alltaf svolítið spes. Það er öðruvísi að koma heim til Íslands og spila hér. Það eru aðeins meiri taugar,“ segir Georg Hólm bassaleikari Sigur Rósar en sveitin mun halda stórtónleika í Laugardalshöll í kvöld. Fimm ár eru liðin frá því sveitin spilaði hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.