Akureyringar komast loksins á Prikið „Við erum ógeðslega spenntir fyrir því að fara með þetta „show“ til Akureyrar. Síðan við spiluðum með BT músinni á þaki á Akureyri árið 2001 höfum við elskað þetta pleis,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Bent. Lífið 2. júlí 2024 07:00
Stúlkur úr Listdansskóla Íslands hrepptu heimsmeistaratitil Hópur stúlkna út Listdansskóla Íslands hreppti heimsmeistaratitil á heimsmeistaramóti í dansi í Prag, höfuðborg Tékklands, í dag. Lífið 1. júlí 2024 19:53
Fjöldamet á stærstu listasýningu í sögu Hornafjarðar Föstudaginn 28. júní opnaði sýningin Nr. 5 Umhverfing með pompi á prakt á Humarhátíð á Höfn í Hornafirði. Sýningin er með 52 listamönnum og nær yfir meira en 200 kílómetra svæði með fjölda listaverka bæði innanhúss og utandyra. Menning 1. júlí 2024 15:58
Cara í kossaflensi á Glastonbury Ofurfyrirsætan og leikkonan Cara Delevingne er ástfangin upp fyrir haus og virðist sjaldan hafa verið á betri stað í lífinu. Í júní fagnaði hún tveggja ára sambandsafmæli með tónlistarkonunni Minke og gátu þær ekki slitið sig frá hvor annarri á Glastonbury tónlistarhátíðinni um síðustu helgi. Lífið 1. júlí 2024 12:48
Sterk sumarást í sveitinni kveikti áhugann á þýskunni „Textalega séð hef ég alltaf verið talsvert persónuleg,“ segir tónlistarkonan Margrét Kristín Sigurðardóttir sem notast við listamannsnafnið Fabúla. Blaðamaður ræddi við hana um listina en hún hefur verið virk í íslensku tónlistarlífi síðastliðna þrjá áratugi. Tónlist 1. júlí 2024 11:31
Hundruð freista þess að gera góð kaup í Nexus Hundruð manna hafa gert sér ferð í sérvöruverslunina Nexus í morgun þar sem blásið var til hinnar árlegu sumarútsölu verslunarinnar. Myndarleg röð var við inngang verslunarinnar í Glæsibæ þegar hún var opnuð klukkan tíu og yfir tvö hundruð manns komu í verslunina á innan við tuttugu mínútum til að gera góð kaup. Innlent 1. júlí 2024 11:06
Einn helsti rithöfundur Albaníu er allur Albanski rithöfundurinn Ismail Kadare er látinn. Hann er fæddur 1936 og lést 1. júlí á þessu ári. Kadare hefur verið talinn eitt helsta skáld og hugsuður 20. og 21. aldarinnar, en hann hefur barist mjög gegn alræði í skrifum sínum. Erlent 1. júlí 2024 10:17
Ellu Fitzgerald verðlaun til Laufeyjar Laufey Lín hefur verið sæmd Ellu Fitzgerald verðlaunum sem veitt eru árlega á jazzhátíðinni í Montreal í Kanada. Hún fetar í fótspor frægra listamanna. Lífið 1. júlí 2024 09:00
Tónlistarveisla framundan í Skálholti Einn besti fiðluleikari heims er á leið til landsins til að taka þátt í Sumartónleikum í Skálholti sem standa yfir dagana 6. til 14. júlí. Hátíðin er einn stærsti menningarviðburður sem fram fer á Suðurlandi yfir sumartímann. Lífið 30. júní 2024 13:05
Fótboltamenn „örva skapandi löngun“ og mynda nýtt tónlistartvíeyki Knattspyrnumennirnir Eyþór Aron Wöhler og Kristall Máni Ingason tóku óvænt höndum saman í hljóðveri og hafa nú gefið út glænýjan sumarsmell. Þeir leituðu til þekkts nafns í fótbolta- og tónlistarheiminum sér til auka, Loga Tómasson, einnig þekktur sem Luigi. Fótbolti 28. júní 2024 12:01
Kenndi Kelly Clarkson að bera fram Laufey og Björk Tónlistarkonan og þáttastjórnandinn Kelly Clarkson fékk rísandi súperstjörnuna Laufeyju í heimsókn til sín í þáttinn Kelly Clarkson Show á dögunum. Virtust þær stöllur ná vel saman en Clarkson átti þó ansi erfitt með framburð á nafni Laufeyjar. Tónlist 27. júní 2024 10:42
Gústi B fann ástina hjá Hafdísi Sól Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Ágúst Beinteinn, jafnan þekktur sem Gústi B, er genginn út. Kærastan heitir Hafdís Sól, fyrrum fimleikadrottning og nemi í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Sömuleiðis er hún besta vinkona Friðþóru kærustu súkkulaðistráksins Patriks Atlasonar, sem er besti vinur Gústa B. Lífið 27. júní 2024 10:02
Lækkuðu hitastigið fyrir leðurklædda kvikmyndaáhugamenn Smárabíó bauð upp á sérstaka snigla sýningu í gærkvöldi á mótorhjólamyndina Bikeriders. Um það bil 70 meðlimir Sniglanna komu í hópkeyrslu á sýninguna klædd í leðurföt og með hjálma. Lífið 27. júní 2024 07:00
Ungstirni gefur út sitt fyrsta lag Menntskælingurinn, söngvarinn og leikarinn Arnaldur Halldórsson hefur gefið frá sér sitt fyrsta lag. Það heitir Tengist þér og var gefið út ásamt tónlistarmyndbandi 21. júní síðastliðinn. Arnaldur segir lagið fjalla um sígildasta viðfangsefni popplaga frá örófi alda, nefnilega ástina. Tónlist 26. júní 2024 16:55
DJ goðsögn stýrði trylltum dansi Plötusnúðurinn DJ Shadow kom fram í Gamla Bíói síðastliðið fimmtudagskvöld og skemmti troðfullum sal af dansþyrstum gestum. Uppselt var á tónleikana og var plötusnúðurinn í skýjunum með kvöldið. Tónlist 26. júní 2024 16:05
Jarðhitasýningin í Hellisheiðarvirkjun fékk óvænta heimsókn Stjarneðlisfræðingurinn og vísindamiðlarinn bandaríski Neil deGrasse Tyson heimsótti í dag jarðhitasýninguna við Hellisheiðarvirkjun. Jarðhitasýningin er eins konar fræðslusetur þar sem gestir geta lært um hvernig jarðvarmi er nýttur til að framleiða rafmagn fyrir landið og heitt vatn fyrir höfuðborgarsvæðið. Lífið 26. júní 2024 14:53
Vilt þú taka fjármálin þín í gegn? Hinir geysivinsælu þættir Viltu finna milljón? sem eru í umsjón Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttur og Arnars Þórs Ólafssonar, hefja göngu sína á ný á Stöð 2 í vetur. Lífið 26. júní 2024 14:06
Gummi Emil grípur til sinna ráða eftir fangelsisdóm Einkaþjálfarinn, áhrifavaldurinn og nú listamaðurinn Guðmundur Emil Jóhannsson, betur þekktur sem Gummi Emil, hefur hafið sölu á bolum með áletruninni Free Gemil eða frelsum Gemil. Hann segir ágóðann af bolasölunni fara uppi í málskostnaðinn en hann var nýverið dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Lífið 26. júní 2024 13:02
„Hluti af heild sem við skiljum ekki“ „Í gegnum þessa rannsókn vonast ég til þess að draga fram ró og jafnvægi,“ segir myndlistarmaðurinn Unnar Ari Baldvinsson. Hann opnar sýningu í versluninni La Boutique Design að Mýrargötu næstkomandi föstudag. Blaðamaður ræddi við Unnar Ara en verk hans, sem einkennast gjarnan af einföldum formum og sterkri litanotkun, hafa vakið athygli á síðastliðnum árum. Menning 26. júní 2024 10:18
Magnús Geir endurráðinn þjóðleikhússtjóri Magnús Geir Þórðarson hefur verið endurráðinn í stöðu Þjóðleikhússtjóra og mun því áfram halda um stjórnartauma leikhússins til ársins 2030. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir að hann „hafi reynst farsæll og öflugur þjóðleikhússtjóri“ og að starfsemi Þjóðleikhússins sé með miklum blóma um þessar mundir. Formaður Þjóðleikhúsráðs segir að Magnús kunni að láta Þjóðleikhúsið rísa undir nafni. Menning 25. júní 2024 16:13
Féll kylliflatur fyrir einlægni Taylor Swift Ástarsamband ruðningsleikmannsins Travis Kelce og súperstjörnunnar Taylor Swift hefur vakið mikla athygli um allan heim enda er Swift ein frægasta kona jarðar um þessar mundir, með fjórtán Grammy verðlaun undir beltinu. Kelce ræddi opinskátt um ástina í hlaðvarpsviðtali á dögunum þar sem hann opnar sig meðal annars um það hvernig hann féll fyrir poppstjörnunni. Lífið 25. júní 2024 15:22
Haldin Cher-legri aðdáun á Jökli og félögum Íslenska hljómsveitin Kaleo hitti bandarísku stórstjörnuna Cher á dögunum á tónleikaferðalagi þeirra um Norður Ameríku. Hljómsveitin birti mynd af þeim með tónlistarkonunni á Instgram. Lífið 25. júní 2024 09:54
„Ef ég væri einmana myndi ég ganga í Sjálfstæðisflokkinn“ Eftir að hafa varið degi í Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins skrifaði Elínborg Una Einarsdóttir nokkrar blaðsíður um upplifun sína af námskeiðinu. Lokaorð þessara hugleiðinga Elínborgar voru: „Ef ég væri einmana myndi ég ganga í Sjálfstæðisflokkinn.“ Menning 25. júní 2024 08:30
„Fólkið er kjarni Þjóðhátíðar og ég vildi sýna það“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Þjóðhátíðarlagsins 2024. Jóhanna Guðrún er flytjandi lagsins og segir að tökudagurinn hafi verið draumi líkastur. Tónlist 25. júní 2024 07:01
Pirates of the Caribbean-leikari lést eftir hákarlaárás Tamayo Perry, brimbrettakappi og leikari, lést eftir að hafa orðið fyrir árás hákarls við strendur Hawaii. Lífið 24. júní 2024 22:49
Árás á lýðræðið í landinu: Íslenskað streymi eða ekki! Sem áhugamaður um sjónvarp og rekstraraðili línulegs streymis Skjás 1 hef ég af og til ritað nokkur fátækleg opinber orð um þýðingarskyldu, en tilefnið er að ráðamenn þjóðarinnar vilja nú koma böndum á erlend áhrif streymisleiga hér á landi hvað varðar íslenska tungu. Skoðun 24. júní 2024 15:31
Gullni hringurinn í Vesturbænum uppskrift að drauma sunnudegi Skemmikrafturinn og framleiðandinn Sandra Barilli sló eftirminnilega í gegn í hlutverki Mollýar, umboðsmanns strákasveitarinnar IceGuys í samnefndri gamanþáttaröð síðastliðið haust. Hún segist lítið fyrir að plana langt fram í tímann og er yfirleitt búin að framkvæma hlutina áður en hún nær að setja þá á blað. Lífið 24. júní 2024 09:10
Borgin sendi ömurleg skilaboð út í samfélagið Rithöfundurinn Sverrir Norland segir skammarlegt að starfsemi bókasafna Reykjavíkur verði ekki haldið úti í allt sumar vegna hagræðingarkröfu borgarinnar. Söfnin verða lokuð á víxl í sumar, hvert í þrjár vikur í senn, sparnaðarskyni. Sverrir telur það senda ömurleg skilaboð út í samfélagið, sér í lagi þegar íslenskt efni fyrir börn verður undir í samkeppni við efni á öðrum tungumálum. Innlent 24. júní 2024 07:50
Er ósigrandi á sviði og sækir orkuna niður í jörð „Ég er smá filterslaus á sviði. Þegar þessi orka kemur inn þá er ekki neitt til þess að fela sig á bak við. Það hefur kannski líka komið mér í vandræði en að mestu leyti er það rosalega jákvætt því einlægnin er lykilinn,“ segir tónlistarkonan Agnes Björt Andradóttir sem flestir þekkja úr hljómsveitinni Sykur. Blaðamaður ræddi við Agnesi um listina, lífið, æskuna, uppbyggingu og fleira en hún fagnar sömuleiðis 33 ára afmæli sínu í dag. Tónlist 23. júní 2024 07:01
Ben McKenzie á Kaffi Vest Bandaríski leikarinn Ben McKenzie sem sló í gegn í sjónvarpsþáttunum The O.C. upp úr aldamótum er staddur hér á landi. Hann skellti sér á Kaffihús Vesturbæjar í samnefndum hluta Reykjavíkur í dag á meðan eiginkona, móðir og börn busluðu í Vesturbæjarlauginni. Lífið 22. júní 2024 23:05