Bíó og sjónvarp

Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Björg Magnúsdóttir, Hannes Þór og Yrsa Sigurðardóttir vinna saman að því að skrifa Thule.
Björg Magnúsdóttir, Hannes Þór og Yrsa Sigurðardóttir vinna saman að því að skrifa Thule.

Leikstjórinn Hannes Þór Halldórsson, handritshöfundurinn Björg Magnúsdóttir og glæpasagnahöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir vinna nú saman að nýrri spennuþáttaseríu sem gerist á Grænlandi.

„Serían ber heitið Thule og gerist á bandarísku herstöðinni á Grænlandi, þar sem draugar fortíðar og eldfimt ástand í alþjóðamálum samtímans fléttast saman á nyrstu og afskekktustu herstöð veraldar,“ segir í tilkynningu frá Atlavík.

Hugmyndin að Thule kemur frá Hannesi Þór sem jafnframt stýrir verkefninu og mun hann skrifa handritið með Björgu og Yrsu.  Framleiðslufyrirtækið Atlavík framleiðir þáttaröðina fyrir Sjónvarp Símans, vinnur að þróun handrits og er undirbúningur framleiðslu þegar hafinn.

Hannes hefur áður leikstýrt kvikmyndinni Leynilöggu og þáttunum Iceguys og er að fara að taka upp gamansömu glæpamyndina The Bus Job í Danmörku á næstunni. Björg hefur áður skrifað handrit þáttanna Ráðherrann, Systrabönd og Vigdís auk þess að hafa skrifað nokkrar bækur. Yrsa er margverðlaunaður metsöluhöfundur og hafa mörg verka henna ratað á skjáinn.

„Það er algjör draumur að fá að þróa þessa sögu með tveimur af sterkustu frásagnarhöfundum landsins,“ segir Hannes Þór um samstarfið með Björgu og Yrsu.


Tengdar fréttir

Hannes í víking með gamansama glæpamynd

Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður og leikstjóri, mun leikstýra kvikmyndinni The Bus Job sem til stendur að taka upp á Íslandi og í Danmörku á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.