Aukinn áhugi á norrænu sjónvarpsefni en snarpar verðhækkanir mikil áskorun Framleiðslufyrirtækið Glassriver, sem meðal annars hefur framleitt Venjulegt fólk og Svörtu sanda, vinnur verkefni nokkur ár fram í tímann. Það gerir til dæmis kostnaðar- og fjármögnunaráætlanir fyrir sjónvarpsverkefni eitt til fjögur ár fram tímann. Þess vegna hafa snarpar verðhækkanir á árinu verið virkilega mikil áskorun. Þetta segir Andri Ómarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Innherji 29. desember 2022 13:01
Geti ekki lengur látið eins og allt sé í lagi Árið sem þjóðin losnaði úr hlekkjum samkomutakmarkana hefur reynst mjög erfitt fyrir tónleikahaldara og er staðan svartari en marga hafði grunað, að sögn framkvæmdastjóra Senu Live. Talsvert algengara sé að tónleikar endi með fjárhagslegu tapi og það gerst mun oftar á þessu ári en nokkurn tímann áður. Viðskipti innlent 29. desember 2022 07:00
„Konan sem fær útgefið af því að afi hennar hét Halldór Laxness“ Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir segist hafa fengið nóg af umræðu innan bókmenntasamfélagsins, um að hún hafi fengið bækur útgefnar og þær tilnefndar til verðlauna, vegna þess að hún sé barnabarn nóbelskáldsins Halldórs Laxness. Menning 29. desember 2022 00:07
Maga- og mjaðmasveiflur í Kramhúsinu sameiningarafl Íris Stefanía Skúladóttir og Þórdís Nadia Semichat kenna magadans og mjaðmasveifludansa í Kramhúsinu. Þær segja andrúmsloftið einstakt í húsinu og í dansinum myndist sérstök tenging milli kvenna. Lífið samstarf 28. desember 2022 13:00
Sonarsonur Bob Marley er látinn Jamaíski tónlistarmaðurinn Joseph Marley, betur þekkur sem Jo Mersa, er látinn. Jo Mersa, sem varð 31 árs gamall, var barnabarn reggígoðsagnarinnar Bob Marley, Lífið 28. desember 2022 10:48
Mikið um dýrðir á frumsýningu Ellen B Það var mikið um dýrðir í Þjóðleikhússinu í gærkvöldi þegar jólasýningin Ellen B var frumsýnd. Um er að ræða heimsfrumsýningu á fyrsta verkinu í splunkunýjum þríleik Mariusar von Mayenburg í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Benedicts Andrews. Lífið 27. desember 2022 18:16
Elta uppi Netflixsníkla á nýju ári Lengi hefur tíðkast að fólk samnýti lykilorð að Netflix til að glápa á þætti og kvikmyndir á sama aðgangnum. Nú er útlit fyrir að þessi hefð muni líða undir lok en forsvarsmenn Netflix hafa gefið það út að tekið verði á lykilorðasamnýtingu á nýju ári. Bíó og sjónvarp 27. desember 2022 17:40
Fjölmenning og menningarlæsi Ísland er fjölmenningarsamfélag, þar sem Íslendingar nýir sem ættbornir, birta fjölbreytileika í viðhorfum, venjum og lífsskoðunum. Skoðun 27. desember 2022 11:01
Tulsa King: Rambó tekur við af Chandler í Tulsa Nákvæmlega 20 árum eftir að Chandler Bing sofnaði á fundi og samþykkti óafvitandi að taka við skrifstofu vinnuveitanda síns í Tulsa, snýr amerískt sjónvarp aftur til þessarar næst stærstu borgar Oklahoma-ríkis. Þetta skiptið er það Sylvester Stallone sem er sendur til Tulsa en þættirnir Tulsa King eru nú í sýningu hjá Sjónvarpi Símans. Gagnrýni 27. desember 2022 10:26
Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2022 Árið 2022 var að nokkru leyti árið sem kvikmyndirnar sneru aftur. Það er að segja árið sem fólkið sneri aftur í kvikmyndahúsin. Nokkuð var um kvikmyndir sem öfluðu mikilla tekna á árinu en eins og alltaf voru einnig myndir sem gerðu það ekki og voru jafnvel lélegar. Bíó og sjónvarp 27. desember 2022 08:00
Málar á gömul gluggatjöld á Seyðisfirði sem heilla þjófa Listamaðurinn „Tóti Ripper” eins og hann kallar sig á Seyðisfirði kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að mála því hann málar myndirnar sínar á gömul gluggatjöld þegar hann hefur ekki efni á því að kaupa striga. Innlent 26. desember 2022 20:05
Villi Neto í The Witcher: „Ég er þarna í hlutverki durgslegs álfs“ Leikaranum Vilhelm Neto bregður fyrir í glænýrri seríu af þáttaseríunni vinsælu The Witcher. Þættirnir voru að stórum hluta teknir upp hér á landi á Djúpavogi og Berufirði meðal annars. Villi segir að um stærsta verkefni á hans ferli sé að ræða. Bíó og sjónvarp 25. desember 2022 16:35
Söngvari Faithless er látinn Breski söngvarinn Maxi Jazz, söngvari sveitarinnar Faithless, er látinn, 65 ára að aldri. Lífið 24. desember 2022 17:03
Bubbi lagstur í flensu og getur ekki spilað á Litla-Hrauni Bubbi Morthens mun ekki geta skemmt föngum á Litla-Hrauni í dag líkt og hefð hefur myndast fyrir. Ástæðan er einföld; Bubbi er veikur. Lífið 24. desember 2022 14:09
„Það er allt í einu orðið gæðastimpill að vera Íslendingur“ „Ég er farin að finna núna hvað Íslendingatengslin eru mikil í kvikmyndageiranum erlendis. Þar sem það er orðið þekkt að það að ráða Íslending í vinnu þýðir að þú ert að fá góðan starfskraft. Sem skilar alltaf einverju nýju,“ segir Árni Filippuson kvikmyndatökumaður með meiru. Atvinnulíf 24. desember 2022 14:01
Upplifir öðruvísi jól í ár: „Það verður alvöru jólasól og stemning“ Þetta stefnir í eftirminnileg jól hjá tónlistarkonunni Guðrúnu Ýr Eyfjörð eða GDRN. Ekki nóg með það að hún sé að fara halda sín fyrstu jól erlendis, þá eru þetta einnig hennar fyrstu jól sem móðir. Guðrún er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jól 24. desember 2022 11:02
Jóladagatal Vísis: Selma og Jónsi koma með jólin til þín Hvað gerist ef við blöndum saman einhverjum bestu söngvurum landsins og einu besta og ástsælasta jólalagi þjóðarinnar? Útkoman er hér, í síðasta lagi Jóladagatals Vísis. Jól 24. desember 2022 07:00
Ellen opnar sig um missinn Ellen DeGeneres tjáir sig í hjartnæmu myndbandi um fráfall tWitch sem lést fyrir örfáum dögum. Hún segir mikilvægast að heiðra minningu hans með því að dansa og syngja, þó að það virðist ómögulegt. Lífið 23. desember 2022 21:45
„Alltaf upp á líf og dauða“ Bubbi Morthens heldur þrítugustu og áttundu Þorláksmessutónleika sína í kvöld og stefnir á að spila þar til hann verði níræður. Hann segir lykilinn felast í því að leggja sig alltaf allan fram. Tónlist 23. desember 2022 20:59
Jóladagatal Vísis: Páll Óskar kemur okkur í gegnum síðustu verkefnin Þorláksmessa er runninn upp og jólin eru bókstaflega handan við hornið. Af því tilefni verður lag dagsins með örlitlu breyttu sniði, en ekki er um eitt lag að ræða heldur heila tónleika. Jól 23. desember 2022 07:00
KÚNST: Kúrekar og leyndarmál í Ásmundarsal Síðastliðin fimm ár hefur Ásmundarsalur staðið fyrir jólasýningu þar sem fjölbreyttur hópur myndlistarfólks kemur saman með ólík listaverk til sölu. Í dag, á Þorláksmessu, er síðasti dagur sýningarinnar en KÚNST leit við á sýninguna um daginn og fékk innsýn í hugarheim nokkurra listamanna á svæðinu. Menning 23. desember 2022 06:00
Ljóst hvað dró Charlbi Dean til dauða Suðurafríska leikkonan Charlbi Dean, sem birtist meðal annars í stórmyndinni Triangle of Sadness lést skyndilega í ágúst, 32 ára að aldri. Krufning hefur nú leitt í ljós hvað það var sem dró leikkonuna til dauða. Lífið 22. desember 2022 19:00
Nágrannar snúa aftur á Stöð 2 árið 2023 Þau sögulegu tíðindi urðu í gær að Nágrannar kvöddu sjónvarpsáhorfendur Stöðvar 2. Ástralska sjónvarpsþáttaröðin hefur verið á dagskrá sjónvarps í 37 ár og stefndi í að þáttaröðin myndi kveðja fyrir fullt og allt. Ekki varð af því, sem betur fer fyrir dygga aðdáendur. Lífið 22. desember 2022 15:26
Hugljúfur flutningur Klöru í Sundhöll Hafnarfjarðar Tónlistarkonan Klara Elias hélt tónleika í Sundhöll Hafnarfjarðar um síðustu helgi. Henni fannst hljómburðurinn í húsinu svo fallegur að hún ákvað að taka upp „live“ flutning á nýja jólalaginu sínu Desember. Lífið 22. desember 2022 11:31
Sagður ætla að selja réttinn fyrir 200 milljónir dala Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber er sagður ætla að bætast í hóp tónlistarmanna á borð við Bruce Springsteen, Bob Dylan og Stevie Nicks, sem hafa á síðustu árum selt réttinn á tónlist sinni til fyrirtækja. Viðskipti erlent 22. desember 2022 07:43
Jóladagatal Vísis: Gæsahúðarflutningur Jóhönnu Guðrúnar á laginu Vetrarsól Það er óumflýjanleg staðreynd að Jóhanna Guðrún er ein allra færasta söngkona landsins og þótt víðar væri leitað. Hér er hún með gæsahúðarflutning á laginu Vetrarsól á jólatónleikum Fíladelfíu árið 2016. Jól 22. desember 2022 07:00
Jólalag krakkanna í Mýró er ávísun á gæsahúð og notalega stund Það eru ekki bara Friðrik Ómar, GDRN og Sigga Beinteins sem sendu frá sér jólalag þetta árið. Krakkar í 5. bekk Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi sendu frá sér glænýtt jólalag ásamt tónlistarmyndbandi. Lífið 21. desember 2022 21:00
Óskarsdraumar Hildar lifa áfram Women Talking er ein tíu mynda sem eiga möguleika á tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir bestu tónlist. Hildur Guðnadóttir gerði tónlistina og lifa Óskarsdraumarhennar áfram. Um tíma var talið líklegt að Hildur yrði tilnefnd fyrir tónlist úr tveimur myndum en hún mun ekki hljóta tilnefningu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Tár. Hildur fékk Óskarsverðlaunin árið 2020 fyrir kvikmyndina Joker. Bíó og sjónvarp 21. desember 2022 20:32
Uppáhalds lög Unnar Eggerts frá árinu: „Sjálfsástar víbrur“ Leikkonan, söngkonan og lífskúnstnerinn Unnur Eggertsdóttir er ánægð með tónlistarárið sem er senn að líða. Hún ræddi við Lífið á Vísi um sín uppáhalds lög frá árinu 2022. Tónlist 21. desember 2022 20:01
Leikstjóri Flash Gordon fallinn frá Breski leikstjórinn og handritshöfundurinn Mike Hodges, er látinn, níræður að aldri. Hodges er þekktur fyrir að hafa leikstýrt myndum á borð við Flash Gordon og Get Carter. Bíó og sjónvarp 21. desember 2022 12:04