

Meistaradeildin
Keppni hinna bestu í Evrópu.
Leikirnir

Sjáðu ótrúlega vörslu Raya og öll mörkin úr Meistaradeildinni
Alls voru sextán mörk skoruð þegar 1. umferð Meistaradeildar Evrópu lauk í gær. Hetja kvöldsins var hins vegar markvörður Arsenal.

„Ein besta markvarsla sem ég hef séð“
Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, átti vart lýsingarorð yfir tvöfalda markvörslu David Raya í markalausu jafntefli liðsins gegn Atalanta í Bergamo á Ítalíu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og getur Arteta þakkað auðmjúkum markverði sínum kærlega fyrir það. Raya hrósaði hins vegar markmannsþjálfara liðsins.

Atlético lagði sprækt lið Leipzig
Atlético Madríd lagði RB Leipzig í einum áhugaverðari leik 1. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þarna mættust tveir gjörólíkir leikstílar og þó gestirnir hafi komist yfir þá svöruðu heimamenn og unnu góðan 2-1 sigur.

Rautt spjald snemma leiks dýrt spaug fyrir Börsunga
Barcelona mátti þola 2-1 tap í Mónakó þegar liðið sótti heimamenn heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eric Garcia fékk að líta rauða spjaldið strax á 11. mínútu leiksins og það reyndist Börsungum dýrt spaug.

Raya hetjan er Skytturnar lögðu rútunni í Bergamo
Arsenal sótti Atalanta heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Heimamenn í Atalanta voru eina liðið til að leggja Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð þegar liðin mættust í úrslitum Evrópudeildarinnar og voru því sýnd veiði en ekki gefin.

Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum
Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik.

Sparkað eftir tapið rosalega gegn Bayern
Þjálfarinn Sergej Jakirovic fékk bara að stýra Dinamo Zagreb í einum leik í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í vetur því hann var rekinn eftir 9-2 tapið gegn Bayern München á þriðjudaginn.

Trompaðist eftir misheppnaða hælsendingu í dauðafæri: „Nei! Nei! Nei!“
Simone Inzaghi, knattspyrnustjóri Inter, fannst ekkert sniðugt við hælspyrnuna sem Matteo Darmian reyndi þegar hann komst í dauðafæri í leiknum gegn Manchester City.

Haaland neitaði að gefa Acerbi treyjuna sína eftir að hann hafði ítrekað togað í hana
Erling Haaland, framherji Manchester City, var ekki á því að gefa Francesco Acerbi, varnarmanni Inter, treyjuna sína eftir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær.

Fannst stemningin á Etihad steindauð
Peter Schmeichel segir að andrúmsloftið á Etihad hafi ekki hjálpað Manchester City í leiknum gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í gær. Hann sagði að engin stemmning hefði verið hjá stuðningsmönnum City.

Sjáðu öll mörkin og ævintýralegt klúður Gazzaniga
Mörkin létu á sér standa framan af Meistaradeildarkvöldi gærdagsins en urðu að endingu 13 talsins. Tveimur leikjum lauk með markalausu jafntefli.

Arteta með vondar fréttir af meiðslum Ødegaards
Martin Ødegaard, fyrirliði Arsenal, verður frá í einhvern tíma vegna meiðsla á ökkla.

Var hetjan framan af en stóð uppi sem skúrkurinn
Markvörðurinn Paulo Gazzaniga hafði átt frábæran leik í marki Girona þegar liðið sótti París Saint-Germain heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Markvörðurinn missti boltann hins vegar í netið undir lok leiks og lauk því leik í París sem skúrkurinn.

Markalaust á Etihad
Manchester City og Inter Milan gerðu markalaust jafntefli í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Leikið var á Etihad-vellinum í Manchester.

Óviss um að hann sé velkominn á Oasis tónleikana
Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool á Englandi, er óviss um hvort hann láti sjá sig á tónleikum bresku hljómsveitarinnar Oasis í sumar. Sveitungi hans frá Liverpool, Jamie Carragher, býður honum þó með sér á leikana.

Markafjöldi Haalands kemur Guardiola á óvart
Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, segir fjölda marka Norðmannsins Erling Haaland koma sér á óvart. Haaland hefur raðað inn mörkum á ferli sínum en náð nýjum hæðum í upphafi yfirstandandi leiktíðar.

Kompany svarar fyrir sig: „Líkurnar mínar voru 0,000 eitthvað“
Vincent Kompany, stjóri Bayern München, nýtti tækifærið í gærkvöld til að svara þeim sem efast hafa um að hann ráði við starfið, sem hann fékk óvænt í hendurnar í sumar.

Stuðningsmaður Liverpool lést fyrir leikinn gegn Milan
Philip Joseph Dooley, stuðningsmaður Liverpool, lést í umferðarslysi fyrir leik liðsins gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu í gær.

Sjáðu öll mörkin og fáránlegan leikaraskap Rüdigers
Alls voru heil 28 mörk skoruð á fyrsta Meistaradeildarkvöldi nýrrar leiktíðar í gær, þegar sex leikir fóru fram. Bombuna í Lissabon, fernu Harry Kane, miðvarðaskalla Liverpool og öll hin mörkin, ásamt fleiru, má nú sjá á Vísi.

Muna vel leikinn við Liverpool fyrir 60 árum
Sextíu ár eru frá því að bæði KR og Liverpool spiluðu sinn fyrsta leik í Evrópukeppni þegar þau áttust við á Laugardalsvelli árið 1964. Þeir Þórður Jónsson og Þorgeir Guðmundsson spiluðu leikinn fyrir KR.

Sprungu úr hlátri þegar stóllinn hans Alberts gaf sig: „Ragnar Reykás er mættur“
Albert Brynjar Ingason hefur oft upp háa raust í sérfræðingastól Stöðvar 2 Sports, en átti erfitt með það í gærkvöldi.

Kane markahæsti Englendingurinn í mun færri leikjum en Rooney
Harry Kane setti meira en eitt met þegar hann skoraði fjögur mörk í 9-2 sigri Bayern Munchen gegn Dinamo Zagreb.

Afmælisbarnið Arne Slot segir jákvætt að Liverpool hafi lent undir
Arne Slot á 46 ára afmæli í dag og fagnaði því samhliða sigri Liverpool gegn AC Milan í Meistaradeildinni. Hans menn lentu snemma undir, sem Slot segir hafa gert liðinu gott.

Ellefu mörk skoruð í stórsigri Bayern München
Bayern München vann stórsigur gegn Dinamo Zagreb og Sporting CP hélt út tveggja marka sigur gegn Lille í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar.

Miðverðirnir báðir með mark í sigri Liverpool
AC Milan tók á móti Liverpool og komst snemma yfir en mátti þola 1-3 tap í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Miðverðirnir Ibrahima Konaté og Virgil Van Dijk komust báðir á blað, Dominik Szoboszlai gulltryggði svo sigurinn.

Titilvörnin hefst á sigri í stórskemmtilegum leik
Evrópumeistarar Real Madrid hófu titilvörnina á 3-1 sigri gegn Stuttgart í mjög svo fjörugum leik.

Glæsilegt opnunarmark í öruggum sigri Juventus
Juventus vann öruggan 3-1 sigur gegn PSV í fyrsta leik Meistaradeildarinnar. Opnunarmarkið var einkar glæsilegt og má sjá hér fyrir neðan.

Tvö mörk tekin af í þægilegum þriggja marka sigri
Aston Villa fór létt með Young Boys í fyrsta leik Meistaradeildarinnar. 0-3 útisigur vannst þrátt fyrir að tvö mörk væru dæmd af Villa-mönnum. Mörkin má sjá hér fyrir neðan.

Stöngin inn í opnunarmarki Meistaradeildarinnar
Nýtt tímabil er hafið í Meistaradeild Evrópu og Juventus varð fyrsta liðið til að skora, þökk sé snilldar snúningsskoti Kenan Yildiz sem má sjá hér fyrir neðan.

Rodri hótar verkfalli ef ekkert lagast
Spænski miðjumaðurinn Rodri segir að knattspyrnumenn séu að fá sig fullsadda af leikjaálaginu sem enn heldur áfram að aukast. Lið hans Manchester City spilar sjö leiki á aðeins þremur vikum og þá taka við landsleikir.