„Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. júlí 2025 20:49 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni í fyrri leiknum í Póllandi. EPA/Jakub Kaczmarczyk „Allt í lagi? Við vorum betra liðið í 90 mínútur á móti pólsku meisturunum sem mættu með nánast sitt sterkasta lið,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 0-1 tap liðsins gegn Lech Poznan í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. „Ég átta mig á því að þeir mættu ekki alveg fullmótiveraðir, en þetta var gríðarlega vel spilað af okkar hálfu og rannsóknarefni að við náum ekki að koma boltanum í markið.“ Eftir 7-1 tap í fyrri leiknum gerðu Blikar vel í kvöld og geta borið höfuðið hátt eftir leik kvöldsins. „Ú því sem komið var þá urðum við að nota þennan leik í eitthvað og við spiluðum frábærlega. Ég átta mig á að andstæðingurinn hefði getað verið meira mótiveraður, en okkar frammistaða var virkilega góð í kvöld.“ Fyrir leik talaði Halldór um að nýta leikinn mögulega í að prófa eitthvað nýtt gegn jafn sterkum andstæðingum og Lech Poznan. Hann segist hafa fengið allskonar svör við sínum spurningum í kvöld. „Já, svo sannarlega. Bæði varðandi leikmenn, og það áttu allir meiriháttar flottan leik, og varðandi það sem við lögðum upp með um í hvaða svæðum við vildum vinna boltann og að herja á þá gekk mjög vel.“ „Sóknarlega var þetta framar vonum. Þeir gáfust fljótlega upp á því að pressa okkur og fóru niður, en náðu heldur ekki að verjast okkur þannig. Auðvitað er það bara mikið hrós fyrir liðið og hellingur sem við getum tekið úr þessum leik fram á við.“ Markið sem Blikar fengu á sig í leiknum varð þó til á heldur klaufalegan hátt þegar þeir reyndu að spila út úr öftustu línu. Halldór segist hafa vitað af þeirri hættu. „Þetta var eina skiptið í leiknum sem það gekk ekki og það er bara stundum þannig. Þá hrekkur hann einhvernveginn fyrir einhvern og í annan og það getur gerst. Það er bara hluti af leiknum og ekkert við því að gera. Í raun var þetta eina færið sem þeir skapa sér fyrir utan einhverja fyrirgjöf sem skoppar í stöngina, en annars bara höldum við þeim frá færum í leiknum.“ Tapið þýðir að Breiðablik er úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar, en Evrópuferðalagi liðsins er þó ekki lokið. Breiðablik mætir kunnuglegum andstæðingi í Zrinjski Mostar frá Bosníu í forkeppni Evrópudeildarinnar 7. og 14. ágúst. „Mér lýst bara vel á það einvígi. Við voru í sömu sporum fyrir tveimur árum nánast upp á dag á leiðinni til Bosníu að spila á móti Zrinjski. Þannig að við höfum verið þarna áður og þekkjum liðið og aðstæður. Þetta er virkilega gott lið sem hefur gert vel í Evrópu síðustu ár, en að sama skapi lið sem við vitum að við getum slegið út ef við erum á okkar degi. Mér lýst bara vel á þetta,“ sagði Halldór að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira
„Ég átta mig á því að þeir mættu ekki alveg fullmótiveraðir, en þetta var gríðarlega vel spilað af okkar hálfu og rannsóknarefni að við náum ekki að koma boltanum í markið.“ Eftir 7-1 tap í fyrri leiknum gerðu Blikar vel í kvöld og geta borið höfuðið hátt eftir leik kvöldsins. „Ú því sem komið var þá urðum við að nota þennan leik í eitthvað og við spiluðum frábærlega. Ég átta mig á að andstæðingurinn hefði getað verið meira mótiveraður, en okkar frammistaða var virkilega góð í kvöld.“ Fyrir leik talaði Halldór um að nýta leikinn mögulega í að prófa eitthvað nýtt gegn jafn sterkum andstæðingum og Lech Poznan. Hann segist hafa fengið allskonar svör við sínum spurningum í kvöld. „Já, svo sannarlega. Bæði varðandi leikmenn, og það áttu allir meiriháttar flottan leik, og varðandi það sem við lögðum upp með um í hvaða svæðum við vildum vinna boltann og að herja á þá gekk mjög vel.“ „Sóknarlega var þetta framar vonum. Þeir gáfust fljótlega upp á því að pressa okkur og fóru niður, en náðu heldur ekki að verjast okkur þannig. Auðvitað er það bara mikið hrós fyrir liðið og hellingur sem við getum tekið úr þessum leik fram á við.“ Markið sem Blikar fengu á sig í leiknum varð þó til á heldur klaufalegan hátt þegar þeir reyndu að spila út úr öftustu línu. Halldór segist hafa vitað af þeirri hættu. „Þetta var eina skiptið í leiknum sem það gekk ekki og það er bara stundum þannig. Þá hrekkur hann einhvernveginn fyrir einhvern og í annan og það getur gerst. Það er bara hluti af leiknum og ekkert við því að gera. Í raun var þetta eina færið sem þeir skapa sér fyrir utan einhverja fyrirgjöf sem skoppar í stöngina, en annars bara höldum við þeim frá færum í leiknum.“ Tapið þýðir að Breiðablik er úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar, en Evrópuferðalagi liðsins er þó ekki lokið. Breiðablik mætir kunnuglegum andstæðingi í Zrinjski Mostar frá Bosníu í forkeppni Evrópudeildarinnar 7. og 14. ágúst. „Mér lýst bara vel á það einvígi. Við voru í sömu sporum fyrir tveimur árum nánast upp á dag á leiðinni til Bosníu að spila á móti Zrinjski. Þannig að við höfum verið þarna áður og þekkjum liðið og aðstæður. Þetta er virkilega gott lið sem hefur gert vel í Evrópu síðustu ár, en að sama skapi lið sem við vitum að við getum slegið út ef við erum á okkar degi. Mér lýst bara vel á þetta,“ sagði Halldór að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira