Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. júlí 2025 08:47 Blikar geta huggað sig við það að síðast þegar þeir töpuðu svona illa í Meistaradeildinni komust þeir á endanum í Sambandsdeildina. vísir Eftir afhroðið í Póllandi í gærkvöldi er ansi líklegt að Breiðablik sé úr leik í undankeppni Meistaradeildarinnar en Blikarnir finna sig í kunnuglegum sporum og fá tvo sénsa til viðbótar, fyrst í Evrópu- og svo Sambandsdeildinni. Næsti áfangastaður verður að öllum líkindum Bosnía og þangað muna Blikar mæta í miklum hefndarhug. Breiðablik tapaði fyrri leiknum gegn Lech Poznan í gærkvöldi 7-1 og þarf á meiriháttar kraftaverki á Kópavogsvelli að halda í næsta viku ef einvígið á að snúast. Á sama tíma og sá leikur fór fram tapaði bosníska liðið Zrinjski Mostar 4-0 í leik sínum gegn Slovan Bratislava frá Slóvakíu. Það einvígi er því einnig nokkurn veginn útkljáð nema svakalegur viðsnúningur verði í Bosníu í næstu viku. Tapliðin tvö í þessum einvígum, Breiðablik og Zrinjski Mostar að öllum líkindum, detta úr leik í Meistaradeildinni og mætast í undankeppni Evrópudeildarinnar. Höskuldur Gunnlaugsson í leik gegn Zrinskij Mostar árið 2023.vísir Nákvæmlega sama staða og árið 2023 Árið 2023 tapaði Breiðablik stórt gegn FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni, alveg eins og gegn Lech Poznan í gær. Blikar mættu svo Zrinjski Mostar í Evrópudeildinni og töpuðu samanlagt 6-3 eftir hryllilegan fyrri hálfleik í fyrri leiknum en sigur á Kópavogsvelli í seinni leiknum. Breiðablik fór þá í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni og tryggði sér þátttökurétt í riðlakeppninni með 2-0 sigri í einvíginu gegn Struga frá Makedóníu. Viktor Karl skoraði markið sem gulltryggði Breiðabliki sæti í Sambandsdeildinnivísir Breiðablik finnur sig því í sömu sporum og fyrir tveimur árum og á enn góðan séns á sæti í annað hvort Evrópu- eða Sambandsdeildinni. Jafnvel þó Breiðablik tapi næsta einvígi gegn Zrinskij Mostar fara þeir í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni. Ef Blikum tekst hins vegar að vinna væntanlegt einvígi gegn Zrinskij Mostar eru þeir öruggir með sæti í Sambandsdeildinni en fara í umspil upp á sæti í Evrópudeildinni. Sigurvegarinn í því umspili fer í Evrópudeildina, en tapliðið í Sambandsdeildina. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Breiðablik tapaði fyrri leiknum gegn Lech Poznan í gærkvöldi 7-1 og þarf á meiriháttar kraftaverki á Kópavogsvelli að halda í næsta viku ef einvígið á að snúast. Á sama tíma og sá leikur fór fram tapaði bosníska liðið Zrinjski Mostar 4-0 í leik sínum gegn Slovan Bratislava frá Slóvakíu. Það einvígi er því einnig nokkurn veginn útkljáð nema svakalegur viðsnúningur verði í Bosníu í næstu viku. Tapliðin tvö í þessum einvígum, Breiðablik og Zrinjski Mostar að öllum líkindum, detta úr leik í Meistaradeildinni og mætast í undankeppni Evrópudeildarinnar. Höskuldur Gunnlaugsson í leik gegn Zrinskij Mostar árið 2023.vísir Nákvæmlega sama staða og árið 2023 Árið 2023 tapaði Breiðablik stórt gegn FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni, alveg eins og gegn Lech Poznan í gær. Blikar mættu svo Zrinjski Mostar í Evrópudeildinni og töpuðu samanlagt 6-3 eftir hryllilegan fyrri hálfleik í fyrri leiknum en sigur á Kópavogsvelli í seinni leiknum. Breiðablik fór þá í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni og tryggði sér þátttökurétt í riðlakeppninni með 2-0 sigri í einvíginu gegn Struga frá Makedóníu. Viktor Karl skoraði markið sem gulltryggði Breiðabliki sæti í Sambandsdeildinnivísir Breiðablik finnur sig því í sömu sporum og fyrir tveimur árum og á enn góðan séns á sæti í annað hvort Evrópu- eða Sambandsdeildinni. Jafnvel þó Breiðablik tapi næsta einvígi gegn Zrinskij Mostar fara þeir í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni. Ef Blikum tekst hins vegar að vinna væntanlegt einvígi gegn Zrinskij Mostar eru þeir öruggir með sæti í Sambandsdeildinni en fara í umspil upp á sæti í Evrópudeildinni. Sigurvegarinn í því umspili fer í Evrópudeildina, en tapliðið í Sambandsdeildina.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira