Tottenham vill fá fleiri leikmenn frá Real Madrid Hollendingurinn Rafael Van der Vaart hefur slegið í gegn með Tottenham í vetur og nú berast fréttir frá herbúðum Spurs að það sé áhugi í félaginu að ná í annan leikmann til Real Madrid. Enski boltinn 10. október 2010 23:15
Alexandre Pato hefur ekki áhuga á því að fara til Englands Alexandre Pato, leikmaður AC Milan og brasilíska landsliðsins, hefur aðeins áhuga á því að spila fyrir tvö lið í heimi, AC Milan og Barcelona. Fótbolti 10. október 2010 12:00
Pepe: Jose Mourinho er hreinskilinn og jarðbundinn maður Pepe, miðvörður Real Madrid hefur enn á ný látið ánægju sína í ljós með að spila fyrir landa sinn Jose Mourinho en Portúgalinn segir „Hinn sérstaka" krefjast vinnusemi í bæði leikjum og á æfingum. Fótbolti 8. október 2010 14:30
Rafael Benitez sannfærður um að Inter bæti sinn leik Rafael Benitez, þjálfari ítölsku meistarana í Inter, sagði ítölskum blaðamönnum að hann væri sannfærður um að liðið hans gæti bætt sinn leik og að hann gangi glaður til þeirrar vinnu. Fótbolti 8. október 2010 13:30
José Mourinho tilbúinn að selja Kaka Corriere dello Sport heldur því fram í dag að Real Madrid og José Mourinho séu tilbúinn að selja brasilíska landsliðsmaninn Kaka aftur til Ítalíu og mestar líkur eru að þessi 28 ára Brasilíumaður verði seldur til Inter Milan. Fótbolti 6. október 2010 16:00
Messi kominn með gullskó Evrópu í hendurnar Lionel Messi fékk í kvöld afhentan gullskó Evrópu fyrir að vera markahæsti leikmaðurinn á síðasta tímabili. Messi skoraði 34 mörk í spænsku úrvalsdeildinni. Fótbolti 30. september 2010 22:00
Ferdinand: Þetta er góður sigur fyrir sjálfstraustið Rio Ferdinand spilaði við hlið Nemanja Vidic í vörn Manchester United í 1-0 útisigri á Valencia í Meistaradeildinni í kvöld og fyrirliðinn var sáttur með sigurinn í leikslok. Fótbolti 29. september 2010 21:40
Ferguson: Varamennirnir komu með kraft og hraða inn í leikinn „Þetta eru frábær úrslit fyrir okkur. Það er ekki auðvelt að koma hingað og við erum mjög ánægðir með sigurinn," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United eftir 1-0 útisigur á Valencia í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 29. september 2010 21:33
Rafael van der Vaart: Mjög skrýtinn leikur fyrir mig Rafael van der Vaart, Hollendingurinn snjalli hjá Tottenham, fékk að upplifa allan tilfinningaskalann í leik Tottenham og Twewnte á White Hart Lane í kvöld. Tottenham vann leikinn 4-1 þrátt fyrir að Hollendingurin hafi verið rekinn útaf á 61. mínútu. Fótbolti 29. september 2010 21:14
Tottenham og Manchester United unnu bæði í Meistaradeildinni Javier Hernández tryggði Manchester United 1-0 sigur á Valencia á Spáni í Meistaradeildinni í kvöld en sigurmarkið hans kom fimm mínútum fyrir leikslok. Tottenham vann á sama tíma sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í kvöld þegar liðið vann Twente 4-1 þar sem norski dómarinn Terje Hauge dæmdi þrjú víti á hollenska liðið. Fótbolti 29. september 2010 20:35
Enginn Ítali í síðustu sex byrjunarliðum Inter í Meistaradeildinni Ítalska liðið Internazionale Milano mætir Werder Bremen í Meistaradeildinni í kvöld og stillti enn á ný upp byrjunarliði sem inniheldur ekki heimamann. Fótbolti 29. september 2010 19:15
Barcelona náði aðeins jafntefli í Rússlandi - Messi spilaði Barcelona náði aðeins 1-1 jafntefli á móti Rubin Kazan í leik liðanna í D- riðli Meistaradeildarinnar í dag en leikurinn fór fram á undan öðrum leikjum dagsins vegna tímamismunar í Rússlandi. Fótbolti 29. september 2010 18:18
Sjálfstraustið í botni hjá Nani þessa dagana Portúgalinn Nani hefur komið sterkur inn í lið Man. Utd síðan Antonio Valencia meiddist illa. Hann segist vera fullur sjálfstrausts sem hann ætlar að koma með inn í leikinn gegn Valencia í kvöld. Fótbolti 29. september 2010 10:30
Carlo Ancelotti: Við hefðum átt að vera meira með boltann Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, sá sína menn vinna 2-0 sigur á frönsku meisturnum í Marseille í kvöld. Chelsea skoraði bæði mörkin sín á fyrsta hálftímanum en átti nokkuð undir vök að verjast í seinni hálfleiknum. Fótbolti 28. september 2010 21:15
Arsene Wenger: Þetta var spurning um að hafa þolinmæðina Arsene Wenger, stjóri Arsenal var sáttur eftir 3-1 útisigur Arsenal á Partizan Belgrad í Meistaradeildinni í kvöld. Arsenal komst í 1-0, klikkaði á víti í stöðunni 1-1 en náði að skora tvö mörk eftir að Partizan missti mann útaf. Fótbolti 28. september 2010 21:01
Chelsea og Arsenal í góðum málum í Meistaradeildinni Ensku liðin Chelsea og Arsenal eru í góðum málum í Meistaradeildinni eftir sigra í kvöld. Real Madrid er einnig með fullt hús eftir tvo leiki þökk sé síðbundu sigurmarki frá Argentínumanninum Ángel Di María. Bastian Schweinsteiger tryggði Bayern Munchen síðan 2-1 útisigur á Basel eftir að þýsku meistararnir lentu undir í leiknum. Fótbolti 28. september 2010 20:37
Mata vildi skipta á treyju við Giggs Juan Mata, vængmaður Valencia, er afar svekktur að Ryan Giggs skuli ekki spila með Man. Utd á morgun gegn Valencia í Meistaradeildinni. Fótbolti 28. september 2010 15:30
Franska þjóðin fylgist með Anelka í kvöld Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur fulla trú á því að Frakkinn Nicolas Anelka geti leitt Chelsea til sigurs gegn Marseille í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 28. september 2010 10:00
Wayne Rooney verður ekki með á móti Valencia Wayne Rooney verður ekki með Manchester United í Meistaradeildinni í vikunni en liðið er á leiðinni til Valencia á Spáni þar sem liðið mætir heimamönnum á miðvikudaginn. Rooney er meiddur á ökkla samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Enski boltinn 27. september 2010 17:15
Almunia spilar ekki gegn Partizan Manuel Almunia mun ekki standa í marki Arsenal gegn Partizan Belgrad í Meistaradeildinni þar sem hann er slæmur í olnboganum. Lukasz Fabianski mun því verja mark Arsenal í leiknum. Fótbolti 27. september 2010 14:30
Lampard ekki með Chelsea á morgun Það er enn nokkuð í það að Frank Lampard spili aftur með Chelsea. Félagið staðfesti það í dag og hann spilar því ekki með liðinu í Meistaradeildinni á morgun gegn Marseille. Fótbolti 27. september 2010 12:14
Kærasta Iker Casillas segir Ronaldo vera sjálfselskan Sara Carbonero, kærasta Iker Casillas, fyrirliða Real Madrid og spænska landsliðsins, ætlar að leggja það í vana að komast í fréttirnar vegna tengsla sinna við spænska landsliðsmarkvörðinn. Fótbolti 21. september 2010 23:00
Sölvi missir líklega af báðum leikjum FCK gegn Barcelona Allar líkur eru á því að Sölvi Geir Ottesen missi af báðum leikjum FC Kaupmannahafnar gegn spænska stórliðinu FC Barcelona í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 21. september 2010 16:15
Mourinho: Minn ferill verður jafnlangur og hjá Ferguson Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, var eins og vanalega í essinu sínu þegar hann mætti á blaðamannafund á Santiago Bernabeu í dag en þar talaði hann um að fá að þjálfa spænska stórliðið væri eins og að komast til tunglsins. Fótbolti 20. september 2010 21:45
Fabregas ætlar að koma til baka eftir tvær vikur Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, segist stefna á það að vera byrjaður aftur að spila eftir tvær vikur en hann meiddist aftan í læri í jafnteflisleiknum á móti Sunderland um helgina. Enski boltinn 20. september 2010 20:00
David Villa: Guardiola uppfyllir allar mínar væntingar David Villa líkar lífið vel í Barcelona en spænski landsliðsframherjinn opnaði markareikning sinn í Meistaradeildinni í 5-1 sigri á Panathinaikos á þriðjudagskvöldið. Fótbolti 16. september 2010 17:00
Arigo Sacchi segir Zlatan Ibrahimovic að læra mannasiði Zlatan Ibrahimovic var fljótur að breytast úr hetju í skúrk í sjónvarpsþætti eftir 2-0 sigur AC Milan á Auxerre í Meistaradeildinni í gær en Svíinn skoraði bæði mörk AC Milan í leiknum. Fótbolti 16. september 2010 15:30
Wenger: Fábregas spilar hreinlega í annarri vídd Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var að sjálfsögðu mjög ánægður með Cesc Fábregas eftir 6-0 sigur liðsins á portúgalska liðinu Braga í Meistaradeildinni. Fábregas skoraði tvö mörk og átti einnig tvær stoðsendingar á félaga sína. Enski boltinn 16. september 2010 14:00
Lehmann á heima í Prúðuleikurunum eða á hæli Tim Wiese, markvörður Werder Bremen, segir að það sé ekki að marka það sem Jens Lehmann lætur frá sér. Fótbolti 15. september 2010 23:23
Anelka sendi franska knattspyrnusambandinu tóninn Nicolas Anelka notaði tækifærið í kvöld og sendi franska knattspyrnusambandinu tóninn þegar hann skoraði fyrra mark sitt í 4-0 sigri Chelsea á MSK Zilina í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 15. september 2010 23:11
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti