Chelsea gerði jafntefli á Spáni en Arsenal vann - öll úrslit kvöldsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. september 2011 16:07 Juan Mata sækir gegn sínum gömlu félögum í Valencia í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Chelsea og Valencia gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í Meistaradeild Evrópu en Arsenal vann kærkominn sigur á Olympiakos á heimavelli sínum, 2-1. Barcelona og AC Milan unnu bæði þægilega sigra í H-riðli en Þýskalandsmeistarar Dortmund lentu í miklum vandræðum í Frakklandi þar sem liðið steinlá fyrir Marseille, 3-0. Fyrri hálfleikur Chelsea og Valencia olli vonbrigðum en bæði lið fengu þó bæði sín færi. Chelsea byrjaði svo mun betur í síðari hálfleik og var það aðeins markverðinum Diego Alves að þakka að Chelsea komst ekki yfir. Alves varði glæsilega í tvígang frá Fernando Torres sem og Ramires. En hann gat þó ekki komið í veg fyrir hnitmiðað skot Frank Lampard sem kom Chelsea yfir á 56. mínútu eftir fyrirgjöf Florent Malouda. Valencia sótti í sig veðrið eftir þetta og uppskáru sanngjarnt jöfnunarmark þegar að hendi var dæmd á varamanninn Salomon Kalou, sem var þá nýkominn inn á fyrir Frank Lampard. Roberto Soldado skoraði úr vítspyrnunni. Nicolas Anelka fékk svo dauðafæri til að tryggja Chelsea sigurinn en enn og aftur var markvörður Valencia, Diego Alves, vel á verði. Þegar dómari leiksins, Nicola Rizzoli frá Ítalíu, flautaði leikinn af voru leikmenn Chelsea afar ósáttir þar sem þeir áttu þá eftir að taka aukaspyrnu á vallarhelmingi Valencia. Fengu þeir Juan Mata, sem var að spila á sínum gamla heimavelli í kvöld, og Ashley Cole að líta gula spjaldið fyrir mótmæli sín. Arsenal vann nauman sigur á Olympiakos frá Grikklandi en öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Alex Oxlade-Chamberlain kom liðinu yfir í upphafi leiks en André Santos tvöfaldaði forystuna stuttu síðar. Grikkirnir létu þó líka mikið að sér kveða en Mikel Arteta náði að verja á marklínu Arsenal í stöðunni 1-0. Þeir náðu svo að minnka muninn með marki David Fuster á 27. mínútu eftir slakan varnarleik hjá heimamönnum. Bæði lið héldu áfram að sækja eftir þetta en ekki urðu mörkin fleiri. Síðari hálfleikur reyndist ekki eins fjörlegur og var Arsene Wenger, stjóra Arsenal sem var í banni í kvöld, greinilega létt í leikslok. Zlatan Ibrahimovic lék með AC Milan á ný eftir meiðsli í kvöld og skoraði ásamt Antonio Cassano í 2-0 sigri á Viktoria Plzen. Þá fóru Börsungar hamförum í Hvíta-Rússlandi með 5-0 sigri á BATE Borisov þar sem Lionel Messi skoraði tvö mörk.Úrslit og markaskorarar kvöldsins:E-riðill:Valencia - Chelsea 1-1 0-1 Frank Lampard (56.), 1-1 Roberto Soldado, víti (87.).Bayer Leverkusen - Genk 2-0 1-0 Lars Bender (30.), 2-0 Michael Ballack (91.).F-riðill:Arsenal - Olympiacos 2-1 1-0 Alex Oxlade-Chamberlain (8.), 2-0 André Santos (20.), 2-1 David Fuster (27.).Marseille - Dortmund 3-0 1-0 André Ayew (20.), 2-0 Loïc Rémy (62.), 3-0 André Ayew, víti (69.).G-riðill:Zenit - Porto 3-1 0-1 James Rodriguez (10.), 1-1 Roman Shirokov (20.), 2-1 Roman Shirokov (63.), 3-1 Danny (72.).Shakhtar Donetsk - Apoel Nicosia 1-1 1-0 Ivan Trickovski (61.), 2-0 Jadson (64.)H-riðill:Bate Borisov - Barcelona 0-2 0-1 Aleksandr Volodko, sjálfsmark (19.), 0-2 Pedro (22.), 0-3 Lionel Messi (38.), 0-4 Lionel Messi (55.), 0-5 David Villa (90.).AC Milan - Viktoria Plzen 2-0 1-0 Zlatan Ibrahimovic, víti (53.), 2-0 Antonio Cassano (66.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira
Chelsea og Valencia gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í Meistaradeild Evrópu en Arsenal vann kærkominn sigur á Olympiakos á heimavelli sínum, 2-1. Barcelona og AC Milan unnu bæði þægilega sigra í H-riðli en Þýskalandsmeistarar Dortmund lentu í miklum vandræðum í Frakklandi þar sem liðið steinlá fyrir Marseille, 3-0. Fyrri hálfleikur Chelsea og Valencia olli vonbrigðum en bæði lið fengu þó bæði sín færi. Chelsea byrjaði svo mun betur í síðari hálfleik og var það aðeins markverðinum Diego Alves að þakka að Chelsea komst ekki yfir. Alves varði glæsilega í tvígang frá Fernando Torres sem og Ramires. En hann gat þó ekki komið í veg fyrir hnitmiðað skot Frank Lampard sem kom Chelsea yfir á 56. mínútu eftir fyrirgjöf Florent Malouda. Valencia sótti í sig veðrið eftir þetta og uppskáru sanngjarnt jöfnunarmark þegar að hendi var dæmd á varamanninn Salomon Kalou, sem var þá nýkominn inn á fyrir Frank Lampard. Roberto Soldado skoraði úr vítspyrnunni. Nicolas Anelka fékk svo dauðafæri til að tryggja Chelsea sigurinn en enn og aftur var markvörður Valencia, Diego Alves, vel á verði. Þegar dómari leiksins, Nicola Rizzoli frá Ítalíu, flautaði leikinn af voru leikmenn Chelsea afar ósáttir þar sem þeir áttu þá eftir að taka aukaspyrnu á vallarhelmingi Valencia. Fengu þeir Juan Mata, sem var að spila á sínum gamla heimavelli í kvöld, og Ashley Cole að líta gula spjaldið fyrir mótmæli sín. Arsenal vann nauman sigur á Olympiakos frá Grikklandi en öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Alex Oxlade-Chamberlain kom liðinu yfir í upphafi leiks en André Santos tvöfaldaði forystuna stuttu síðar. Grikkirnir létu þó líka mikið að sér kveða en Mikel Arteta náði að verja á marklínu Arsenal í stöðunni 1-0. Þeir náðu svo að minnka muninn með marki David Fuster á 27. mínútu eftir slakan varnarleik hjá heimamönnum. Bæði lið héldu áfram að sækja eftir þetta en ekki urðu mörkin fleiri. Síðari hálfleikur reyndist ekki eins fjörlegur og var Arsene Wenger, stjóra Arsenal sem var í banni í kvöld, greinilega létt í leikslok. Zlatan Ibrahimovic lék með AC Milan á ný eftir meiðsli í kvöld og skoraði ásamt Antonio Cassano í 2-0 sigri á Viktoria Plzen. Þá fóru Börsungar hamförum í Hvíta-Rússlandi með 5-0 sigri á BATE Borisov þar sem Lionel Messi skoraði tvö mörk.Úrslit og markaskorarar kvöldsins:E-riðill:Valencia - Chelsea 1-1 0-1 Frank Lampard (56.), 1-1 Roberto Soldado, víti (87.).Bayer Leverkusen - Genk 2-0 1-0 Lars Bender (30.), 2-0 Michael Ballack (91.).F-riðill:Arsenal - Olympiacos 2-1 1-0 Alex Oxlade-Chamberlain (8.), 2-0 André Santos (20.), 2-1 David Fuster (27.).Marseille - Dortmund 3-0 1-0 André Ayew (20.), 2-0 Loïc Rémy (62.), 3-0 André Ayew, víti (69.).G-riðill:Zenit - Porto 3-1 0-1 James Rodriguez (10.), 1-1 Roman Shirokov (20.), 2-1 Roman Shirokov (63.), 3-1 Danny (72.).Shakhtar Donetsk - Apoel Nicosia 1-1 1-0 Ivan Trickovski (61.), 2-0 Jadson (64.)H-riðill:Bate Borisov - Barcelona 0-2 0-1 Aleksandr Volodko, sjálfsmark (19.), 0-2 Pedro (22.), 0-3 Lionel Messi (38.), 0-4 Lionel Messi (55.), 0-5 David Villa (90.).AC Milan - Viktoria Plzen 2-0 1-0 Zlatan Ibrahimovic, víti (53.), 2-0 Antonio Cassano (66.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira