Dramatík á Old Trafford - City og Ajax töpuðu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. september 2011 17:33 Kolbeinn Sigþórsson. Nordic Photos / Getty Images Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn fyrir Ajax sem tapaði fyrir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Manchester-liðin United og City lentu í miklum vandræðum í sínum leikjum. Manchester United gerði óvænt 3-3 jafntefli við Basel á heimavelli sínum á meðan að City tapaði fyrir Bayern München í Þýskalandi, 2-0. Kolbeinn lék í fremstu víglínu með Ajax en fékk eðlilega úr litlu að moða. Þeir hollensku áttu þó nokkrar ágætar rispur í upphafi leiksins og Kolbeinn átti skot að marki snemma leiks sem fór yfir. Fljótlega eftir það tóku Madrídingar öll völd í leiknum. Cristiano Ronaldo kom þeim yfir eftir glæsilega sókn um miðbik hálfleiksins og Kaka fylgdi á eftir stuttu síðar með laglegu skoti. Karim Benzema gerði svo út um leikinn í upphafi seinni hálfleiks og gerðist lítið í leiknum eftir það. Ajax fékk ágætt færi þegar að fyrirliðinn og varnarmaðurinn Jan Verthongen átti skalla að marki eftir aukaspyrnu Christian Eriksen. Iker Casillas varði hins vegar vel frá honum. Danny Welbeck kom United í 2-0 forystu snemma leiks á Old Trafford með tveimur mörkum á tveimur mínútum og virtist sem svo að United myndi vinna öruggan sigur. Basel tók hins vegar leikinn í sínar hendur í seinni hálfleik og skoraði þá þrjú mörk í röð. Sannarlega ótrúlegur viðsnúningur en það verður að segjast að varnarleikur Manchester United virkaði alls ekki sannfærandi í kvöld. Ashley Young bjargaði stigi fyrir United með skallamarki á 90. mínútu og Welbeck átti hættulegan skalla að marki í uppbótartíma sem fór þó hárfínt fram hjá marki Basel. Mario Gomez skoraði bæði mörk Bayern gegn City í kvöld en þeir þýsku höfðu talsverða yfirburði í leiknum og virðast ógnarsterkir. Úrslit og marakskorara má sjá hér fyrir neðan:A-riðill:Bayern München - Manchester City 2-0 1-0 Mario Gomez (38.), 2-0 Mario Gomez (45.).Napoli - Villarreal 2-0 1-0 Marek Hamšík (14.), 2-0 Edinson Cavani, víti (17.).B-riðill:CSKA Moskva - Inter 2-3 0-1 Lúcio (6.), 0-2 Giampaolo Pazzini (23.), 1-2 Alan Dzagoev (48.), 2-2 Vágner Love (77.), 2-3 Mauro Zárate (78.).Trabzonspor - Lille 1-1 0-1 Moussa Sow (31.), 1-1 Gustavo Colman (75.).C-riðill:Manchester United - Basel 3-3 1-0 Danny Welbeck (16.), 2-0 Danny Welbeck (17.), 2-1 Fabian Frei (58.), 2-2 Alexander Frei (60.), 2-3 Alexander Frei (76.), 3-3 Ashley Young (90.).Otelul Galati - Benfica 0-1 0-1 Bruno César (40).D-riðill:Lyon - Dinamo Zagreb 2-0 1-0 Bafetimbi Gomis (23.), 2-0 Bakari Koné (42.).Real Madrid - Ajax 3-0 1-0 Cristiano Ronaldo (25.), 2-0 Kaká (41.), 3-0 Karim Benzema (49.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn fyrir Ajax sem tapaði fyrir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Manchester-liðin United og City lentu í miklum vandræðum í sínum leikjum. Manchester United gerði óvænt 3-3 jafntefli við Basel á heimavelli sínum á meðan að City tapaði fyrir Bayern München í Þýskalandi, 2-0. Kolbeinn lék í fremstu víglínu með Ajax en fékk eðlilega úr litlu að moða. Þeir hollensku áttu þó nokkrar ágætar rispur í upphafi leiksins og Kolbeinn átti skot að marki snemma leiks sem fór yfir. Fljótlega eftir það tóku Madrídingar öll völd í leiknum. Cristiano Ronaldo kom þeim yfir eftir glæsilega sókn um miðbik hálfleiksins og Kaka fylgdi á eftir stuttu síðar með laglegu skoti. Karim Benzema gerði svo út um leikinn í upphafi seinni hálfleiks og gerðist lítið í leiknum eftir það. Ajax fékk ágætt færi þegar að fyrirliðinn og varnarmaðurinn Jan Verthongen átti skalla að marki eftir aukaspyrnu Christian Eriksen. Iker Casillas varði hins vegar vel frá honum. Danny Welbeck kom United í 2-0 forystu snemma leiks á Old Trafford með tveimur mörkum á tveimur mínútum og virtist sem svo að United myndi vinna öruggan sigur. Basel tók hins vegar leikinn í sínar hendur í seinni hálfleik og skoraði þá þrjú mörk í röð. Sannarlega ótrúlegur viðsnúningur en það verður að segjast að varnarleikur Manchester United virkaði alls ekki sannfærandi í kvöld. Ashley Young bjargaði stigi fyrir United með skallamarki á 90. mínútu og Welbeck átti hættulegan skalla að marki í uppbótartíma sem fór þó hárfínt fram hjá marki Basel. Mario Gomez skoraði bæði mörk Bayern gegn City í kvöld en þeir þýsku höfðu talsverða yfirburði í leiknum og virðast ógnarsterkir. Úrslit og marakskorara má sjá hér fyrir neðan:A-riðill:Bayern München - Manchester City 2-0 1-0 Mario Gomez (38.), 2-0 Mario Gomez (45.).Napoli - Villarreal 2-0 1-0 Marek Hamšík (14.), 2-0 Edinson Cavani, víti (17.).B-riðill:CSKA Moskva - Inter 2-3 0-1 Lúcio (6.), 0-2 Giampaolo Pazzini (23.), 1-2 Alan Dzagoev (48.), 2-2 Vágner Love (77.), 2-3 Mauro Zárate (78.).Trabzonspor - Lille 1-1 0-1 Moussa Sow (31.), 1-1 Gustavo Colman (75.).C-riðill:Manchester United - Basel 3-3 1-0 Danny Welbeck (16.), 2-0 Danny Welbeck (17.), 2-1 Fabian Frei (58.), 2-2 Alexander Frei (60.), 2-3 Alexander Frei (76.), 3-3 Ashley Young (90.).Otelul Galati - Benfica 0-1 0-1 Bruno César (40).D-riðill:Lyon - Dinamo Zagreb 2-0 1-0 Bafetimbi Gomis (23.), 2-0 Bakari Koné (42.).Real Madrid - Ajax 3-0 1-0 Cristiano Ronaldo (25.), 2-0 Kaká (41.), 3-0 Karim Benzema (49.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira