Leikjavísir

Leikjavísir

Leikjavísir skoðar helstu leikina, nýjustu stiklurnar og almennt fjör.

Fréttamynd

Quiz Up vinsælast í 30 löndum

Spurningaleikurinn Quiz Up er eitt vinsælasta smáforrit heims um þessar mundir. Leikurinn er í þriðja sæti í flokki ókeypis smáforrita á Bandaríkjamarkaði. "Algjört ævintýri,“ segir forstjóri Plain Vanilla sem framleiðir leikinn. Þessi uppgangur leiksins er ævintýri líkast.

Leikjavísir
Fréttamynd

Í sjötta sæti á App Store

Íslenski spurningaleikurinn QuizUp sem kom á markað í gær er einungis einu sæti á eftir Candy Crush á lista App Store í Bandaríkjunum, en þann leik þekkja margir Íslendingar.

Leikjavísir
Fréttamynd

Íslenskur spurningaleikur kynntur í New York

Útgáfuhóf var haldið í New York í gær fyrir QuizUp spurningaleikinn sem kemur út á morgun. Leikurinn verður stærsti spurningaleikur í heimi með á annað hundruð þúsund spurningar í tæplega 300 flokkum. Það er íslenska tölvuleikjafyrirtækið Plain Vanilla sem þróaði leikinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Leikjavísir
Fréttamynd

Tíundi Call of duty leikurinn kemur út í kvöld

Leikurinn Call of Duty: Ghosts fer í sölu í kvöld, en hann er sá tíundi í leikjaseríunni sem spiluð er af 40 milljón manns í hverjum mánuði. Leikurinn býður upp á nýja sögulínu í Call of Duty heiminum og gerist hann í náinni framtíð.

Leikjavísir
Fréttamynd

Fyrsta auglýsingin fyrir PlayStation 4

Fyrsta auglýsingin fyrir PlayStation 4 leikjatölvuna hefur litið dagsins ljós. Leikjatölvan kemur út þann 15. nóvember næstkomandi og er ríkir talsverð eftirvænting meðal leikjatölvuunnenda.

Leikjavísir
Fréttamynd

Grand Theft Auto yfir milljarð dala

Sala á tölvuleiknum Grand Theft Auto 5 hefur slegið öll met. Sölutekjur leiksins hafa nú þegar náð einum milljarði dala og nær þeim áfanga hraðar en nokkur annar tölvuleikur sem framleiddur hefur verið.

Erlent
Fréttamynd

121 milljarður á fyrsta mánuðinum

Dýrasti tölvuleikur frá upphafi, Grand Theft Auto 5, kom út á þriðjudaginn eftir að hafa verið fimm ár í framleiðslu. Það kostaði framleiðandann, Rock Star Games, 265 milljónir dollara að búa leikinn til, eða um 32 milljarða króna.

Leikjavísir
Fréttamynd

Vann alþjóðlega forritunarkeppni

Kjartan Örn Styrkársson, 11 ára, bar sigur úr býtum í alþjóðlegri forritunarkeppni og hlýtur að launum 365 þúsund krónur frá bandaríska tölvufyrirtækinu Microsoft.

Innlent
Fréttamynd

CCP kynnir nöturlegan heim World of Darkness

Það eru ekki aðeins tölvuleikirnir DUST 514 og EVE Online sem skipa heiðursess á Fanfest, árlegri hátíð tölvuleikjaframleiðandans CCP. Fyrirtækið nýtti tækifærið í dag til að fara yfir nýjustu tíðindi af þróun vampíruleiksins World of Darkness.

Leikjavísir
Fréttamynd

Ég er nettur egóisti

Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Rhein-Neckar Löwen, hefur komið sterkur inn í þýsku deildina. Kann að spila handbolta en kann ekki á þvottavél. Stefnir á stórt hlutverk með landsliðinu.

Leikjavísir