
Freddi verður einnig verslun. „Já, við munum starfrækja verslun á neðri hæðinni. Við munum selja og kaupa gömul leikföng, verðum með plaggöt og „vintage“ hljómsveitarboli,“ segir Geoffrey og bætir við:
„Auk þess munum við selja íslenska hönnum, eins oig til dæmis myndasögu slaufur sem eru hannaðar af Lindu Róbert og eru gífurlega vinsælar.“
Á efri hæð Fredda verða herbergin með PlayStation tölvunum, sem eru hugsuð til þess að spila Fifa 15 og aðra vinsæla PlayStation-leiki.
„Við erum að vinna að því að ljúka öllum framkvæmdum innanhúss. Við opnum þegar þeirri vinnu er lokið. Nákvæm dagsetning liggur ekki alveg fyrir, en það er alls ekki langt í opnunina.“

Freddi var afar vinsæll á sínum tíma. Freddi var til dæmsi til húsa í Aðalstræti, Tryggvagötu og Hafnarstræti. Árið 1993 voru spilakassarnir í Fredda orðnir yfir fjörutíu talsins.
Salurinn naut mikilla vinsælda á sínum tíma og munu eflaust margir fyrrum fastagestir staðarins taka enduropnuninni opnum örmum. Ýmsar uppákomur voru haldnar í tengslum við Fredda, til dæmis var efnt til keppni í NBA Jam, hinum sígilda körfuboltaleik, árið 1993. Sigurvegarinn fékk ferð til Bandaríkjanna þar sem farið var á leik í NBA-deildinni.
Með fréttinni má einnig sjá nýtt merki staðarins sem Geoffrey hannaði. Auk þess sem sjá má færslur af Facebook-síðu Fredda.

