Microsoft kaupir Minecraft fyrir 300 milljarða Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. september 2014 14:15 Minecraft verður áfram í boði á iOS og Android tækjum eftir kaupin. Leikurinn hefur ekki verið í boði á Windows Phone tækjum. Microsoft hefur tilkynnt um kaup á tölvuleikjaframleiðandanum Mojang, framleiðanda tölvuleiksins Minecraft. Sögusagnir þess efnis hafa gengið á netinu síðan í síðustu viku en hugbúnaðarrisinn staðfesti kaupin í dag. Microsoft þarf að punga út 2,5 milljörðum dala, jafnvirði tæplega 297 milljarða íslenskra króna, fyrir fyrirtækið. Gert er ráð fyrir því að kaupin gangi í gegn fyrir árslok. „Minecraft hjálpar til við að gera leikjaflóruna hjá okkur fjölbreyttari og hjálpar okkur að ná til nýrra spilara á mismunandi leikjatölvum,“ er haft eftir Phil Spencer, sem stjórnar Xbox-deildinni hjá Microsoft, í tilkynningu. Höfundur Minecraft, Markus Persson, fylgir fyrirtækinu ekki yfir til Microsoft en samkvæmt talsmanni Mojang hefur hann ekki áhuga á að eiga eða taka þátt í jafn stóru fyrirtæki og Mojang varð eftir að Minecraft sló í gegn. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Microsoft gaf út eftir að kaupin voru tilkynnt. Leikjavísir Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Microsoft hefur tilkynnt um kaup á tölvuleikjaframleiðandanum Mojang, framleiðanda tölvuleiksins Minecraft. Sögusagnir þess efnis hafa gengið á netinu síðan í síðustu viku en hugbúnaðarrisinn staðfesti kaupin í dag. Microsoft þarf að punga út 2,5 milljörðum dala, jafnvirði tæplega 297 milljarða íslenskra króna, fyrir fyrirtækið. Gert er ráð fyrir því að kaupin gangi í gegn fyrir árslok. „Minecraft hjálpar til við að gera leikjaflóruna hjá okkur fjölbreyttari og hjálpar okkur að ná til nýrra spilara á mismunandi leikjatölvum,“ er haft eftir Phil Spencer, sem stjórnar Xbox-deildinni hjá Microsoft, í tilkynningu. Höfundur Minecraft, Markus Persson, fylgir fyrirtækinu ekki yfir til Microsoft en samkvæmt talsmanni Mojang hefur hann ekki áhuga á að eiga eða taka þátt í jafn stóru fyrirtæki og Mojang varð eftir að Minecraft sló í gegn. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Microsoft gaf út eftir að kaupin voru tilkynnt.
Leikjavísir Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira