Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Ná þurfi hjarðónæmi með því að láta veiruna ganga

Sóttvarnalæknir telur að nú verði að reyna að ná fram hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta hana ganga áfram, en reyna að koma í veg fyrir alvarleg veikindi með því að hlífa viðkvæmum hópum. Hann segir markmiðið á þessum tímapunkti ekki geta verið að útrýma veirunni úr samfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Hverjum er ekki treystandi fyrir heilbrigðismálum?

Undanfarin 30 hefur Sjálfstæðisflokkurinn setið í ríkisstjórn í 26 ár. Þar af hefur flokkurinn ráðið fjármálaráðuneytinu í 25 ár. Allan þennan tíma hefur verið rekin sveltistefna gagnvart opinberri þjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Ólympíukúlan virðist hafa haldið

Svo virðist sem að sóttvarnarkúlan sem sett var upp í kringum ólympíuleikana í Tókýó í Japan hafi haldið. Fyrir leikana voru uppi miklar áhyggjur um Covid-19 myndi leika ólympíuleikana grátt.

Erlent
Fréttamynd

Erfitt að auka framleiðni í miðjum heimsfaraldri

Ólíklegt er að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi náð að auka framleiðni sína í heimsfaraldri, segir framkvæmdastjóri á Landspítalanum. Gagnrýni fjármálaráðherra um skort á framleiðni hafi ekki verið ósanngjörn en að staðan sé þrengri nú en hún hafi nokkurn tímann verið.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum frekar að fylgja svart­sýnni spánni“

Staðan á Landspítalanum er heldur tekin að líkjast svartsýnni hluta spálíkans um innlagnir og sjúklinga á gjörgæslu, að mati yfirlæknis. Landspítalinn áætlar að um fimm þúsund manns muni smitast af kórónuveirunni á næstu sex vikum.

Innlent
Fréttamynd

Ástandið á Landspítala hafi versnað

Læknaráð Landspítala skorar á stjórnvöld að slá skjaldborg um starfsemi spítalans.  Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknaráðs, sendi frá sér ályktun í dag fyrir hönd stjórnar Læknaráðs vegna alvarlegrar stöðu spítalans í fimmtu bylgju Covid-19 faraldursins

Innlent
Fréttamynd

119 greindust smitaðir í gær

Að minnsta kosti 119 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Ekki liggur fyrir hve margir þeirra voru bólusettir en þær tölur eru nú uppfærðar á covid.is fyrir klukkan 16 alla daga.

Innlent
Fréttamynd

Úr ellefu í hundrað þúsund daglegra greininga á sex vikum

Fleiri en hundrað þúsund manns greinast smitaðir af Covid-19 í Bandaríkjunum á degi hverjum að meðaltali. Nýja kórónuveiran dreifist hratt meðal óbólusettra þar í landi og þá sérstaklega í Suðurríkjunum þar sem heilbrigðisstarfsmenn eru sagðir undir gífurlegu álagi.

Erlent
Fréttamynd

Smit á hjúkrunarheimili á Egilsstöðum

Allir starfsmenn og íbúar á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum hafa verið skimaðir eftir að starfsmaður á heimilinu greindist smitaður af Covid-19. Þeir eru taldir hafa verið útsettir fyrir smiti hafa verið settir í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum

Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar.

Innlent
Fréttamynd

Fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins vegna faraldursins

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað að fresta landsfundi flokksins sem átti að fara fram síðustu helgina í ágúst um óákveðinn tíma. Þetta er í þriðja skiptið á innan við ári sem landsfundi er frestað vegna kórónuveirufaraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Vill takmarka frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu

Takmarka ætti að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu gegn Covid-19 til umgengni við annað fólk, að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir ekki hægt að grípa til sömu aðgerða og við upphaf faraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Skima, skima, skima!

Nýjasta bylgja COVID er gríðarleg vonbrigði og kom fólki í opna skjöldu. Bylgjan skall á af áður óþekktum þunga aðeins fjórum vikum eftir að ríkisstjórnin fagnaði sigri og óskaði landsmönnum gleðilegs sumars og frelsis.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun.

Innlent
Fréttamynd

Vilja ná til óbólusettra

Katrín Jakobsdótir forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin vilji ná betur til þeirra einstaklinga sem hafi ekki þegið bólusetningu vegna Covid-19, með það að markmiði reyna að fá viðkomandi í bólusetningu.

Innlent
Fréttamynd

Að búa í samfélagi

Síðustu mánuði hefur heimsfaraldurinn gjörbreytt flestu sem við teljum eðlilegt. Ný og óþekkt veira setti daglegt líf í uppnám og neyddi stjórnvöld tímabundið í sársaukafullar ráðstafanir til að verja líf og heilsu fólks. Markmiðið var skýrt í upphafi: Að draga úr hættu á alvarlegum veikindum og dauðsföllum auk þess að forða heilbrigðiskerfinu frá ofurálagi, líkt og raungerðist víða í nágrannalöndum okkar.

Skoðun
Fréttamynd

103 greindust smitaðir af veirunni í gær

Að minnsta kosti 103 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Ekki liggur fyrir hve margir þeirra voru bólusettir en þær tölur eru nú uppfærðar á covid.is fyrir klukkan 16 alla daga. 

Innlent
Fréttamynd

„Spurningin er: Ætla ég að neita barninu mínu um þessa vernd?“

Prófessor í barnalækningum segir að afleiðingar Covid-veikinda fyrir börn séu mun alvarlegri en aukaverkanir bólusetninga. Hann segir nýlegar rannsóknir benda til þess að bólusetningar barna gegn Covid gangi vel en skilur hins vegar að foreldrar séu hikandi þegar kemur að bólusetningum.

Innlent