Segir ósamræmi í stefnu ríkisstjórnar og menntamálaráðherra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. ágúst 2021 22:03 Þorbjörg Sigríður situr á þingi fyrir Viðreisn og á sæti í allsherjar- og menntamálanefnd. Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í allsherjar- og menntmálanefnd þingsins, er gagnrýnin á Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, vegna óljósra skilaboða um hvernig skólahaldi verður háttað í haust. „Það eru fimm dagar síðan menntamálaráðherra kom fyrir allsherjar-og menntamálanefnd að minni ósk. Tilefnið var þögn ríkisstjórnarinnar um skipulag skólastarfs, fyrst og fremst hvernig ætti að haga því vegna sóttvarnaráðstafana. Mér fannst þess vegna miklu skipta að menntamálaráðherra gerði grein fyrir því hvernig áætlun stjórnvalda liti út þegar aðeins voru um þrjár vikur í að skólarnir í landinu áttu að byrja; hvert planið var til að tryggja skólavist barna, starfsumhverfi kennara og annars starfsfólks,“ skrifar Þorbjörg Sigríður á Facebook-síðu sinni. Hún segir Lilju hafa á fundinum tjáð sig um að engar takmarkanir yrðu og skólahald með eðlilegum hætti. Í samtali við fréttastofu þann 3. ágúst sagði Lilja að stefnt væri að því að hægt væri að hefja takmarkalaust skólahald í haust. Nú er hins vegar útlit fyrir að svo verði ekki. Aðgerðir innanlands hafa verið framlengdar um tvær vikur og gilda því nú til 27. ágúst en áður en það var ákveðið giltu þær til 13. ágúst. Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar kom fram að gert væri ráð fyrir að skólastarf yrði háð sömu takmörkunum og samfélagið allt, ef frá er talin grímuskylda, þar sem yngri nemendur munu ekki þurfa að bera grímu. Þannig myndu 200 manna samkomutakmarkanir og eins metra nándarregla gilda í skólum. Þorbjörg Sigríður segir Lilju í engu hafa svarað spurningum um hvernig hægt væri að ráðast í takmarkalaust skólahald í haust og bætir því við að fulltrúar Kennarasambands Íslands hafi einnig setið fundinn og fengið þau skilaboð að ráðgert væri að skólahald færi fram án takmarkana. „Staðan þá var hin sama í samfélaginu og hún er núna fimm dögum síðar. Stefna ríkisstjórnarinnar er hins vegar önnur. Þessi vinnubrögð eru öllum vond og með nokkrum ólíkindum - og það eru óheilbrigð skilaboð til skólabarna að undirbúningur sé ekki meiri en þetta,“ segir Þorbjörg Sigríður. Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kennarar áhyggjufullir en vilja þó eðlilegt skólastarf Gert er ráð fyrir að engar takmarkanir verði á skólastarfi í haust að sögn menntamálaráðherra. Formaður Kennarasambands Íslands segir kennara hafa áhyggjur af smithættu en viljuga til þess að halda úti venjulegu skólahaldi. 3. ágúst 2021 19:01 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
„Það eru fimm dagar síðan menntamálaráðherra kom fyrir allsherjar-og menntamálanefnd að minni ósk. Tilefnið var þögn ríkisstjórnarinnar um skipulag skólastarfs, fyrst og fremst hvernig ætti að haga því vegna sóttvarnaráðstafana. Mér fannst þess vegna miklu skipta að menntamálaráðherra gerði grein fyrir því hvernig áætlun stjórnvalda liti út þegar aðeins voru um þrjár vikur í að skólarnir í landinu áttu að byrja; hvert planið var til að tryggja skólavist barna, starfsumhverfi kennara og annars starfsfólks,“ skrifar Þorbjörg Sigríður á Facebook-síðu sinni. Hún segir Lilju hafa á fundinum tjáð sig um að engar takmarkanir yrðu og skólahald með eðlilegum hætti. Í samtali við fréttastofu þann 3. ágúst sagði Lilja að stefnt væri að því að hægt væri að hefja takmarkalaust skólahald í haust. Nú er hins vegar útlit fyrir að svo verði ekki. Aðgerðir innanlands hafa verið framlengdar um tvær vikur og gilda því nú til 27. ágúst en áður en það var ákveðið giltu þær til 13. ágúst. Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar kom fram að gert væri ráð fyrir að skólastarf yrði háð sömu takmörkunum og samfélagið allt, ef frá er talin grímuskylda, þar sem yngri nemendur munu ekki þurfa að bera grímu. Þannig myndu 200 manna samkomutakmarkanir og eins metra nándarregla gilda í skólum. Þorbjörg Sigríður segir Lilju í engu hafa svarað spurningum um hvernig hægt væri að ráðast í takmarkalaust skólahald í haust og bætir því við að fulltrúar Kennarasambands Íslands hafi einnig setið fundinn og fengið þau skilaboð að ráðgert væri að skólahald færi fram án takmarkana. „Staðan þá var hin sama í samfélaginu og hún er núna fimm dögum síðar. Stefna ríkisstjórnarinnar er hins vegar önnur. Þessi vinnubrögð eru öllum vond og með nokkrum ólíkindum - og það eru óheilbrigð skilaboð til skólabarna að undirbúningur sé ekki meiri en þetta,“ segir Þorbjörg Sigríður.
Samkomubann á Íslandi Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Kennarar áhyggjufullir en vilja þó eðlilegt skólastarf Gert er ráð fyrir að engar takmarkanir verði á skólastarfi í haust að sögn menntamálaráðherra. Formaður Kennarasambands Íslands segir kennara hafa áhyggjur af smithættu en viljuga til þess að halda úti venjulegu skólahaldi. 3. ágúst 2021 19:01 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Kennarar áhyggjufullir en vilja þó eðlilegt skólastarf Gert er ráð fyrir að engar takmarkanir verði á skólastarfi í haust að sögn menntamálaráðherra. Formaður Kennarasambands Íslands segir kennara hafa áhyggjur af smithættu en viljuga til þess að halda úti venjulegu skólahaldi. 3. ágúst 2021 19:01