Fiðluleikararnir megi sín lítils ef stjórnandinn er ekki með á nótunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. ágúst 2021 10:56 Fjármála- og efnahagsráðherra segist vænta þess að allir sem vinna að heilbrigðismálum vilji að öll sín mikla vinna skili sér í sem mestri framleiðni. Vísir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skýtur föstum skotum að stjórnendum Landspítalans og segir ótækt að „stíflur í kerfinu“ séu að valda því að grípa þurfi til almennra sóttvarnaaðgerða til að standa vörð um spítalann. „Ef við værum hérna með Sinfóníuhljómsveitina þá dugar ekki fyrir fiðluleikarana alla að standa sig eins vel og þeir geta mögulega gert. Ef stjórnunin á hljómsveitinni er ekki í lagi þá heyrist ekki tónlistin sem fólki líkar.“ Þetta sagði Bjarni í samtali við fréttastofu fyrir ríkisstjórnarfundinn sem nú stendur yfir í Grindavík. Bjarni var meðal annars spurður að því hvort honum þætti sanngjarnt að kalla eftir aukinni framleiðni í heilbrigðiskerfinu þegar álagið hefði aldrei verið meira. „Starfsfólkið í heilbrigðiskerfinu hefur verið að standa sig frábærlega; allir sem eru að starfa á sviði heilbrigðismála á Íslandi eru undir miklu álagi,“ svaraði Bjarni. „Þess vegna þurfum við að ganga úr skugga um að leiðirnar sem við erum að fara, samspil einstakra eininga, sé að ganga þannig fram að flæði sjúklinga sé eðlilegt. Að við séum að ná hámarksafköstum fyrir alla þá hörðu vinnu sem fólk er að inna af hendi. Það er um þetta sem þetta snýst. Og ég er alveg sannfærður um það að allir þeir sem eru að vinna í kerfinu vilja ná hámarksafköstum fyrir sitt mikla framlag.“ Bjarni sagði ekki ásættanlegt að þurfa að leggja byrðar á herðar almennings, það er almennar sóttvarnaaðgerðir, vegna vandamála á Landspítalanum. „Skýrslur um skort á framleiðni á sjúkrahúsum á Íslandi liggja fyrir og við þeim þarf líka að bregðast; við leysum ekki allt með fjárframlögunum einum og sér,“ sagði hann. „Það er enginn að segja að stíflan sé öll á Landspítalanum. Ég er að tala um heilbrigðiskerfið í heild; hvernig samspilið er á milli flæðis sjúklinga frá dýrustu stofnununum, eins og Landspítalanum sjálfum, yfir á hjúkrunarheimilin og ýmis úrræði þar á milli... heimahjúkrunin kemur líka hérna við sögu. Við þurfum að bregðast við þegar við sjáum að Landspítalinn er að tala um það, svo árum skiptir, að sjúklingar liggi þar að óþörfu inni vegna þess að önnur úrræði eru ekki til staðar. Þetta er stóralvarlegt mál og er að valda því að það myndast álag á spítalanum sem við þurfum svo að fara að taka tillit til í sóttvarnaaðgerðum. Þetta er algjörlega óviðunandi ástand.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
„Ef við værum hérna með Sinfóníuhljómsveitina þá dugar ekki fyrir fiðluleikarana alla að standa sig eins vel og þeir geta mögulega gert. Ef stjórnunin á hljómsveitinni er ekki í lagi þá heyrist ekki tónlistin sem fólki líkar.“ Þetta sagði Bjarni í samtali við fréttastofu fyrir ríkisstjórnarfundinn sem nú stendur yfir í Grindavík. Bjarni var meðal annars spurður að því hvort honum þætti sanngjarnt að kalla eftir aukinni framleiðni í heilbrigðiskerfinu þegar álagið hefði aldrei verið meira. „Starfsfólkið í heilbrigðiskerfinu hefur verið að standa sig frábærlega; allir sem eru að starfa á sviði heilbrigðismála á Íslandi eru undir miklu álagi,“ svaraði Bjarni. „Þess vegna þurfum við að ganga úr skugga um að leiðirnar sem við erum að fara, samspil einstakra eininga, sé að ganga þannig fram að flæði sjúklinga sé eðlilegt. Að við séum að ná hámarksafköstum fyrir alla þá hörðu vinnu sem fólk er að inna af hendi. Það er um þetta sem þetta snýst. Og ég er alveg sannfærður um það að allir þeir sem eru að vinna í kerfinu vilja ná hámarksafköstum fyrir sitt mikla framlag.“ Bjarni sagði ekki ásættanlegt að þurfa að leggja byrðar á herðar almennings, það er almennar sóttvarnaaðgerðir, vegna vandamála á Landspítalanum. „Skýrslur um skort á framleiðni á sjúkrahúsum á Íslandi liggja fyrir og við þeim þarf líka að bregðast; við leysum ekki allt með fjárframlögunum einum og sér,“ sagði hann. „Það er enginn að segja að stíflan sé öll á Landspítalanum. Ég er að tala um heilbrigðiskerfið í heild; hvernig samspilið er á milli flæðis sjúklinga frá dýrustu stofnununum, eins og Landspítalanum sjálfum, yfir á hjúkrunarheimilin og ýmis úrræði þar á milli... heimahjúkrunin kemur líka hérna við sögu. Við þurfum að bregðast við þegar við sjáum að Landspítalinn er að tala um það, svo árum skiptir, að sjúklingar liggi þar að óþörfu inni vegna þess að önnur úrræði eru ekki til staðar. Þetta er stóralvarlegt mál og er að valda því að það myndast álag á spítalanum sem við þurfum svo að fara að taka tillit til í sóttvarnaaðgerðum. Þetta er algjörlega óviðunandi ástand.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira