Íhugar að útskrifa dóttur sína úr einangrun eftir óljós svör úr öllum áttum Ljósmyndarinn Sigtryggur Ari Jóhannsson segist hafa fengið afar óljós svör um hvenær einangrun tólf ára dóttur hans eigi að ljúka. Hún var send í einangrun 3. ágúst síðastliðinn, og tjáð að hún myndi losna 16. ágúst, að því gefnu að hún yrði án einkenna í minnst sjö daga. Innlent 11. ágúst 2021 19:43
Stefnt á staðnám þó félagslífið muni líklega litast af sóttvarnareglum Lagt verður upp með staðnám að öllu leyti í framhaldsskólum í haust þrátt fyrir samkomutakmarkanir. Formaður Skólameistarafélags Íslands óttast þó að félagslíf nemenda muni líða fyrir sóttvarnareglur. Innlent 11. ágúst 2021 18:31
Öll greind sýni hafa reynst neikvæð Hátt í 120 íbúar svokallaðra öryggisíbúða á vegum hjúkrunarheimilisins Eirar í Grafarvogi voru í dag skimaðir fyrir kórónuveirunni, eftir að sex íbúar í nokkrum húsanna greindust með kórónuveiruna. Stærstu meirihluti niðurstaðna liggur nú fyrir og hefur enginn bæst í hóp smitaðra. Innlent 11. ágúst 2021 17:27
Boða til upplýsingafundar á morgun Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar á morgun klukkan 11:00. Innlent 11. ágúst 2021 16:36
Fimm nú á gjörgæslu og þar af tveir í öndunarvél Nú eru alls 29 sjúklingar inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19 og þar af fimm á gjörgæslu. Tveir þeirra eru í öndunarvél. Innlent 11. ágúst 2021 14:33
Skortur á nauðsynlegum hvarfefnum tafði greiningu Covid-sýna Skortur á hvarfefnum varð til þess að tafir voru á greiningu Covid-sýna hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans á mánudag. Færðist hluti sýnanna yfir á gærdaginn vegna þessa. Innlent 11. ágúst 2021 13:42
Að afvopna kvíðann Núna eru kennarar, almennt starfsfólk, skólastjórnendur, stuðningsfulltrúar o.s.frv. að koma sér fyrir í þeirri hugsun að skólinn eða grunnskólinn er að hefjast á ný. Skoðun 11. ágúst 2021 13:00
„Maður skynjar ósamstöðu milli ráðuneytis og almannavarna“ Fjöldi ferðamanna hefur leitað til flugfélagsins Play undanfarið með fyrirspurnir um reglur á landamærum. Forstjóri Play segir að mikil óvissa ríki um aðgerðirnar og gagnrýnir hann ósamræmi á landamærum. Innlent 11. ágúst 2021 12:00
Hraðprófin komi ekki í veg fyrir sóttkví Sóttvarnalæknir segir ekki hafa verið tilefni til að létta á sóttvarnaaðgerðum miðað við fjölda smitaðra og með Landspítalinn á neyðarstigi. Stjórnvöld hafi því ekki haft annað val en að framlengja gildandi ráðstafanir um tvær vikur. Innlent 11. ágúst 2021 11:53
Á ég að bólusetja börnin mín við COVID-19? Ætla má að margir foreldar hér á landi séu í þeim sporum að þurfa að taka ákvörðun um þetta á næstunni, þar sem boðað hefur verið að ráðast skuli í bólusetningu 12-15 ára barna. Skoðun 11. ágúst 2021 11:01
Minnst 84 greindust innanlands í gær Í gær greindust hið minnsta 84 einstaklingar innanlands með Covid-19. 60 voru utan sóttkvíar við greiningu. Eru nú 1.376 í einangrun og 1.755 í sóttkví hér á landi. Innlent 11. ágúst 2021 10:50
Veirunni sama hvað þú skrifar margar tilfinningar í dagbók Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli sálfræðingur og einkaþjálfari, segir að kórónuveiran spyrji ekki um hreysti né heilsu. Ragga sem er þekkt fyrir heilsusamlegt líferni, smitaðist sjálf af veirunni í apríl á þessu ári. Lífið 11. ágúst 2021 10:36
„Langtímaáhrifin af Covid eru í fyrsta lagi svolítið ýkt“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa haldið sig frá líkamsræktarstöðvum á eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst og bóluefni stóð ekki til boða. Nú þegar hann hefur verið fullbólusettur reynir hann að fara daglega í líkamsræktarstöð. Innlent 11. ágúst 2021 10:35
Óbólusettir? Morgunblaðið greindi frá því að um 40% þeirra sem hefðu lagst inn á Landspítalann í fjórðu COVID-19 bylgjunni væru óbólusettir. Orðið „óbólusettir“ samkvæmt orðabókinni malid.is þýðir „sá sem hefur ekki fengið bólusetningu“. Skoðun 11. ágúst 2021 10:30
Fagráð kallar eftir breytingum: „Það þýðir ekki að hika lengur“ Fagráð Landspítalans segir stjórnvöld og stjórnendur sjúkrahússins þurfa aða leita allra leiða til að veita starfsfólki viðunandi vinnuaðstæður. Skapa þurfi umhverfi þar sem ekki sé þörf á að kalla fólk inn úr sumarfríi og tryggja að ekki sé gengið á réttindi starfsfólk. Innlent 11. ágúst 2021 10:05
Hinn duldi faraldur Ofbeldi er ekkert annað en faraldur. Ógeðslegur faraldur af mannavöldum sem hefur gríðarlegan eyðileggingarmátt. Ný bylgja skall á með krafti. Enn ein bylgjan. Skoðun 11. ágúst 2021 10:00
Þúsundir fengu saltvatnslausn í stað bóluefnis Yfirvöld í norðurhluta Þýskalands hafa biðlað til fjölda einstaklinga um að þiggja viðbótarskammt af bóluefni gegn Covid-19 eftir að grunur vaknaði um að hjúkrunarfræðingur hefði sprautað þúsundir með saltvatnslausn í stað bóluefnis. Erlent 11. ágúst 2021 08:58
Slökkviliðið „stóð á haus“: 57 Covid-19 flutningar „Staðið á haus er það stundum kallað þegar mörg verkefni eru í gangi í einu en það mætti segja um gærkvöldið og síðasta sólahring,“ segir í færslu sem birtist á Facebook-síðu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Innlent 11. ágúst 2021 08:30
Fjórða bylgjan: Einmana í fjarvinnu Margir sáu fyrir sér í hillingum að í kjölfar sumarfría myndu vinnufélagar hittast á ný í ágúst. Á mörgum vinnustöðum eftir langa fjarveru teyma. En nú blasir við fjórða bylgjan og aftur stefnir í að fjöldi fólks fari inn í haustið í fjarvinnu. Atvinnulíf 11. ágúst 2021 07:02
Facebook lokar áróðurssíðum gegn vestrænum bóluefnum Stjórnendur Facebook segja að hundruð reikinga eða notenda með tengsl við Rússlandi hafi verið fjarlægðir vegna herferðar þeirra gegn tilteknum bóluefnum og falsfrétta um þau. Erlent 11. ágúst 2021 06:45
Segir ósamræmi í stefnu ríkisstjórnar og menntamálaráðherra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í allsherjar- og menntmálanefnd þingsins, er gagnrýnin á Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, vegna óljósra skilaboða um hvernig skólahaldi verður háttað í haust. Innlent 10. ágúst 2021 22:03
Ráðherra samþykkir bólusetningu barna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að gefa börnum á aldrinum 12 til 15 ára kost á bólusetningu við Covid-19, með bóluefni Pfizer. Innlent 10. ágúst 2021 21:44
Tveir fullbólusettir bættust á gjörgæslu Þeim sem lagst hafa inn á gjörgæslu á Landspítalanum í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins hefur fjölgað úr sex í átta í dag. Þetta má ráða úr tilkynningu sem spítalinn sendi frá sér í dag. Innlent 10. ágúst 2021 21:30
Fjórðungur landsmanna kominn með Covid-kvíða Kvíði landsmanna hefur aukist mikið samhliða vexti faraldursins og segist nú fjórðungur þjóðarinnar kvíðinn vegna Covid-19. Biðlistar eftir sálfræðiaðstoð hjá Kvíðameðferðarstöðinni hafa aldrei verið eins langir og nú. Innlent 10. ágúst 2021 21:01
Taka þurfi mark á ábendingum varðandi spítalann Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skipta miklu máli að tekið sé mark á þeirri vinnu sem unnin hefur verið í tengslum við stöðuna á Landspítalanum og afköst innan stofnunarinnar. Innlent 10. ágúst 2021 18:54
Telur ótækt að láta veiruna ganga óhindraða um samfélagið Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að á hverjum degi sé unnið að því að bregðast við stöðunni á Landspítalanum, en líkt og fjallað hefur verið um eru blikur á lofti um hvort spítalinn ráði við mikið fleiri innlagnir af völdum Covid-19. Hún segir ljóst að óhindruð útbreiðsla myndi valda miklu álagi á heilbrigðiskerfið. Innlent 10. ágúst 2021 17:55
200 manna samkomubann framlengt um tvær vikur Heilbrigðisráðherra hyggst framlengja gildandi sóttvarnatakmarkanir innanlands um tvær vikur í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Verður því 200 manna samkomumann og eins metra regla í gildi til og með 27. ágúst. Núgildandi reglugerð átti að gilda til og með næsta föstudegi. Innlent 10. ágúst 2021 16:14
Ríkisstjórnin kynnti aðgerðir á blaðamannafundi Ríkisstjórnin mun kynna næstu skref í innanlandsaðgerðum á blaðamannafundi klukkan 16. Fundurinn er sendur út frá Grindavík þar sem ríkisstjórnin hefur fundað í dag. Innlent 10. ágúst 2021 15:00
Ekki ástæða til að herða aðgerðir á meðan flestir eru með væg einkenni Sóttvarnalæknir telur ekki ástæðu til að grípa til harðari innanlandsaðgerða á meðan faraldurinn valdi mestmegnis tiltölulega vægum einkennum hjá bólusettu fólki. Hann telur þó óráðlegt að slaka á aðgerðum eins og staðan er núna. Innlent 10. ágúst 2021 12:12
Fundi ríkisstjórnar lokið en ráðherra veitir ekki viðtal Ríkisstjórnin situr á árlegum sumarfundi sínum í Salthúsinu í Grindavík þar sem aðgerðir innanlands vegna Covid-19 eru til umræðu. Núverandi aðgerðir til þriggja vikna, sem fela meðal annars í sér 200 manna samkomubann og eins metra reglu, gilda til föstudagsins 13. ágúst. Innlent 10. ágúst 2021 11:26
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent