Peninga til spítalans strax Snorri Másson skrifar 14. ágúst 2021 13:51 Logi Einarsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmenn Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Logi Einarsson og Helga Vala Helgadóttir telja að stjórnvöldum beri að auka fjárveitingar til sjúkrahúsa ekki seinna en núna, til þess að bregðast við erfiðri stöðu þeirra vegna Covid-19. Bæði segja þau að kosið verði um framtíð heilbrigðisþjónustu í september. Í aðsendum greinum á Vísi frá þessum þingmönnum Samfylkingarinnar kemur fram að ekki gangi lengur að ríkisstjórnin skelli skollaeyrum við hjálparköllum stjórnenda og starfsfólks sjúkrahússins. Það er mikið í húfi: Sóttvarnalæknir hefur gefið það út að það velti nær alfarið á því hvort neyðarkall berist frá spítalanum hvort hann leggi til hertar sóttvarnaraðgerðir innanlands. Starfsemin er komin að þolmörkum. Logi formaður skrifar: „Nú verður að hafa hraðar hendur ef ekki á illa að fara. Það verður strax að veita fjármagni til spítalans til þess að fjölga rýmum og leggja allt í sölurnar til að fjölga starfsfólki, t.d. með miklu hærri álagsgreiðslum og bæta starfsaðstæður.“ Helga Vala Helgadóttir.Samfylkingin Stöðugildum hafi ekki verið fjölgað Landspítalinn hefur gefið það út að helsti vandi stofnunarinnar á þessari stundu sé mönnun, en ekki endilega húsnæði. Helga Vala, sem er formaður velferðarnefndar Alþingis, skrifar: „Það þarf að laða að starfsfólk og það verður ekki gert með því að skammast út í stjórnendur spítalans eða starfsfólk sem segir frá ástandinu eins og ráðherrar hafa leyft sér undanfarna daga og misseri heldur með auknum fjárveitingum og ákvörðunum um að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir.“ Ríkisstjórnin hefur sagt að fjárútlát til sjúkrahúsa hafi aukist á umliðnum árum, en Helga Vala segir að því fé hafi fyrst og fremst verið ráðstafað til byggingar nýs meðferðarkjarna. Ekki til að fjölga stöðugildum - það hafi ríkisstjórnin trassað. Jóhann Páll Jóhannsson frambjóðandi Samfylkingarinnar segir þá í færslu að sjúkrarýmum hafi fækkað jafnt og þétt undanfarin ár miðað við mannfjölda, að hjúkrunarrýmum hafi ekki fjölgað í takt við mannfjölda og loks að gjörgæslurými hér á landi séu hlutfallslega með því lægsta sem gerist á Vesturlöndum. Fjármálaráðherra neiti að láta spítalann fá pening Gunnar Smári Egilsson oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík norður skrifaði grein á Vísi í gær þar sem kvað við svipaðan tón: „Hættið þessari vitleysu og látið Landspítalann fá pening“ var yfirskrift greinarinnar. Þar segir Gunnar Smári sveltistefnu ríkisstjórnarinnar hafa stórskaðað gjörgæslu spítalans, sem sé einmitt það sem nú þurfi að standast. „En fjármálaráðherrann og flokkur hans neitar að láta Landspítalann fá fé til að mæta álagi vegna kórónafaraldursins. Og rökin eru að spítalinn sé ekki nógu vel rekin. Ráðherrann gerði hins vegar engar slíkar kröfur þegar að jós fé yfir fjármagns- og fyrirtækjaeiendur,“ skrifar Gunnar Smári. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hlustum á heilbrigðisstarfsfólkið! Á síðustu dögum hefur heilbrigðisstarfsfólk lýst hrikalegu ástandi á Landspítalanum. Nú síðast Tómas Guðbjartsson hjartalæknir í sláandi viðtali við Rás 2 í gær. 14. ágúst 2021 12:47 Við heyrum í ykkur „Það er sérstök áskorun fyrir mig sem heilbrigðisráðherra að standa með Landspítalanum“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á fundi með læknaráði Landspítala í janúar 2020. Tilefnið var ákall heilbrigðisstarfsfólks innan Landspítala til stjórnvalda vegna hættuástands á bráðamóttöku Landspítala. 14. ágúst 2021 12:27 Minnst 83 greindust með kórónuveiruna í gær Í gær greindust að minnsta kosti 83 innanlands með Covid-19, þar af 49 utan sóttkvíar. Alls liggja 30 sjúklingar inni á Landspítala og hefur þeim því fækkað um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur þeim fækkað um einn frá því í gær. 14. ágúst 2021 11:01 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Í aðsendum greinum á Vísi frá þessum þingmönnum Samfylkingarinnar kemur fram að ekki gangi lengur að ríkisstjórnin skelli skollaeyrum við hjálparköllum stjórnenda og starfsfólks sjúkrahússins. Það er mikið í húfi: Sóttvarnalæknir hefur gefið það út að það velti nær alfarið á því hvort neyðarkall berist frá spítalanum hvort hann leggi til hertar sóttvarnaraðgerðir innanlands. Starfsemin er komin að þolmörkum. Logi formaður skrifar: „Nú verður að hafa hraðar hendur ef ekki á illa að fara. Það verður strax að veita fjármagni til spítalans til þess að fjölga rýmum og leggja allt í sölurnar til að fjölga starfsfólki, t.d. með miklu hærri álagsgreiðslum og bæta starfsaðstæður.“ Helga Vala Helgadóttir.Samfylkingin Stöðugildum hafi ekki verið fjölgað Landspítalinn hefur gefið það út að helsti vandi stofnunarinnar á þessari stundu sé mönnun, en ekki endilega húsnæði. Helga Vala, sem er formaður velferðarnefndar Alþingis, skrifar: „Það þarf að laða að starfsfólk og það verður ekki gert með því að skammast út í stjórnendur spítalans eða starfsfólk sem segir frá ástandinu eins og ráðherrar hafa leyft sér undanfarna daga og misseri heldur með auknum fjárveitingum og ákvörðunum um að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir.“ Ríkisstjórnin hefur sagt að fjárútlát til sjúkrahúsa hafi aukist á umliðnum árum, en Helga Vala segir að því fé hafi fyrst og fremst verið ráðstafað til byggingar nýs meðferðarkjarna. Ekki til að fjölga stöðugildum - það hafi ríkisstjórnin trassað. Jóhann Páll Jóhannsson frambjóðandi Samfylkingarinnar segir þá í færslu að sjúkrarýmum hafi fækkað jafnt og þétt undanfarin ár miðað við mannfjölda, að hjúkrunarrýmum hafi ekki fjölgað í takt við mannfjölda og loks að gjörgæslurými hér á landi séu hlutfallslega með því lægsta sem gerist á Vesturlöndum. Fjármálaráðherra neiti að láta spítalann fá pening Gunnar Smári Egilsson oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík norður skrifaði grein á Vísi í gær þar sem kvað við svipaðan tón: „Hættið þessari vitleysu og látið Landspítalann fá pening“ var yfirskrift greinarinnar. Þar segir Gunnar Smári sveltistefnu ríkisstjórnarinnar hafa stórskaðað gjörgæslu spítalans, sem sé einmitt það sem nú þurfi að standast. „En fjármálaráðherrann og flokkur hans neitar að láta Landspítalann fá fé til að mæta álagi vegna kórónafaraldursins. Og rökin eru að spítalinn sé ekki nógu vel rekin. Ráðherrann gerði hins vegar engar slíkar kröfur þegar að jós fé yfir fjármagns- og fyrirtækjaeiendur,“ skrifar Gunnar Smári.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hlustum á heilbrigðisstarfsfólkið! Á síðustu dögum hefur heilbrigðisstarfsfólk lýst hrikalegu ástandi á Landspítalanum. Nú síðast Tómas Guðbjartsson hjartalæknir í sláandi viðtali við Rás 2 í gær. 14. ágúst 2021 12:47 Við heyrum í ykkur „Það er sérstök áskorun fyrir mig sem heilbrigðisráðherra að standa með Landspítalanum“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á fundi með læknaráði Landspítala í janúar 2020. Tilefnið var ákall heilbrigðisstarfsfólks innan Landspítala til stjórnvalda vegna hættuástands á bráðamóttöku Landspítala. 14. ágúst 2021 12:27 Minnst 83 greindust með kórónuveiruna í gær Í gær greindust að minnsta kosti 83 innanlands með Covid-19, þar af 49 utan sóttkvíar. Alls liggja 30 sjúklingar inni á Landspítala og hefur þeim því fækkað um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur þeim fækkað um einn frá því í gær. 14. ágúst 2021 11:01 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Hlustum á heilbrigðisstarfsfólkið! Á síðustu dögum hefur heilbrigðisstarfsfólk lýst hrikalegu ástandi á Landspítalanum. Nú síðast Tómas Guðbjartsson hjartalæknir í sláandi viðtali við Rás 2 í gær. 14. ágúst 2021 12:47
Við heyrum í ykkur „Það er sérstök áskorun fyrir mig sem heilbrigðisráðherra að standa með Landspítalanum“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á fundi með læknaráði Landspítala í janúar 2020. Tilefnið var ákall heilbrigðisstarfsfólks innan Landspítala til stjórnvalda vegna hættuástands á bráðamóttöku Landspítala. 14. ágúst 2021 12:27
Minnst 83 greindust með kórónuveiruna í gær Í gær greindust að minnsta kosti 83 innanlands með Covid-19, þar af 49 utan sóttkvíar. Alls liggja 30 sjúklingar inni á Landspítala og hefur þeim því fækkað um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur þeim fækkað um einn frá því í gær. 14. ágúst 2021 11:01