Rúmlega sjö þúsund mættu í örvun í dag: „Þetta er allt að hafast hjá okkur“ Þriðja vika örvunarbólusetningarátaksis fór vel af stað í morgun en rúmlega sjö þúsund manns fengu þar þriðja skammtinn í dag. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir daginn hafa gengið vel og að það hafi verið gaman að fá sjálfan sóttvarnalækni í sprautu. Innlent 29. nóvember 2021 18:01
Haft uppi rangfærslur um sýnatöku barna Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það rangt að foreldrum barna standi til boða að tekin verði munnvatnssýni til greiningar Covid-19 í stað nefkokssýnis. Innlent 29. nóvember 2021 15:31
Sekta hvorki LSH né ÍE fyrir brot á persónuvernd í tengslum við Covid-rannsókn Vinnsla Landspítalans (LSH) og Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á persónuupplýsingum í tengslum við rannsókn þeirra á Covid-19 samrýmdist ekki persónuverndarlögum. Innlent 29. nóvember 2021 14:02
Öll fjölskyldan greindist með Covid Leikkonan Keira Knightly sagði frá því í viðtali við The Telegraph að hún er nú að jafna sig eftir að smitast af kórónaveirunni. Hún er töluvert veik og liður illa. Lífið 29. nóvember 2021 13:00
Þórólfur kominn með örvunarskammt: „Ég er Astra maður þannig að ég er að svíkja lit“ Þriðja vika örvunarbólusetningarátaks yfirvalda hófst í dag í Laugardalshöll. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir bólusetningarnar ganga vel en sóttvarnalæknir var meðal þeirra sem fengu sinn þriðja skammt í dag. Innlent 29. nóvember 2021 12:31
95 greindust innanlands 95 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 95 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 56 prósent. 42 voru utan sóttkvíar, eða 44 prósent. Innlent 29. nóvember 2021 11:03
Yrði „algjört reiðarslag fyrir heilbrigðiskerfið og okkur öll“ að leyfa veirunni að ganga óáreittri „Þetta er að mjakast niður sýnist mér. Helgin var svo sem ágæt. Það voru þarna 130 sem greindust innanlands á föstudaginn en svo er þetta búið að vera undir hundrað á laugardaginn og í gær.“ Innlent 29. nóvember 2021 08:47
Handtóku par sem flúði af sóttkvíarhóteli Ómíkrón greindra Lögreglan í Hollandi handtók í gær par sem hafði flúið af sóttkvíarhóteli í Amsterdam. Fólkið var handtekið um borð í flugvél á Schiphol-flugvelli, sem var við það að taka á loft þegar lögreglu bar að garði. Erlent 29. nóvember 2021 06:49
Japanir loka landamærum sínum og heilbrigðisráðherrar G7 funda Heilbrigðisráðherrar G7-ríkjanna munu funda í dag um Ómíkrón-afbrigði kórónuveirunnar, sem hefur nú fundist í nokkrum löndum. Japanir hafa bæst í hóp þeirra þjóða sem hafa ákveðið að loka landamærum sínum vegna afbrigðisins. Erlent 29. nóvember 2021 06:39
Veitti stjórnarmyndunarumboð innan úr glerkassa Milos Zeman, forseti Tékklands, veitti Petr Fiala umboð til ríkisstjórnarmyndunar í dag. Það þurfti hann að gera innan úr glerkassa þar sem hann er smitaður af kórónuveirunni. Erlent 28. nóvember 2021 20:11
Frumrannsóknir bendi til aukinnar hættu á endursýkingu vegna Ómíkron Fyrstu vísbendingar benda til þess að auknar líkur séu á að fólk, sem þegar hefur smitast af kórónuveirunni, smitist aftur af Ómíkron-afbrigði hennar, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Erlent 28. nóvember 2021 18:51
Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. Innlent 28. nóvember 2021 17:35
Ómíkron greinist í Ástralíu og WHO gagnrýnir auðugri þjóðir heims Yfirvöld í Ástralíu hafa staðfest að tveir íbúar eru smitaðir af ómíkron-afbrigði Covid-19. Báðir voru að koma til landsins erlendis frá og eru fullbólusettir. Fólkið er nýkomið frá Suður-Afríku og greindist smitað í sóttkví í Sydney, höfuðborg Ástralíu. Erlent 28. nóvember 2021 12:00
Kári um Ómíkron: „Viðbrögðin langt umfram það sem gögnin gefa tilefni til“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að Íslendingar ættu að draga andann djúpt þegar kemur að Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Engin gögn hafi komið fram sem sýni að það sé hættulegra en önnur afbrigði veirunnar. Innlent 28. nóvember 2021 11:34
77 greindust innanlands í gær Alls greindust 77 smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Af þeim voru 34 í sóttkví og þar að auki greindust þrír á landamærunum. Innlent 28. nóvember 2021 11:01
Gjörgæsla í gjörgæslu Umræða um gjörgæsludeildir Landspítala hefur verið áberandi upp á síðkastið. Margir hafa furðað sig á því að gjörgæsludeildir spítalans ráði ekki við að sinna þremur til fjórum sjúklingum með COVID. Margoft hefur verið bent á að gjörgæslupláss á Íslandi séu of fá, jafnvel þegar enginn heimsfaraldur geisar. Skoðun 28. nóvember 2021 11:00
Engum nema Ísraelum hleypt til Ísrael vegna Ómíkrons-afbrigðisins Yfirvöld í Ísrael munu banna öllum útlendingum að koma til landsins næstu tvær vikurnar vegna Ómíkrons-afbrigðis kórónuveirunnar, að því er miðlar þar í landi halda fram. Erlent 28. nóvember 2021 07:38
Bretar herða tökin vegna tveggja tilfella Ómíkron Boris Johnson tilkynnti hertar sóttvarnaraðgerðir í Bretlandi á fjölmiðlafundi í dag. Ástæðan er sú að tveir greindust smitaðir af Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar þar í landi í gær. Erlent 27. nóvember 2021 18:00
Stöðugt streymi fólks í hraðpróf um helgina Gífurlega mikil aðsókn hefur verið í hraðpróf á Suðurlandspróf um helgina. Mat var sett í fjölda þeirra sem mættu í gær og þúsundir hafa einnig mætti í dag. Innlent 27. nóvember 2021 16:33
Öllum frá hááhættusvæðum gert að fara í fimm daga sóttkví Þeir sem koma til landsins frá svæðum sem skilgreind eru sem hááhættusvæði munu þurfa að fara í PCR-próf við komuna til landsins. Eftir það munu þau þurfa í fimm daga sóttkví og að því loknu annað PCR-próf. Innlent 27. nóvember 2021 15:48
Sjö smitaðir á Grund Sjö heimilismenn hafa greinst smitaðir af Covid-19 á A2 deild hjúkrunarheimilisins Grund í Reykjavík. Þá hafa fjórir starfsmenn greinst smitaðir en fleiri starfsmenn hjúkrunarheimilisins hafa farið í skimun. Innlent 27. nóvember 2021 14:45
Ómíkron-afbrigðið komið til Bretlands Tveir einstaklingar hafa greinst með Ómikron-afbrigði kórónuveirunnar í Bretland að því er heilbrigðisyfirvöld þar í landi greina frá. Erlent 27. nóvember 2021 14:42
Vinnur að tillögum að hertum aðgerðum á landamærunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst skila inn minnisblaði til heilbrigðisráðherra um tillögur að hertum aðgerðum vegna Ómíkrons-afbrigðis kórónuveirunnar. Innlent 27. nóvember 2021 13:31
Mögulegt að slakað verði á sóttkvíarreglum fyrir þríbólusetta Mögulegt er að þeir sem hafa fengið örvunarskammt sleppi við sóttkví ef breytingar sem nú eru til skoðunar koma til framkvæmda. Sóttvarnalæknir segist binda miklar vonir við örvunarbólusetningu. Innlent 27. nóvember 2021 12:50
Telur allar líkur á að nýja afbrigðið komi til Íslands Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítala segir allar líkur á að nýtt afbrigði kórónuveirunnar, Ómíkron, komi til Íslands en bindur vonir við að bólusetningar muni veita viðunandi vernd. Afbrigðið breiðist hratt út og er talið hafa greinst í Þýskalandi og Tékklandi í dag. Innlent 27. nóvember 2021 12:20
Ræður Íslendingum frá ferðalögum til ákveðinna landa Afríku vegna Ómíkron Vegna hraðrar útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í Suður-Afríku og greiningar afbrigðisins í löndum utan Afríku í kjölfar ferðalaga ræður sóttvarnalæknir íbúum Íslands, óháð bólusetningu gegn COVID-19, frá ferðalögum til tiltekinna landa Afríku að nauðsynjalausu. Innlent 27. nóvember 2021 11:07
128 greindust smitaðir innanlands í gær Alls greindust 128 smitaðir af Covid-19 innalands í gær. Þar að auki greindust svo sex á landamærunum. Af þeim sem greindust innanlands voru 69 í sóttkví. Innlent 27. nóvember 2021 10:48
Vísindamenn í Suður-Afríku áhyggjufullir Vísindamenn í Suður-Afríku óttast hraða útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis Covid-19 meðal ungs fólks þar í landi. Í gær höfðu 2.828 greinst smitaðir af afbrigðinu en það hve ungt fólk virðist smitast hratt hefur valdið áhyggjum. Erlent 27. nóvember 2021 10:26
Nýja kórónuveiruafbrigðið fær nafnið Ómíkron Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið nýjasta afbrigði kórónuveirunnar heiti gríska bókstafsins Ómíkron. Stofnunin gefur einungis afbrigðum sem hún hefur teljandi áhyggjur af nafn. Erlent 26. nóvember 2021 20:11
Mun að óbreyttu mæla með bólusetningu fimm til ellefu ára Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. Innlent 26. nóvember 2021 16:21