Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. desember 2021 11:10 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nú þurfi að koma í ljós hvort bólusetningin haldi geng omíkron-afbrigðinu. vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. „Það var viðbúið að þetta myndi koma hingað eins og til annarra landa. Ég held að þetta sé miklu víðtækara og útbreiddara en við gerum okkur grein fyrir. Ég sé það bara á upplýsingum frá Evrópu að greiningin á þessu nýja afbrigði er að aukast mjög hratt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. „Stóra spurningin er bara hvernig mun það hegða sér. Það liggur ekki alveg ljóst fyrir enn þá. Það eru einhverjar vísbendingar að það sé meira smitandi en delta en það liggur ekkert alveg í hendi með það og það eru engar vísbendingar um að þetta sé eitthvað alvarlegra afbrigði, valdi alvarlegri sjúkdómi.“ Stóra spurningin sé nú hvort omíkron-afbrigðið muni sleppa undan bólusetningunni. Nokkrir þeirra sem hafa greinst í Evrópu hafa veriði bólusettir en enginn hafi enn veikst mjög alvarlega. Sá omíkron-smitaði var nýbúinn að fá örvunarskammt Staðfest var í gær að einn hafi greinst smitaður af omíkron-afbrigðinu hér á landi. Sá liggur nú inni á Landspítala en hann hafði ekki verið á ferðalagi í útlöndum, svo enn er óvíst hvaðan hann smitaðist af veirunni. Þórólfur segir að hann hafi verið nýbúinn að fá örvunarskammt þegar hann greindist smitaður. „Það er erfitt að segja en það er rakning í gangi í kring um þennan einstakling og auðvitað gæti út úr því komið að það tengist ferðalagi erlendis. Við þurfum bara að sjá aðeins, það tekur smá tíma að vinna út úr því,“ segir Þórólfur. „Hann var fullbólusettur og nýbúinn að fá örvunarskammt, við þurfum að sjá hvernig bóluefnið virkar á þetta nýja afbrigði og hvort það virki að einhverju leyti. Það gæti verið þó fólk smitist að það verndi gegn alvarlegum veikindum, það þarf að koma í ljós líka.“ Þórólfur segir ljóst að einhver, sem var á ferðalagi í útlöndum, hafi smitað hann. „Já, það er þannig og öll ný afbrigði koma í gegn um landamærin og dreifa þannig úr sér þannig að þetta er kannski víðtækara og kæmi ekki á óvart að það séu fleiri í kring um þennan einstakling sem munu greinast.“ Þriðji skammturinn lofi góðu Hann segir að það myndi ekki koma sér á óvart sé omíkron búið að dreifa sér víðar í samfélaginu. Hvað veikindi varðar sé enn ekki orðið ljóst hve alvarlega veikt folk geti orðið af því. „Það er bara ómögulegt að alhæfa um það, að er ekki hægt að alhæfa neitt út frá einum einstaklingi. Þessi einstkalingur liggur inni á Landspítala eins og fram hefur komið þannig að við þurfum bara að sjá hvernig fram vindur og hvernig þetta verður. Við fáum daglegar upplýsingar frá Evrópu, Evrópusambandinu, um veikindi. Þeir eru mjög fljótir að leggja fram allar nýjar upplýsingar, við þurfum bara að fylgjast vel með því hvað gerist á næstunni,“ segir Þórólfur. Klippa: Sá omíkron-smitaði var nýbúinn að fá örvunarskammt Hvort bóluefnið verndi gegn alvarlegum veikindum þurfi að koma í ljós. „Ég vil geta þess að við þurfum að skoða okkar gögn með tilliti til delta-afbrigðisins og þá annan skammt og þriðja skammt. Við höfum verið í samstarfi við Miðstöð lýðheilsuvísinda og Thor Aspelund hefur verið að reikna það fyrir okkur og það kemur mjög vel út. Það er að minnsta kosti níutíu prósent virkni af þriðja skammtinum umfram annnan skammtinn gagnvart delta-afbrigðinu,“ segir Þórólfur sem sé mjög jákvtt. „Og ætti að vera sérstök hvatning að hvetja alla að fara í örvunarbólusetninguna vegna þess að við erum áfram með delta-afbrigðið og við þurfum að vernda okkur eins vel og við getum. Svo vonumst við að örvunarskammturinn muni alla vega að einhverju leyti hjálpa til með þetta nýja afbrigði líka.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Omikron-smitið staðfest og sá smitaði á Landspítala Búið er að staðfesta að sjúklingur á Landspítalanum er smitaður af Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Ekki er vitað hvar viðkomandi smitaðist en hann hafði ekki verið í útlöndum. 1. desember 2021 22:20 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
„Það var viðbúið að þetta myndi koma hingað eins og til annarra landa. Ég held að þetta sé miklu víðtækara og útbreiddara en við gerum okkur grein fyrir. Ég sé það bara á upplýsingum frá Evrópu að greiningin á þessu nýja afbrigði er að aukast mjög hratt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. „Stóra spurningin er bara hvernig mun það hegða sér. Það liggur ekki alveg ljóst fyrir enn þá. Það eru einhverjar vísbendingar að það sé meira smitandi en delta en það liggur ekkert alveg í hendi með það og það eru engar vísbendingar um að þetta sé eitthvað alvarlegra afbrigði, valdi alvarlegri sjúkdómi.“ Stóra spurningin sé nú hvort omíkron-afbrigðið muni sleppa undan bólusetningunni. Nokkrir þeirra sem hafa greinst í Evrópu hafa veriði bólusettir en enginn hafi enn veikst mjög alvarlega. Sá omíkron-smitaði var nýbúinn að fá örvunarskammt Staðfest var í gær að einn hafi greinst smitaður af omíkron-afbrigðinu hér á landi. Sá liggur nú inni á Landspítala en hann hafði ekki verið á ferðalagi í útlöndum, svo enn er óvíst hvaðan hann smitaðist af veirunni. Þórólfur segir að hann hafi verið nýbúinn að fá örvunarskammt þegar hann greindist smitaður. „Það er erfitt að segja en það er rakning í gangi í kring um þennan einstakling og auðvitað gæti út úr því komið að það tengist ferðalagi erlendis. Við þurfum bara að sjá aðeins, það tekur smá tíma að vinna út úr því,“ segir Þórólfur. „Hann var fullbólusettur og nýbúinn að fá örvunarskammt, við þurfum að sjá hvernig bóluefnið virkar á þetta nýja afbrigði og hvort það virki að einhverju leyti. Það gæti verið þó fólk smitist að það verndi gegn alvarlegum veikindum, það þarf að koma í ljós líka.“ Þórólfur segir ljóst að einhver, sem var á ferðalagi í útlöndum, hafi smitað hann. „Já, það er þannig og öll ný afbrigði koma í gegn um landamærin og dreifa þannig úr sér þannig að þetta er kannski víðtækara og kæmi ekki á óvart að það séu fleiri í kring um þennan einstakling sem munu greinast.“ Þriðji skammturinn lofi góðu Hann segir að það myndi ekki koma sér á óvart sé omíkron búið að dreifa sér víðar í samfélaginu. Hvað veikindi varðar sé enn ekki orðið ljóst hve alvarlega veikt folk geti orðið af því. „Það er bara ómögulegt að alhæfa um það, að er ekki hægt að alhæfa neitt út frá einum einstaklingi. Þessi einstkalingur liggur inni á Landspítala eins og fram hefur komið þannig að við þurfum bara að sjá hvernig fram vindur og hvernig þetta verður. Við fáum daglegar upplýsingar frá Evrópu, Evrópusambandinu, um veikindi. Þeir eru mjög fljótir að leggja fram allar nýjar upplýsingar, við þurfum bara að fylgjast vel með því hvað gerist á næstunni,“ segir Þórólfur. Klippa: Sá omíkron-smitaði var nýbúinn að fá örvunarskammt Hvort bóluefnið verndi gegn alvarlegum veikindum þurfi að koma í ljós. „Ég vil geta þess að við þurfum að skoða okkar gögn með tilliti til delta-afbrigðisins og þá annan skammt og þriðja skammt. Við höfum verið í samstarfi við Miðstöð lýðheilsuvísinda og Thor Aspelund hefur verið að reikna það fyrir okkur og það kemur mjög vel út. Það er að minnsta kosti níutíu prósent virkni af þriðja skammtinum umfram annnan skammtinn gagnvart delta-afbrigðinu,“ segir Þórólfur sem sé mjög jákvtt. „Og ætti að vera sérstök hvatning að hvetja alla að fara í örvunarbólusetninguna vegna þess að við erum áfram með delta-afbrigðið og við þurfum að vernda okkur eins vel og við getum. Svo vonumst við að örvunarskammturinn muni alla vega að einhverju leyti hjálpa til með þetta nýja afbrigði líka.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Omikron-smitið staðfest og sá smitaði á Landspítala Búið er að staðfesta að sjúklingur á Landspítalanum er smitaður af Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Ekki er vitað hvar viðkomandi smitaðist en hann hafði ekki verið í útlöndum. 1. desember 2021 22:20 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Omikron-smitið staðfest og sá smitaði á Landspítala Búið er að staðfesta að sjúklingur á Landspítalanum er smitaður af Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Ekki er vitað hvar viðkomandi smitaðist en hann hafði ekki verið í útlöndum. 1. desember 2021 22:20