Nýtt minnisblað á leiðinni: Miklar tilslakanir gætu endað illa Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. desember 2021 18:53 Sóttvarnalæknir á von á að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði um helgina og telur ólíklegt að hann leggi til tilslakanir á meðan óvissa er jafn mikil og nú. Allt að sjö manns hafa greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Fólkið tengist og er því enn möguleiki að veiran hafi ekki náð að dreifa sér í samfélaginu líkt og víða erlendis. Það var í fyrradag sem karlmaður sem legið hafði inni á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi um hríð var fluttur á Landspítalann. Maðurinn sem er á áttræðisaldri hafði þá greinst með kórónuveiruna og því var ákveðið að flytja hann á farsóttardeild Landspítalans. Maðurinn er ekki mikið veikur af veirunni. Hann er fullbólusettur og var nýbúinn að fá örvunarskammt. Hann hafði ekki ferðast til útlanda nýlega en þrátt fyrir það vaknaði grunur, þegar sýni hans var skoðað af veirufræðideild spítalans, um að hann væri með omíkron-afbrigði veirunnar. Sýnið fór frá spítalanum til Íslenskrar erfðagreiningar sem hefur frá upphafi faraldursins raðgreint jákvæð sýni. Sú raðgreining sýndi svo í gær að maðurinn er með omíkron-afbrigði veirunnar. „Það lítur út fyrir að það séu svona í kringum sjö einstaklingar sem hafi smitast af þessari veiru og þeir tengjast allir. Þannig að sá möguleiki er fyrir hendi að veiran sé, þetta afbrigði veirunnar sé ekki komið víða í íslensku samfélagi en sá möguleiki er fyrir hendi,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Aðspurður um það hvort að þau bóluefni sem nú þegar eru til gegn veirunni virki gegn þessu nýja afbrigði segir Kári erfitt að fullyrða eitthvað um það núna. „Við höfum ekkert í höndunum sem bendir til þess að það geri það ekki en sá möguleiki er svo sannarlega fyrir hendi að bóluefnin nái ekki þessu stökkbreyta formi af þessu eggjahvítuefni en við vonumst til þess að það geri það.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það hafa verið viðbúið að omíkon-afbrigðið myndi greinast hér á landi. „Ég held að þetta sé miklu víðtækara og útbreiddara heldur en við gerum okkur grein fyrir og ég sé það bara á upplýsingum frá Evrópu að þetta er að aukast mjög hratt greiningin á þessu nýja afbrigði.“ Reglugerðin sem nú er í gildi um sóttvarnaraðgerðir rennur út um miðja næstu viku. Þórólfur á von á að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði um helgina. „Mér finnst nú ólíklegt ég muni leggja til að við slökum eitthvað mikið á því að við erum á þessum óvissutíma. Kúrfa fer hægt niður. Við vorum með rúmlega 130 tilfelli í gær. Þannig að þetta fer mjög hægt niður. Við erum áfram að fá veika einstaklinga inn á spítalann af völdum delta og svo bætist ofan á þetta nýja afbrigði sem að við þekkjum ekki alveg og vitum ekki alveg hvar við stöndum með. Þannig að þetta er svolítil óvissa í þessu og meðan að svo er þá væri nú mjög óráðlegt í samfélaginu að fara út í einhverjar miklar tilslakarnir það gæti endað illa.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. 2. desember 2021 11:10 Allt útlit fyrir að sjö hafi greinst smitaðir af omíkron Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að allt líti út fyrir að sjö einstaklingar hafi greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. 2. desember 2021 15:42 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Það var í fyrradag sem karlmaður sem legið hafði inni á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi um hríð var fluttur á Landspítalann. Maðurinn sem er á áttræðisaldri hafði þá greinst með kórónuveiruna og því var ákveðið að flytja hann á farsóttardeild Landspítalans. Maðurinn er ekki mikið veikur af veirunni. Hann er fullbólusettur og var nýbúinn að fá örvunarskammt. Hann hafði ekki ferðast til útlanda nýlega en þrátt fyrir það vaknaði grunur, þegar sýni hans var skoðað af veirufræðideild spítalans, um að hann væri með omíkron-afbrigði veirunnar. Sýnið fór frá spítalanum til Íslenskrar erfðagreiningar sem hefur frá upphafi faraldursins raðgreint jákvæð sýni. Sú raðgreining sýndi svo í gær að maðurinn er með omíkron-afbrigði veirunnar. „Það lítur út fyrir að það séu svona í kringum sjö einstaklingar sem hafi smitast af þessari veiru og þeir tengjast allir. Þannig að sá möguleiki er fyrir hendi að veiran sé, þetta afbrigði veirunnar sé ekki komið víða í íslensku samfélagi en sá möguleiki er fyrir hendi,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Aðspurður um það hvort að þau bóluefni sem nú þegar eru til gegn veirunni virki gegn þessu nýja afbrigði segir Kári erfitt að fullyrða eitthvað um það núna. „Við höfum ekkert í höndunum sem bendir til þess að það geri það ekki en sá möguleiki er svo sannarlega fyrir hendi að bóluefnin nái ekki þessu stökkbreyta formi af þessu eggjahvítuefni en við vonumst til þess að það geri það.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það hafa verið viðbúið að omíkon-afbrigðið myndi greinast hér á landi. „Ég held að þetta sé miklu víðtækara og útbreiddara heldur en við gerum okkur grein fyrir og ég sé það bara á upplýsingum frá Evrópu að þetta er að aukast mjög hratt greiningin á þessu nýja afbrigði.“ Reglugerðin sem nú er í gildi um sóttvarnaraðgerðir rennur út um miðja næstu viku. Þórólfur á von á að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði um helgina. „Mér finnst nú ólíklegt ég muni leggja til að við slökum eitthvað mikið á því að við erum á þessum óvissutíma. Kúrfa fer hægt niður. Við vorum með rúmlega 130 tilfelli í gær. Þannig að þetta fer mjög hægt niður. Við erum áfram að fá veika einstaklinga inn á spítalann af völdum delta og svo bætist ofan á þetta nýja afbrigði sem að við þekkjum ekki alveg og vitum ekki alveg hvar við stöndum með. Þannig að þetta er svolítil óvissa í þessu og meðan að svo er þá væri nú mjög óráðlegt í samfélaginu að fara út í einhverjar miklar tilslakarnir það gæti endað illa.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. 2. desember 2021 11:10 Allt útlit fyrir að sjö hafi greinst smitaðir af omíkron Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að allt líti út fyrir að sjö einstaklingar hafi greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. 2. desember 2021 15:42 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sá sem greindist smitaður af omíkron nýbúinn að fá örvunarskammt Sóttvarnalæknir segir ekki koma á óvart að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst hér á landi. Nú þurfi hins vegar að bíða svara við spurningunni hvort bólusetningin gegn Covid-19 verndi fólk gegn þessu nýja afbrigði veirunnar. 2. desember 2021 11:10
Allt útlit fyrir að sjö hafi greinst smitaðir af omíkron Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að allt líti út fyrir að sjö einstaklingar hafi greinst með omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. 2. desember 2021 15:42