Bólusett fram að jólum og milli jóla og nýárs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. desember 2021 06:13 Bólusett verður í Laugardalshöll í næstu viku en við Suðurlandsbraut frá 13. desember. Vísir/Vilhelm Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út dagskrá bólusetninga fram að áramótum. Áfram verður boðað í örvunarbólusetningu en allir þeir sem fengu seinni skammt fyrir 5 mánuðum eða fyrr geta mætt og gefið upp kennitölu. Í dag verður opið hús fyrir hálfbólusetta og óbólusetta og bólusett með bóluefnunum frá Pfizer, Moderna og Janssen. Á mánudag verður boðað í örvunarbólusetningu með Moderna en allir karlar 40 ára og eldri og konur 18 ára og eldri eru velkomin. Á þriðjudag verður boðað í örvunarbólusetningu með Pfizer en grunnbólusetning verður líka í boði fyrir 12 ára og eldri. Þá verður boðað í örvunarbólusetningu með Pfizer og Moderna á miðvikudag en Janssen verður í boði fyrir óbólusetta. Fimmtudaginn 9. desember verður opið hús fyrir hálfbólusetta og óbólusetta og í boði verða öll bóluefnin sem notuð eru hérlendis; frá Pfizer, Moderna, Janssen og AstraZeneca. Sama verður uppi á teningnum föstudaginn 10. desember, nema þá verður ekki bólusett með AstraZeneca. Ofangreindar bólusetningar fara fram í Laugardalshöll, þar sem opið verður milli klukkan 10 og 15. Frá og með 13. desember verður bólusett að Suðurlandsbraut 34, á milli klukkan 10 og 15, og þá verður boðið upp á Pfizer, Moderna og Janssen alla daga en AstraZeneca á fimmtudögum. Ekki verður bólusett á Þorláksmessu og aðfangadag. Milli jóla og nýárs verður bólusett alla daga en opnunartíminn verður styttur. Þá halda bólusetningar áfram í janúar og áfram boðað í örvunarskammta en fyrirkomulag verður auglýst síðar. Nánar um örvunarbólusetningar og grunnbólusetningar *Fólk sem fékk Janssen og svo örvunarskammt getur komið í þriðju bólusetningu fimm mánuðum eftir örvunarskammtinn. *Þau sem eru 70 ára og eldri geta komið í örvun ef 3 mánuðir eru liðnir frá grunnbólusetningu. *Karlmenn 39 ára og yngri eiga helst ekki að fá Moderna skv. Embætti landlæknis og er því mælt með Pfizer fyrir þá. *Börn 12 til 18 ára mega bara fá Pfizer. *Öll sem eru íslenska kennitölu geta komið í bólusetningu. Þau sem eru ekki með íslenska kennitölu þurfa fyrst að skrá sig á síðunni bolusetning.covid.is og bíða eftir staðfestingu áður en þau mæta. *Þau sem þurfa bólusetningu út í bíl verða bólusett á fimmtudögum og föstudögum. Einfaldast er að hafa fylgdarmann sem getur farið inn til að láta vita. Þau sem koma ein geta hringt í síma 513-5000 til að fá aðstoð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Í dag verður opið hús fyrir hálfbólusetta og óbólusetta og bólusett með bóluefnunum frá Pfizer, Moderna og Janssen. Á mánudag verður boðað í örvunarbólusetningu með Moderna en allir karlar 40 ára og eldri og konur 18 ára og eldri eru velkomin. Á þriðjudag verður boðað í örvunarbólusetningu með Pfizer en grunnbólusetning verður líka í boði fyrir 12 ára og eldri. Þá verður boðað í örvunarbólusetningu með Pfizer og Moderna á miðvikudag en Janssen verður í boði fyrir óbólusetta. Fimmtudaginn 9. desember verður opið hús fyrir hálfbólusetta og óbólusetta og í boði verða öll bóluefnin sem notuð eru hérlendis; frá Pfizer, Moderna, Janssen og AstraZeneca. Sama verður uppi á teningnum föstudaginn 10. desember, nema þá verður ekki bólusett með AstraZeneca. Ofangreindar bólusetningar fara fram í Laugardalshöll, þar sem opið verður milli klukkan 10 og 15. Frá og með 13. desember verður bólusett að Suðurlandsbraut 34, á milli klukkan 10 og 15, og þá verður boðið upp á Pfizer, Moderna og Janssen alla daga en AstraZeneca á fimmtudögum. Ekki verður bólusett á Þorláksmessu og aðfangadag. Milli jóla og nýárs verður bólusett alla daga en opnunartíminn verður styttur. Þá halda bólusetningar áfram í janúar og áfram boðað í örvunarskammta en fyrirkomulag verður auglýst síðar. Nánar um örvunarbólusetningar og grunnbólusetningar *Fólk sem fékk Janssen og svo örvunarskammt getur komið í þriðju bólusetningu fimm mánuðum eftir örvunarskammtinn. *Þau sem eru 70 ára og eldri geta komið í örvun ef 3 mánuðir eru liðnir frá grunnbólusetningu. *Karlmenn 39 ára og yngri eiga helst ekki að fá Moderna skv. Embætti landlæknis og er því mælt með Pfizer fyrir þá. *Börn 12 til 18 ára mega bara fá Pfizer. *Öll sem eru íslenska kennitölu geta komið í bólusetningu. Þau sem eru ekki með íslenska kennitölu þurfa fyrst að skrá sig á síðunni bolusetning.covid.is og bíða eftir staðfestingu áður en þau mæta. *Þau sem þurfa bólusetningu út í bíl verða bólusett á fimmtudögum og föstudögum. Einfaldast er að hafa fylgdarmann sem getur farið inn til að láta vita. Þau sem koma ein geta hringt í síma 513-5000 til að fá aðstoð.
Nánar um örvunarbólusetningar og grunnbólusetningar *Fólk sem fékk Janssen og svo örvunarskammt getur komið í þriðju bólusetningu fimm mánuðum eftir örvunarskammtinn. *Þau sem eru 70 ára og eldri geta komið í örvun ef 3 mánuðir eru liðnir frá grunnbólusetningu. *Karlmenn 39 ára og yngri eiga helst ekki að fá Moderna skv. Embætti landlæknis og er því mælt með Pfizer fyrir þá. *Börn 12 til 18 ára mega bara fá Pfizer. *Öll sem eru íslenska kennitölu geta komið í bólusetningu. Þau sem eru ekki með íslenska kennitölu þurfa fyrst að skrá sig á síðunni bolusetning.covid.is og bíða eftir staðfestingu áður en þau mæta. *Þau sem þurfa bólusetningu út í bíl verða bólusett á fimmtudögum og föstudögum. Einfaldast er að hafa fylgdarmann sem getur farið inn til að láta vita. Þau sem koma ein geta hringt í síma 513-5000 til að fá aðstoð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira