Engin takmörk á gestafjölda í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum frá 15. júní Þann 15. júní næstkomandi taka í gildi frekari tilslakanir á samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins. Fjöldatakmörk á samkomum hækka úr 200 í 500 manns og núgildandi takmarkanir á gestafjölda sundlauga og líkamsræktarstöðva við 75% af leyfilegum hámarksfjölda falla jafnframt niður. Innlent 11. júní 2020 18:17
Ekkert smit greinst síðan á föstudag Enn eru þrjú virk kórónuveirusmit hér á landi en ekkert nýtt smit greindist milli daga. Nýtt smit greindist síðast á föstudag. Innlent 11. júní 2020 13:00
Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. Erlent 11. júní 2020 11:33
Finnar bjóða Íslendinga velkomna Finnsk stjórnvöld hafa opnað á ferðir einstaklinga frá sex löndum til Finnlands frá og með 15. júní næstkomandi. Ísland er eitt þeirra ríkja, en athygli vekur að grannlandið Svíþjóð er ekki á lista. Erlent 11. júní 2020 10:36
Íslendingar hvattir til að dreifa myndum sem sýna hversu gott lífið er hér Myndaleikur Icelandair 2020 heitir Heimssókn og er markmiðið er að fá Íslendinga til þess að taka myndir af landinu, deila á Facebook eða Instagram og merkja þær #icelandisopen. Lífið 11. júní 2020 10:29
Stilling og Liqui Moly gefa bætiefni að andvirði 25 milljóna króna til bílaleiga Stilling hf. ætlar í samstarfi við þýska olíu- og bætiefnaframleiðandann Liqui Moly að styðja við íslenskar bílaleigur. Allar bílaleigur, rútufyrirtæki sem og aðrir flotaeigendur fá bætiefni frá Liqui Moly sem ver eldsneytiskerfi bifreiða fyrir tæringu og ryðmyndun. Bílar 11. júní 2020 07:00
Meira en tvær milljónir tilfella í Bandaríkjunum Meira en tvær milljónir manna hafa nú greinst með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19 í Bandaríkjunum. Hvergi í heiminum hafa fleiri tilfelli veirunnar verið staðfest. Erlent 11. júní 2020 06:41
Eitt nýtt smit hjá ensku úrvalsdeildarliðunum Nú er vika í að keppni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hefjist að nýju, eftir hlé frá því í mars vegna kórónuveirufaraldursins, og er grannt fylgst með heilsu leikmanna. Enski boltinn 10. júní 2020 21:30
„Eins og djammið sé það versta sem hefur komið fyrir“ Meðeigandi skemmtistaðarins B5 segir aðstæður skemmtistaða afar slæmar. Þá gagnrýnir hann viðhorf yfirvalda til næturlífsins og á bágt með að trúa að meiri smithætta sé þar en á öðrum stöðum þar sem mikill fjöldi kemur saman. Innlent 10. júní 2020 20:29
Skjótari viðbrögð hefðu getað fækkað dauðsföllum um helming Fyrrverandi vísindaráðgjafi breskra stjórnvalda segir að helmingi færri hefðu látist í kórónuveirufaraldrinum hefðu tilmæli um að fólk héldi sig heima verið gefin út viku fyrr. Bretland greip síðar til aðgerða vegna faraldursins en flest önnur vestræn ríki. Erlent 10. júní 2020 19:55
Alvarlegasta smithættan á djamminu Fimm hundruð manns mega koma saman frá og með næsta mánudegi þegar samkomubanni verður aflétt frekar. Skemmti- og vínveitingastöðum verður áfram lokað klukkan ellefu en óvíst er hvenær því verður breytt. Innlent 10. júní 2020 17:09
Ríður á að ferðaþjónustufólk fylgist með heilsu ferðamanna sem það sinnir „Eins og svo oft í þessum faraldri er kannski komið allt í einu fólk sem að hafði ekki hugsað sér að vera einhverjir framlínustarfsmenn í baráttu við einhvern heimsfaraldur en svona er staðan,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Innlent 10. júní 2020 15:42
Ferðamenn fái niðurstöður skimunar í gegnum appið Stefnt er að því að koma niðurstöðum úr skimunum fyrir kórónuveirunni á landamærum hér á landi til ferðamanna í gegnum smitrakningarappið Rakning C-19. Innlent 10. júní 2020 14:51
Svona var blaðamannafundurinn um sýnatöku á landamærunum Bein útsending og textalýsing frá blaðamannafundi heilbrigðisráðherra um framkvæmd sýnatöku á landamærum vegna Covid-19. Innlent 10. júní 2020 13:16
Ríkið: „Covid flýtti í raun bara þróun sem var að verða“ Vinnustaðir eru að breytast hratt þessi misserin og það á við um vinnustaði hins opinbera eins og í einkageiranum. Atvinnulíf 10. júní 2020 13:00
41 sýni tekið og ekkert smit greindist Enn eru þrjú virk kórónuveirusmit hér á landi en ekkert nýtt smit greindist milli daga. Nýtt smit greindist síðast á föstudag. Innlent 10. júní 2020 12:57
Kamerún vanræktasta neyðarsvæðið í veröldinni Níu af tíu vanræktustu neyðarsvæðum veraldar eru í Afríku. Átakasvæðin sem fá minnstan stuðning eru í Kamerún, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Burkina Faso. Heimsmarkmiðin 10. júní 2020 12:10
„Eiginlega einhugur“ um að opna innri landamærin á undan þeim ytri Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að aðildarríki Schengen-samstarfsins séu eiginlega einhuga um það að opna innri landamærin sín á milli fyrst áður en þau opni ytri landamæri Schengen-svæðisins í sameiningu. Innlent 10. júní 2020 11:30
Fækkun ferðalaga, breytt fundarmenning og ný tækifæri fyrir alþjóðlegt umhverfi „Þessi faraldur hefur gefið alþjóðlegum fyrirtækjum tækifæri til að prófa aðstæður sem áður voru ekki taldar henta eða ganga upp,“ segir Valdís Arnórsdóttir hjá Marel. Atvinnulíf 10. júní 2020 11:00
Boðað til blaðamannafundar um sýnatöku á landamærunum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum klukkan tvö í dag. Innlent 10. júní 2020 09:49
Æfingaleikur Man. United gegn Stoke flautaður af á síðustu stundu vegna kórónuveirusmits Það var mikil dramatík á æfingasvæði Manchester United í gær er liðið hafði skipulagt æfingaleik gegn Stoke. Kórónuveirusmit greindist hjá Stoke og því var hætt við leikinn, sem átti að fara fram bak við luktar dyr. Enski boltinn 10. júní 2020 09:00
Gjörbreyttir vinnustaðir um land allt: „Búseta starfsmanna skiptir í raun ekki máli“ Vinnustaðir um land allt eru að taka stakkaskiptum í kjölfar kórónufaraldurs. Fjarfundir færa fólkið nær hvort öðru þannig að höfuðborg og landsbyggð eru ekki eins aðskilin. Fjarvinna virðist stefna í að verða hluti af baráttunni við loftlagsvánna. Atvinnulíf 10. júní 2020 09:00
„Miðaldra vinkonur“ fara út fyrir boxið og rúlla hringinn í beinni Rúna Magnúsdóttir, Bjarney Lúðvíksdóttir og Rannveig Grétarsdóttir ætla að fara hringinn í kringum landið á rafbrettum og rafhlaupahjólum í sumar. Þær segjast ekki vera í góðu formi, en markmiðið er að vekja athygli á Íslandi. Lífið 10. júní 2020 07:00
WHO leiðréttir „misskilning“ um einkennalausa smitbera Enn er margt á huldu um einkennalausa smitbera nýs afbrigðis kórónuveirunnar og hversu algeng slík tilfelli eru, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Orð eins yfirmanna stofnunarinnar um að einkennalaus smit væru „mjög sjaldgæf“ ollu töluverðu fjaðrafoki og segir stofnunin að um misskilning hafi verið að ræða. Erlent 9. júní 2020 20:22
Á íslensku í fyrsta sinn í hálfa öld Þar sem engir ferðamenn eru á landinu ákváðu útgefendur tímaritsins Iceland Review í fyrsta sinn í hátt í sextíu ár að gefa blaðið út á íslensku. Innlent 9. júní 2020 20:00
Brottfarareftirlit ef Ísland slakar á ferðatakmörkunum Schengen Áfram stendur til að opna landamærin þann 15. júní næstkomandi fyrir ferðamönnum innan Schengen og byrja að skima þá við komuna til landsins. Innlent 9. júní 2020 19:24
Hundruð sögð látin vegna kórónuveirunnar í Jemen Læknar og mannréttindabaráttufólk í Jemen telja líklegt að hundruð hafi látist á síðustu dögum í landinu af völdum kórónuveirunnar. Erlent 9. júní 2020 19:00
Ríkisstjórn Bolsonaro skipað að birta tölfræði um faraldurinn Hæstaréttardómari í Brasilíu skipaði ríkisstjórn Jairs Bolsonaro forseta að halda áfram að birta tölfræði um kórónuveirufaraldurinn. Ríkisstjórnin hefur verið sökuð um að hylma yfir alvarleika faraldursins með því að hætta að birta heildartölur yfir fjölda látinna og smitaðra. Erlent 9. júní 2020 18:29
Farþegar með grímur þegar Icelandair flýgur á ný Bæði áhöfn og farþegar um borð í flugvélum Icelandair þurfa að vera með andlitsgrímur þegar félagið hefur daglegt áætlunarflug til lykiláfangastað í næstu viku. Farþegar sem finna fyrir einkennum sem líkjast flensu verða hvattir til að fresta ferðalagi sínu. Innlent 9. júní 2020 17:22
Dómsúrskurður bjargar Amiens og Toulouse frá falli Amiens og Toulouse verða í frönsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili þrátt fyrir allt. Fótbolti 9. júní 2020 17:00