Mikið magn nytjamuna fellur til á hverjum degi Heimir Már Pétursson skrifar 14. júní 2020 20:13 Fækkun AirBnB-íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur meðal annars komið fram í auknu framboði á nýlegum notuðum húsgögnum. Þá er greinilegt að landsmenn hafa notað kórónuveirufaraldurinn til að taka til heima hjá sér. Hjá Góða hirðinum er mikið úrval húsgagna og segir Ruth að greina megi nýrri húsgögn undanfarnar vikur sem komi frá AirBnB íbúðum sem eru hættar í skammtímaleigu.Stöð 2 Mikið magn húsgagna og annarra heimilismuna fellur til á degi hverjum á Íslandi. Þegar sest er niður með Ruth Einarsdóttur, rekstrarstjóra Góða hirðisins, í einu sófasettanna þar er eins og maður sé kominn í heimsókn til frænku sinnar. En hún segir breytingu hafa orðið á í kórónuveirufaraldrinum. „Já, við höfum fundið mikinn mun. Þegar samkomubannið skall á sem harðast var fólk mikið heima við. Fólk í hlutastarfi og slíkt og hafði því mikinn tíma aflögu,“ segir Ruth. Sá tími hafi greinilega verið notaður af mörgum til að taka til í geymslum og bílskúrum því mikið magn hafi borist til Góða hirðisins.“ Þá mikið af húsgögnum? „Mikið af húsgögnum. Smávaran er alltaf stærst hjá okkur en það hefur klárlega orðið auking í húsgögnunum,“ segir Ruth. Fækkun AirBnB íbúða vegna minni eftirspurnar ferðamanna undanfarna mánuði komi fram á sinn hátt hjá Góða hirðinum. Ruth Einarsdóttir rekstrarstjóri Góða hirðirsins segir greinilegt að fólk hafi notað tímann í kórónuveirufaraldrinum til að taka til í geymslum og bílskúrum.Stöð 2 „Það hefur orðið aukning eins og í rúmum og við erum að sjá nýrri húsgögn koma inn. Þá er ég ekki að tala um gamla muni sem hafa verið að dúkka upp í bílskúrum og geymslum hjá fólki heldur alveg klárlega hluti sem við köllum IKEA-hluti,“ segir Ruth. Og Íslendingar eru sannarlega mikil neysluþjóð því það er ekkert smáræði sem fellur til af notuðum hlutum frá heimilum landsmanna. „Að jafnaði er þetta myndi ég segja átta til níu tonn á dag.“ Það er ansi mikið og er þetta fljótt að fara líka? „Þetta er mjög fljótt að fara. Velta fyrirtækisins í fyrra var um 324 milljónir en meðalverð er 271 króna. Þannig að það er fjör hérna,“ segir Ruth Einarsdóttir. Sorpa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Airbnb Umhverfismál Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Fækkun AirBnB-íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur meðal annars komið fram í auknu framboði á nýlegum notuðum húsgögnum. Þá er greinilegt að landsmenn hafa notað kórónuveirufaraldurinn til að taka til heima hjá sér. Hjá Góða hirðinum er mikið úrval húsgagna og segir Ruth að greina megi nýrri húsgögn undanfarnar vikur sem komi frá AirBnB íbúðum sem eru hættar í skammtímaleigu.Stöð 2 Mikið magn húsgagna og annarra heimilismuna fellur til á degi hverjum á Íslandi. Þegar sest er niður með Ruth Einarsdóttur, rekstrarstjóra Góða hirðisins, í einu sófasettanna þar er eins og maður sé kominn í heimsókn til frænku sinnar. En hún segir breytingu hafa orðið á í kórónuveirufaraldrinum. „Já, við höfum fundið mikinn mun. Þegar samkomubannið skall á sem harðast var fólk mikið heima við. Fólk í hlutastarfi og slíkt og hafði því mikinn tíma aflögu,“ segir Ruth. Sá tími hafi greinilega verið notaður af mörgum til að taka til í geymslum og bílskúrum því mikið magn hafi borist til Góða hirðisins.“ Þá mikið af húsgögnum? „Mikið af húsgögnum. Smávaran er alltaf stærst hjá okkur en það hefur klárlega orðið auking í húsgögnunum,“ segir Ruth. Fækkun AirBnB íbúða vegna minni eftirspurnar ferðamanna undanfarna mánuði komi fram á sinn hátt hjá Góða hirðinum. Ruth Einarsdóttir rekstrarstjóri Góða hirðirsins segir greinilegt að fólk hafi notað tímann í kórónuveirufaraldrinum til að taka til í geymslum og bílskúrum.Stöð 2 „Það hefur orðið aukning eins og í rúmum og við erum að sjá nýrri húsgögn koma inn. Þá er ég ekki að tala um gamla muni sem hafa verið að dúkka upp í bílskúrum og geymslum hjá fólki heldur alveg klárlega hluti sem við köllum IKEA-hluti,“ segir Ruth. Og Íslendingar eru sannarlega mikil neysluþjóð því það er ekkert smáræði sem fellur til af notuðum hlutum frá heimilum landsmanna. „Að jafnaði er þetta myndi ég segja átta til níu tonn á dag.“ Það er ansi mikið og er þetta fljótt að fara líka? „Þetta er mjög fljótt að fara. Velta fyrirtækisins í fyrra var um 324 milljónir en meðalverð er 271 króna. Þannig að það er fjör hérna,“ segir Ruth Einarsdóttir.
Sorpa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Airbnb Umhverfismál Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira