Innlent

Þriðji maðurinn fundinn en sex leitað til viðbótar

Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa
Frá aðgerðum lögreglu í dag.
Frá aðgerðum lögreglu í dag. Vísir/Baldur

Lögreglan leitar nú að sex mönnum til viðbótar í tengslum við mál Rúmenanna sem handteknir voru á föstudag. Mennirnir sem voru handteknir komu til landsins frá Lundúnum síðastliðinn þriðjudag.

Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson verkefnastjóri hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Talið er að fólkið tengist skipulagðri brotastarfsemi. 

Mennirnir komu til landsins nokkrum dögum áður en þeir sem handteknir voru á föstudag. Grunur er um að þeir hafi verið útsettir fyrir smiti en ekki virt reglur um sóttkví.

Þriðji maðurinn sem leitað var að fannst í dag í framhaldi af ábendingu. Hann hafði verið í húsnæði í Reykjavík og verður nú sendur í yfirheyrslur og sýnatöku. 

Grunur er um að hann hafi brotið reglur um sóttkví en þetta staðfestir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.

Þeir sem handteknir voru og reyndust smitaðir eru komin á Covid-göngudeild en allir verða vistaðir á farsóttarheimilinu á Rauðarárstíg. 


Tengdar fréttir

Lýsa enn eftir Pioaru Alexandru Ionut

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir rúmenskum karlmanni, Pioaru Alexandru Ionut, sem kom til landsins fyrripart síðustu viku í sex manna hópi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×