Sárafátækt eykst meira meðal kvenna en karla vegna heimsfaraldurs Talið er að konum í hópi sárafátækra fjölgi um 47 milljónir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og afleiðinga hans Heimsmarkmiðin 3. september 2020 10:56
Útibúi lokað og þrettán í sóttkví vegna smits starfsmanns Þrettán starfsmenn Landsbankans í Mjódd eru komnir í sóttkví. Beðið er upplýsinga hvort að hafa þurfi samband við viðskiptavini sem mættu í útibúið fyrr í vikunni. Viðskipti innlent 3. september 2020 09:48
Kletturinn og fjölskylda smituðust öll af kórónuveirunni Bandaríski leikarinn Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock eða Kletturinn, smitaðist á dögunum af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Erlent 3. september 2020 06:28
Tveir smitaðir á Ísafirði, tólf í sóttkví Tólf manns hafa verið settir í sóttkví eftir að tvö ný kórónuveirusmit greindust á Ísafirði í dag. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða segir að unnið sé að smitrakningu með sýnatökum og mótefnamælingum. Innlent 2. september 2020 23:34
Segja ríkjum að búa sig undir bóluefni rétt fyrir kosningar Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur sagt heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og stærstu borgum landsins að búa sig undir að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til tiltekinna hópa strax í lok október eða byrjun nóvember, rétt fyrir kosningar. Erlent 2. september 2020 22:30
Berlusconi með kórónuveiruna Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er í einangrun á heimili sínu nærri Mílanó eftir að hann greindist með nýtt afbrigði kórónuveiru. Erlent 2. september 2020 17:31
Langflestir sáttir við sóttvarnaraðgerðir Almenningur virðist almennt ánægður með sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda sem verið hafa í gildi undanfarnar vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Innlent 2. september 2020 16:00
Í liði með Icelandair eða samkeppni í flugi? Undanfarið hálft ár hefur verið óvenjulegur tími. Heimsfaraldur COVID-19 veirunnar hefur valdið íslenzku atvinnulífi miklum búsifjum og kreppan er dýpri en við höfum áður upplifað. Skoðun 2. september 2020 14:30
Íslendingarnir hræddir við þá og fátt nema hnetur og flögur að borða Rob Dorsett, íþróttafréttamaður Sky Sports, sem staddur er hér á landi í tengslum við landsleik Íslands og Englands næstkomandi laugardag segir farir sínar ekki sléttar eftir komuna hingað til lands. Innlent 2. september 2020 14:00
Miðborgin yfirleitt „komin í dúnalogn“ um miðnætti Þrátt fyrir að fjölmenn hópslagsmál í miðborginni hafi verið hávær í umræðunni undanfarna daga er miðborgin alla jafna „komin í dúnalogn“ um miðnætti um helgar að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 2. september 2020 12:48
Ekki hægt að líta á sölutrygginguna sem aðstoð ríkisins við Icelandair Ekki er hægt að líta á sölutryggingu tveggja ríkisbanka á hlutafjárútboði Icelandair sem auka aðstoð ríkisins við flugfélagið að sögn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Það kunni að vera að sölutrygging á sex milljörðum króna sé fjárhagslega skynsamleg fyrir bankana sem eigi mikið undir að rekstur Icelandair verði tryggður. Viðskipti innlent 2. september 2020 12:27
Fimm greindust innanlands Alls greindust fimm með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn, annan daginn í röð. Innlent 2. september 2020 11:09
Óttast um líf barna í sunnanverðri Afríku vegna matarskorts Óttast er að 67 þúsund börn í löndum Afríku sunnan Sahara svelti í hel fyrir árslok. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur leitt til aukins matarskorts. Heimsmarkmiðin 2. september 2020 10:52
„Vil hvetja stjórnendur að tileinka sér aðferð þríeykisins“ Þríeykið er sannkölluð fyrirmynd í stjórnun segir Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir sem hvetur stjórnendur til að taka upp þeirra aðferðir og hefur trú á því að stjórnunarhæfni þeirra verði rannsökuð í framtíðinni. Atvinnulíf 2. september 2020 09:00
Kári svarar Herði og spyr hverju hann hafi átt að hóta ríkisstjórninni Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, virðist ekki sáttur við leiðara Harðar Ægissonar, ritstjóra Markaðsins, fylgiblaðs Fréttablaðsins um viðskipti, sem birtist í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag. Innlent 2. september 2020 08:49
Hömlulaust djamm í Færeyjum á ný Takmarkanir á opnun skemmtistaða og bara í Færeyjum sem verið hafa í gildi eru nú fallnar úr gildi og verða ekki framlengdar. Erlent 2. september 2020 08:07
Stöndum vörð um fjölskyldur langveikra barna Á undanförnum mánuðum höfum við Íslendingar eins og heimsbyggðin öll kynnst því hvaða áhrif viðvarandi heilsufarsleg ógn hefur á athafnir, líðan og afkomu. Óvissan er mörgum óbærileg og enginn veit hvað gerist næst. Skoðun 2. september 2020 07:30
Hrækt að ráðherra og ráðist að kynhneigð hans Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýsklands, fékk yfir sig háðsglósur og fúkyrðaflaum síðastliðinn laugardag þar sem hann reyndi að tala við mótmælendur í Norðurrín-Vestfalíu, einu sambandslandi Þýskalands. Erlent 1. september 2020 23:37
Mótefni minnkar ekki á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu Niðurstöður rannsóknar vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólks þeirra benda til þess að ekki dragi úr mótefni sem myndast í blóði þegar fólk smitast af Covid-19 á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu. Innlent 1. september 2020 21:07
23 fjölmiðlar skipta 400 milljónum á milli sín Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur samþykkt tillögur fjölmiðlanefndar um sérstakan rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla, til að mæta efnahagsáhrifum heimsfaraldurs kórónaveiru. 23 fjölmiðlar uppfylltu skilyrði og skipta með sér milljónunum 400. Viðskipti innlent 1. september 2020 16:37
Uppsagnirnar á Herjólfi „hrikalega þungbærar“ Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir það afar þungbært að öllum starfsmönnum Herjólfs ohf. Hafi verið sagt upp störfum í gær. Innlent 1. september 2020 12:35
Ráðherra heimsækir Suðurnesin vegna ástandsins Félagsmálaráðherra mun heimsækja Suðurnes öðru hvoru megin við helgina til að fara yfir stöðuna í þeim landshluta vegna mikils atvinnuleysis. 17 prósent eru án atvinnu á Suðurnesjum og nær fimmti hver atvinnulaus í Reykjanesbæ. Innlent 1. september 2020 12:23
Milljón Rússar hafa smitast af Covid-19 Landið er fjórða ríkið til að ná þessum áfanga, ef svo má að orði komast, eftir að tilfellum fjölgaði um 4.729 á milli daga. Erlent 1. september 2020 11:43
Biður fólk að anda rólega varðandi bóluefni gegn kórónuveirunni Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir meiri bjartsýni ríkja nú en áður um það að bóluefni gegn kórónuveirunni sem veldur Covid-19 komi á markað á fyrri hluta næsta árs. Innlent 1. september 2020 11:37
Fimm greindust innanlands í gær Alls greindust fimm með virkt kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn hér á landi. Þá greindust fjórir með kórónuveirusmit á landamærunum, en niðurstöðu mótefnamælingar er beðið í tilviki tveggja. Hinir tveir voru með mótefni. Innlent 1. september 2020 11:03
Gagnrýna Ungverja fyrir að loka landamærunum einhliða Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gagnrýnt ákvörðun ungverskra stjórnvalda um að loka landamærum sínum einhliða til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Erlent 1. september 2020 10:57
Hugleiðingar í kjölfar atvinnumissis í ferðaþjónustu Fyrir nokkrum mánuðum, í upphafi heimsfaraldursins, skrifaði ég smá hugleiðingar mínar um stöðu ferðaþjónustunnar og hversu mikilvægt það væri að hjálpa fyrirtækjum og starfsfólki í greininni. Skoðun 1. september 2020 10:30
Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. Viðskipti innlent 1. september 2020 10:29
Óttast að lífsýni úr skimunum verði notuð í annarlegum tilgangi Yfirvöld í Hong Kong hafa ákveðið að ráðast í víðtækar skimanir fyrir kórónuveirunni á sjálfsstjórnarsvæðinu og er markmiðið að ná til allra íbúa þess, sem telja 7,5 milljón. Erlent 1. september 2020 07:57
Tapaði ríflega milljarði á fyrri hluta ársins Íslandshótel, stærsta hótelkeðja landsins, tapaði ríflega einum milljarði króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Viðskipti innlent 1. september 2020 07:30