Fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans: „Heimurinn gæti orðið eins og árið 1900“ Sylvía Hall skrifar 5. september 2020 15:29 Robert Zoellick, fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans. Vísir/Getty Robert Zoellick, fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans, segir nauðsynlegt að lönd heimsins taki höndum saman til þess að tækla þá efnahagskreppu sem blasir við í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Ef lönd færu að einangra sig og loka á alþjóðasamvinnu gæti ástandið versnað til muna. „Heimurinn gæti orðið eins og hann var árið 1900 þegar stórveldi voru í samkeppni,“ sagði Zoellick í samtali við breska ríkisútvarpið. Samstaða væri lykilatriði í átt að betra efnahagsástandi um allan heim. Zoellick gagnrýndi einnig Donald Trump Bandaríkjaforseta harðlega. Hann segir spennuna á milli Kína og Bandaríkjanna vera mikið áhyggjuefni og mikla ógn við þá vinnu sem framundan er vegna efnahagsástandsins. Samband þjóðanna væri í frjálsu falli. „Ég held við vitum ekki hvar botninn er, og það er mjög hættuleg staða.“ Hann kallaði eftir því að Trump myndi frekar leggja áherslu á því að vinna að lausn með Kína, frekar en að kenna þeim um vandann. Persónuleiki forsetans væri að valda meiri skaða en stefnumál hans. Zoellick var forstjóri Alþjóðabankans frá árinu 2007 til ársins 2012 og vann því náið með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og ríkisstjórnum heimsins í kjölfar efnahagshrunsins. Hann benti á að þá hefðu þjóðir heimsins unnið saman að endurreisn kerfisins en hann óttaðist að staðan væri önnur í þetta skiptið. „Við höfum ekki sömu samstöðu núna.“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Robert Zoellick, fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans, segir nauðsynlegt að lönd heimsins taki höndum saman til þess að tækla þá efnahagskreppu sem blasir við í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Ef lönd færu að einangra sig og loka á alþjóðasamvinnu gæti ástandið versnað til muna. „Heimurinn gæti orðið eins og hann var árið 1900 þegar stórveldi voru í samkeppni,“ sagði Zoellick í samtali við breska ríkisútvarpið. Samstaða væri lykilatriði í átt að betra efnahagsástandi um allan heim. Zoellick gagnrýndi einnig Donald Trump Bandaríkjaforseta harðlega. Hann segir spennuna á milli Kína og Bandaríkjanna vera mikið áhyggjuefni og mikla ógn við þá vinnu sem framundan er vegna efnahagsástandsins. Samband þjóðanna væri í frjálsu falli. „Ég held við vitum ekki hvar botninn er, og það er mjög hættuleg staða.“ Hann kallaði eftir því að Trump myndi frekar leggja áherslu á því að vinna að lausn með Kína, frekar en að kenna þeim um vandann. Persónuleiki forsetans væri að valda meiri skaða en stefnumál hans. Zoellick var forstjóri Alþjóðabankans frá árinu 2007 til ársins 2012 og vann því náið með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og ríkisstjórnum heimsins í kjölfar efnahagshrunsins. Hann benti á að þá hefðu þjóðir heimsins unnið saman að endurreisn kerfisins en hann óttaðist að staðan væri önnur í þetta skiptið. „Við höfum ekki sömu samstöðu núna.“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira