Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Segir tíma til kominn að fjár­festa í fram­tíðinni

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir nauðsynlegt að innleiða fjórðu stoð hagkerfisins. Þrjár helstu stoðir hagkerfisins, ferðaþjónustan, orkusækinn iðnaður og sjávarútvegur séu að þolmörkum komnar og nú þurfi að beina sjónum að framtíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Reynsla og rakning minnkar þörf á hörðum aðgerðum

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að vegna meiri reynslu og umfangsmikillar smitrakningar sé ekki þörf á umfangsmiklum sóttvarnaraðgerðum, enn sem komið er. Nú sé til mun meiri reynsla en þegar gripið var til harðra aðgerða í vetur.

Innlent
Fréttamynd

Boða til upplýsingafundar

Boðað hefur verið til upplýsingafundar klukkan 14 í dag. Þar munu Þórólfur Guðnason og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ræða málin. 

Innlent
Fréttamynd

Einn smitaður í Melaskóla

Nemandi í sjöunda bekk í Melaskóla greindist með Covid-19 í gær. Þetta kemur fram í póst sem skólastjóri Melaskóla, Björgvin Þór Þórhallsson, sendi foreldrum og forráðamönnum nemenda í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ekki rétt að leita að sökudólgum

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir til skoðunar að grípa til hertra aðgerða vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Verði það gert, sé markmiðið að kveða niður þessa bylgju eins hratt og auðið er. Einstaklingsbundnar varnir skili þó mestum árangri.

Innlent
Fréttamynd

Vill „allt í lás“ næstu vikurnar

Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti.

Innlent