Ráðherrar einhuga á fámennum ríkisstjórnarfundi Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 22. september 2020 13:09 Þórdís Kolbrún og Bjarni Benediktsson við Ráðherrabústaðinn í morgun. Vísir/Sigurjón Einhugur er í ríkisstjórn Íslands um áframhaldandi lokanir á skemmtistöðum og krám sem heilbrigðisráðherra hefur lagt til en grípa að öðru leyti ekki til hertra aðgerða. Fjórir ráðherrar voru fjarverandi á reglulegum fundi ríkisstjórarinnar í morgun sökum varúðarráðstafana á kórónuveirutímum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Lilja Alfeðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eru ekki á ríkisstjórnarfundi í dag vegna veikinda. Katrín og Svandís fara í sýnatöku í dag til að gæta fyllstu varúðar. Lilja er með kvef og vinnur að heiman. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti heldur ekki fundinn í morgun, en hann er í sóttkví eftir að hafa komið erlendis frá. Ekki tilefni til hertra aðgerða Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra fór yfir minnisblað sóttvarnalæknis á ríkisstjórnarfundinum. Hann segir einhug hafa verið innan ríkisstjórnarinnar. Tillögurnar fela það í sér að lokun skemmtistaða og kráa á höfuðborgarsvæðinu er framlengd til 27. september. Þá sé ekki tilefni til hertra aðgerða vegna þess hve markvisst smitrakningu og sóttkví er beitt. „Þetta var í raun til kynningar á ákvörðun sem heilbrigðisráðherra tók í gær og ég fór bara yfir þetta í ríkisstjórninni. Það var alveg einhugur um að þetta væri það rétta í stöðunni núna.“ Skiptar skoðanir eru í þjóðfélaginu um hvort að þörf sé á hertum aðgerðum. Guðmundur Ingi segir sóttvarnayfirvöld og sóttvarnalæknir þó senda þessar leiðbeiningar til ríkisstjórnar, það er að áhersla skuli lögð á rakningu. „Við erum að fara eftir þeim leiðbeiningum líkt við höfum gert hingað til. Auðvitað er þetta áhyggjuefni þessi fjölgun smita sem orðið hefur í þjóðfélaginu. Það er verið að taka á því, meðal annars með þessu. Maður hvetur líka fólk til að vera áfram á varðbergi, fara varlega, stunda sínar eigin sóttvarnir og hugsa um það að taka þátt í þessu að taka á þessu saman sem samfélag.“ „Ég er sammála því mati,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Undanfarnir sólarhringar hafa verið þannig að við virðumst vera að ná stjórn á því. Smitum að fækka og fjölgar hjá þeim sem eru í sóttkví. Vonandi tekst okkur að ná utan um það.“ Stíga skref meðalhófs Áslaug Arna dómsmálaráðherra tekur undir með Guðmundi. „Við erum auðvitað alltaf að reyna að stíga þetta meðalhóf. Hafa ákveðið frelsi innanlands þó að veiran sé einhvers staðar í gangi. Það skilar árangri að beita sóttkví og skimun. Það hefur sýnt sig til þessa. Við treystum þeim ráðleggingum sem við höfum fengið,“ segir Áslaug Arna. „Auðvitað höfum við haft áhyggjur til lengri tíma af því við vitum það lítið um veiruna. Vitum þó meira nú en áður. Reynum að nýta þá reynslu í ákvarðanir sem við tökum dags daglega.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir ástandið í þjóðfélaginu vera erfitt, nú þegar smitum hafi fjölgað svo mikið síðustu daga líkt og raun ber vitni. Hann segir þetta eitthvað sem við höfum allan tímann vitað, að smit gætu gengið svona fram og til baka. „Mér sýnist að það sem við erum að gera– og marka þá orð sóttvarnayfirvalda – að það sé margt sem bendi til að við erum að ná utan um þetta. Með því að tryggja þessar einstaklingsbundnu sóttvarnir þá náum við árangri. Ég hef trú á því.“ Opnara samfélag en víðast Sigurður Ingi segist telja það óhjákvæmilegt að stjórnvöld fylgi þeirri leið sem sóttvarnalæknir leggi til, til að ná utan um smitin. „Læra af reynslunni og þeim staðreyndum sem eru uppi og reyna að bregðast við því til að ná árangri. Við höfum sýnt það að það er hægt og ég hef trú á að við náum því aftur.“ Ráðherrann segir það ekki hafa komið sér á óvart að ekki hafi verið lagt til að gripið yrði til harðari. „Í samanburði við önnur lönd erum við með miklu opnara samfélag og gerum kröfur til okkar sjálfra að við berum öll ábyrð á þessu. Við erum öll almannavarnir.“ Sigurður Ingi sagði jafnframt að það hafi verið einhugur um tillögur sóttvarnalæknis innan ríkisstjórnarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Katrín, Lilja og Svandís ekki á ríkisstjórnarfundi vegna veikinda Forsætisráðherra fer í sýnatöku fyrir hádegi. 22. september 2020 10:10 Ráðherra staðfesti tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi lokun skemmtistaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekki þörf á, enn sem komið er, að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi umfram það sem þegar er. 21. september 2020 06:48 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Einhugur er í ríkisstjórn Íslands um áframhaldandi lokanir á skemmtistöðum og krám sem heilbrigðisráðherra hefur lagt til en grípa að öðru leyti ekki til hertra aðgerða. Fjórir ráðherrar voru fjarverandi á reglulegum fundi ríkisstjórarinnar í morgun sökum varúðarráðstafana á kórónuveirutímum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Lilja Alfeðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eru ekki á ríkisstjórnarfundi í dag vegna veikinda. Katrín og Svandís fara í sýnatöku í dag til að gæta fyllstu varúðar. Lilja er með kvef og vinnur að heiman. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti heldur ekki fundinn í morgun, en hann er í sóttkví eftir að hafa komið erlendis frá. Ekki tilefni til hertra aðgerða Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra fór yfir minnisblað sóttvarnalæknis á ríkisstjórnarfundinum. Hann segir einhug hafa verið innan ríkisstjórnarinnar. Tillögurnar fela það í sér að lokun skemmtistaða og kráa á höfuðborgarsvæðinu er framlengd til 27. september. Þá sé ekki tilefni til hertra aðgerða vegna þess hve markvisst smitrakningu og sóttkví er beitt. „Þetta var í raun til kynningar á ákvörðun sem heilbrigðisráðherra tók í gær og ég fór bara yfir þetta í ríkisstjórninni. Það var alveg einhugur um að þetta væri það rétta í stöðunni núna.“ Skiptar skoðanir eru í þjóðfélaginu um hvort að þörf sé á hertum aðgerðum. Guðmundur Ingi segir sóttvarnayfirvöld og sóttvarnalæknir þó senda þessar leiðbeiningar til ríkisstjórnar, það er að áhersla skuli lögð á rakningu. „Við erum að fara eftir þeim leiðbeiningum líkt við höfum gert hingað til. Auðvitað er þetta áhyggjuefni þessi fjölgun smita sem orðið hefur í þjóðfélaginu. Það er verið að taka á því, meðal annars með þessu. Maður hvetur líka fólk til að vera áfram á varðbergi, fara varlega, stunda sínar eigin sóttvarnir og hugsa um það að taka þátt í þessu að taka á þessu saman sem samfélag.“ „Ég er sammála því mati,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Undanfarnir sólarhringar hafa verið þannig að við virðumst vera að ná stjórn á því. Smitum að fækka og fjölgar hjá þeim sem eru í sóttkví. Vonandi tekst okkur að ná utan um það.“ Stíga skref meðalhófs Áslaug Arna dómsmálaráðherra tekur undir með Guðmundi. „Við erum auðvitað alltaf að reyna að stíga þetta meðalhóf. Hafa ákveðið frelsi innanlands þó að veiran sé einhvers staðar í gangi. Það skilar árangri að beita sóttkví og skimun. Það hefur sýnt sig til þessa. Við treystum þeim ráðleggingum sem við höfum fengið,“ segir Áslaug Arna. „Auðvitað höfum við haft áhyggjur til lengri tíma af því við vitum það lítið um veiruna. Vitum þó meira nú en áður. Reynum að nýta þá reynslu í ákvarðanir sem við tökum dags daglega.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir ástandið í þjóðfélaginu vera erfitt, nú þegar smitum hafi fjölgað svo mikið síðustu daga líkt og raun ber vitni. Hann segir þetta eitthvað sem við höfum allan tímann vitað, að smit gætu gengið svona fram og til baka. „Mér sýnist að það sem við erum að gera– og marka þá orð sóttvarnayfirvalda – að það sé margt sem bendi til að við erum að ná utan um þetta. Með því að tryggja þessar einstaklingsbundnu sóttvarnir þá náum við árangri. Ég hef trú á því.“ Opnara samfélag en víðast Sigurður Ingi segist telja það óhjákvæmilegt að stjórnvöld fylgi þeirri leið sem sóttvarnalæknir leggi til, til að ná utan um smitin. „Læra af reynslunni og þeim staðreyndum sem eru uppi og reyna að bregðast við því til að ná árangri. Við höfum sýnt það að það er hægt og ég hef trú á að við náum því aftur.“ Ráðherrann segir það ekki hafa komið sér á óvart að ekki hafi verið lagt til að gripið yrði til harðari. „Í samanburði við önnur lönd erum við með miklu opnara samfélag og gerum kröfur til okkar sjálfra að við berum öll ábyrð á þessu. Við erum öll almannavarnir.“ Sigurður Ingi sagði jafnframt að það hafi verið einhugur um tillögur sóttvarnalæknis innan ríkisstjórnarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Katrín, Lilja og Svandís ekki á ríkisstjórnarfundi vegna veikinda Forsætisráðherra fer í sýnatöku fyrir hádegi. 22. september 2020 10:10 Ráðherra staðfesti tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi lokun skemmtistaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekki þörf á, enn sem komið er, að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi umfram það sem þegar er. 21. september 2020 06:48 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Katrín, Lilja og Svandís ekki á ríkisstjórnarfundi vegna veikinda Forsætisráðherra fer í sýnatöku fyrir hádegi. 22. september 2020 10:10
Ráðherra staðfesti tillögur sóttvarnalæknis um áframhaldandi lokun skemmtistaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekki þörf á, enn sem komið er, að herða sóttvarnaaðgerðir hér á landi umfram það sem þegar er. 21. september 2020 06:48