Fóru út að borða og fá 2,3 milljóna króna sekt Meira en 100 gestir á veitingastað í París hafa verið sektaðir fyrir að hafa brotið sóttvarnareglur. Þá hefur veitingastjórinn á staðnum verið handtekinn vegna málsins. Erlent 10. apríl 2021 22:49
„Við erum aldrei á byrjunarreit en þetta myndi lengja aðeins líf veirunnar“ Misskipting bóluefnis gegn kórónuveirunni í heiminum gæti haft alvarlegar afleiðingar, að mati erfðafræðings. Sum bóluefni er auðvelt að uppfæra gegn nýjum afbrigðum en önnur gæti þurft að þróa frá grunni. Innlent 10. apríl 2021 21:39
Upplifir ferðaskömm vegna ferðalags til Tenerife „Ég hef fengið að heyra að ég sé taktlaus og óábyrg og eitthvað þannig en ég tek það ekki til mín neitt sérstaklega. Hér er allt upp á tíu hvað varðar sóttvarnir og við fylgjum öllum reglum hér eins og heima,“ segir Íris Björk Tanya Jónsdóttir í samtali við Vísi. Lífið 10. apríl 2021 21:02
Svar við bréfi Helgu Helga Vala Helgadóttir ég þakka þér fyrir hófstillt og fallegt bréf til mín. Ég vil hins vegar leggja á það áherslu að ég er að mestu ósammála efni bréfsins þótt ég nemi í því fegurð og velvilja í minn garð og þjóðarinnar allrar. Skoðun 10. apríl 2021 19:53
Gestir sóttkvíarhótela eiga nú kost á útivist Nýjar reglur um útivist gesta á sóttkvíarhótelum eru þegar komnar í gildi en enn er margt í útfærslu. Áhyggjuraddir hafa heyrst undanfarið um skerta útivist gesta sem þurfa að vera í sóttkví í fimm daga. Áður máttu gestir hótelsins ekki fara út vegna sóttvarnaástæðna. Innlent 10. apríl 2021 17:48
Gagnrýna „órökstuddar og jafnvel óvísindalegar“ aðgerðir Hópur fólks var saman kominn Austurvelli fyrr í dag til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Innlent 10. apríl 2021 15:20
Níu hundruð manns bólusettir á Selfossi í gær og í dag Um fimm hundruð manns úr Hveragerði, Þorlákshöfn, uppsveitum Árnessýslu og frá Selfossi fá bólusetningu í dag og fjögur hundruð manns af þessum svæðum fengu bólusetningu í gær. Innlent 10. apríl 2021 12:23
Heilbrigðisráðherra heimsækir sóttkvíarhótel Svandís Svarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ætlar að heimsækja sóttkvíarhótelið við Þórunnartún í dag. Þar kynnir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnahúsa Rauða krossins, starfsemina fyrir ráðherranum. Innlent 10. apríl 2021 11:58
Vill opna sundlaug fyrir bólusetta og segir „uppgjafartón“ í sóttvarnalækni Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst eftir helgi leggja fram formlega tillögu í borgarstjórn um að Reykjavíkurborg leiti leiða til að opna minnst eina sundlaug fyrir bólusettum eldri borgurum. Hún er ósammála sóttvarnalækni um að opnun gæti reynst erfið í framkvæmd. Innlent 10. apríl 2021 11:48
Stefnir í fullt sóttkvíarhótel í dag eða á morgun Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík verður að öllum líkindum tekið í notkun sem sóttkvíarhótel í dag eða á morgun. Þar er allt klárt að sögn forstjóra Sjúkratryggina Íslands. Gert er ráð fyrir að sóttkvíarhótelið við Þórunnartún fyllist í dag. Innlent 10. apríl 2021 10:59
Einn greindist í gær og var í sóttkví Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví. Innlent 10. apríl 2021 10:43
Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. Erlent 10. apríl 2021 10:02
Þórólfur sýnir fordæmi og þiggur ekki bólusetningu sem læknir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ákvað að þiggja ekki boð í bólusetningu sem hann fékk sem heilbrigðisstarfsmaður á dögunum. „Ég er ekki að vinna með sjúklinga, þannig að ég bíð,“ segir Þórólfur. Innlent 10. apríl 2021 08:00
Malta borgar ferðamönnum til að koma í sumar Yfirvöld í Möltu stefnir á að greiða erlendum ferðamönnum, sem halda til á eyjunni í meira en þrjá daga í sumar, allt að 200 evrur, sem eru um 30 þúsund íslenskar krónur. Þau segja aðgerðirnar til þess gerðar að koma ferðaþjónustu eyjunnar á réttan kjöl en atvinnugreinin hefur tekið dýfu niður á við vegna kórónuveirufaraldursins. Erlent 9. apríl 2021 19:26
„Mjög erfitt að tryggja fólki útivist ef sóttvarnir eiga að halda“ Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands hafa lýst yfir áhyggjum af reglugerð heilbrigðisráðherra og hafa gefið sér tvo sólarhringa til þess að uppfylla hana - án þess að skerða sóttvarnir. Þau hafa nú skilað af sér áliti til sóttvarnalæknis Innlent 9. apríl 2021 18:43
Stærsti bólusetningardagurinn til þessa Í gær voru um 6.630 einstaklingar bólusettir fyrir Covid-19 hér á landi og hafa aldrei fleiri verið bólusettir gegn veirunni á einum degi. Einstaklingarnir sem bólusettir voru í gær telja um 2,4 prósent allra þeirra landsmanna sem til stendur að bólusetja fyrir Covid-19. Innlent 9. apríl 2021 17:54
Körlum aftur boðið að fá bóluefni AstraZeneca Sóttvarnalæknir hefur útvíkkað þann hóp sem fær bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19. Verður körlum á öllum aldri og konum 55 ára og eldri nú boðið í bólusetningu með efninu. Innlent 9. apríl 2021 16:55
Réttarríki á tímum Covid-19 Í réttarríkishugtakinu í sínum víðasta skilningi felst að samfélög skuli lúta sameiginlegum og almennum lögum sem skuli gilda jafnt um valdhafana sem aðra og séu ekki byggð á geðþóttavaldi. Skoðun 9. apríl 2021 16:31
Fullyrðingar um aðför að sóttvörnum óvarlegar Stjórn Dómarafélags Íslands segir að ummæli sem komið hafa fram um Héraðsdóm Reykjavíkur séu sum til þess fallin að grafa undan stoðum réttarríkisins. Er því meðal annars beint að Læknafélagi Íslands, en einnig hafa ráðherra og sóttvarnalækni talað um vonbrigði með dóm dómstóla. Innlent 9. apríl 2021 16:03
Stefnt að því að hefja íþróttastarf aftur við fyrsta tækifæri Stefnt er að því að íþróttastarfsemi geti hafist sem allra fyrst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðherra. Sport 9. apríl 2021 15:48
Norðmenn breyta Íslandi úr „gulu“ í „rautt“ ríki Stjórnvöld í Noregi hafa ákveðið að breyta Íslandi úr „gulu“ í „rautt“ ríki á smitkorti sínu fyrir Evrópu. Allir þeir sem koma til Noregs frá Íslandi þurfa því nú að fara í tíu daga sóttkví. Smituðum hefur fjölgað hér á landi síðustu daga sem skýrir ákvörðun norskra stjórnvalda. Innlent 9. apríl 2021 14:34
Veiran og að viðurkenna að maður veit ekki neitt Í bók Platóns, „Síðustu dagar Sókratesar“, er m.a. lýst atburðum sem að lokum leiða til þeirrar ályktunar Sókratesar að hann, ólíkt öðrum, viðurkenni að vita ekki neitt og af þessum ástæðum haldi völvan í Delfi að hann sé vitrasti maður heims. Skoðun 9. apríl 2021 14:00
Ekki hægt að bjóða upp á útivist strax án þess að ógna öryggi gesta Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins, óttast að sóttvarnir á sóttkvíarhótelum séu foknar út í veður og vind með nýrri reglugerð sem heilbrigðisráðherra birti síðdegis í gær. Hann býst við umtalsvert fleiri gestum vegna strangari skilyrða fyrir heimasóttkví. Innlent 9. apríl 2021 12:52
Þórólfur ekki eins bjartsýnn og Áslaug Grunnskólanemi á höfuðborgarsvæðinu var einn þeirra þriggja sem greindust með kórónuveiruna á Íslandi í gær. Nemandinn var utan sóttkvíar, en smitaðist ekki í skólanum að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Innlent 9. apríl 2021 12:42
Kanna tilkynningar um blóðtappa eftir Janssen-bólefni Lyfjastofnun Evrópu rannskara nú tilkynningar um sjaldgæfa tegund blóðtappa hjá fólki sem fékk bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni. Ekki er ljóst hvort að orsakasamhengi sé á milli bóluefnisins og blóðtappanna. Erlent 9. apríl 2021 12:42
Svandís segir litakóðunarkerfi engu breyta á landamærunum Dómsmálaráðherra segir tímabært að létta á sóttvarnatakmörkunum þar sem staðan sé góð og fari batnandi. Enn sé stefnt að því að taka upp litakóðunarkerfið hinn fyrsta maí. Fjármálaráðherra segir lokaorrustuna framundan í baráttunni gegn veirunni. Innlent 9. apríl 2021 12:39
Áslaug Arna vill tilslakanir í sóttvörnum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra telur einsýnt að Brynjar Níelsson þingmaður sé frjáls maður og hún gerir engar athugasemdir við það þó hann bregði sér til Spánar telji hann sig þurfa þess. Innlent 9. apríl 2021 12:35
Brynjar telur heift og reiði Kára langt yfir markið Brynjar Níelsson alþingismaður svarar Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í pistli á Facebook-síðu sinni eftir að sá síðarnefndi hafði farið fremur ófögrum orðum um þingmanninn. Brynjar segist hafa gaman að hrokafullum mönnum en nú hafi Kári farið vel yfir strikið. Innlent 9. apríl 2021 11:43
Þrír greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví en einn utan sóttkvíar. Innlent 9. apríl 2021 10:43
Dagný jákvæð og neikvæð en verður heima: Hef spilað fótbolta mikið veikari „Ég finn fyrir vægum einkennum en ég veit ekki hvort þetta séu týpísk Covid-einkenni,“ segir Dagný Brynjarsdóttir sem þarf að bíta í það súra epli að missa af landsleikjunum gegn Ítalíu á morgun og miðvikudag. Fótbolti 9. apríl 2021 09:39