Ríkisstjórnin ætlar að vinna afléttingaráætlun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. apríl 2021 16:09 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að þegar skýrari afhendingaráætlanir bóluefna berist ætti að vera hægt að setja upp „einhverjar vörður“ til þess að ramma inn tilslakanir. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, vísaði til þess í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að Danir og Norðmenn hafi birt nokkurs konar afléttingaráætlanir. „Danir hafa ákveðið að taka ákveðin skref í átt til fyrra lífs þegar bólusetningu fimmtíu ára og eldri verður lokið og Norðmenn hafa kynnt áætlun sem tekur gildi í skrefum til júníloka og eru þá með þessu að birta áform, birta áætlanir sem ætlað er að veita ákveðinn fyrirsjáanleika,“ sagði Þorbjörg og spurði hvort ríkisstjórnin ætlaði sér að birta einhverjar markvissar áætlanir um opnanir eða dagatal um afléttingar í líkingu við bólusentingardagatalið. Katrín sagði að þetta gæti gerst þegar afhendingaráæltanir skýrast. „Þegar við erum komin á þann stað að við erum með nokkuð raunhæfar afhendingaráætlanir frá öllum bóluefnaframleiðendum fyrir næsta ársfjórðung, þá ættum við að vera komin á þann stað að geta rammað þetta inn og ég ímynda mér að það geti verið fyrr en síðar,“ sagði Katrín. Slíkri áætlun muni þó alltaf fylgja fyrirvarar. „Ekki síst núna hvað varðar svona óþekktri afbrigði veirunnar sem við sjáum og bóluefni virka með mismunandi hætti á. Þannig að það er alltaf mjög erfitt að setja fram í tímann áætlanir án þess að vera með alla fyrirvara á lofti.“ Unnið verði að þessu á vettvangi ríkistjórnarinnar. „Við vitum hvar við teljum að við verðum stödd svona um mitt ár. Þá teljum við að bólusetning verði hafin eða henni lokið hjá 240 þúsund af þeim 280 þúsund sem ætlunin er að bólusetja. Þannig að við ættum, miðað við að þær áætlanir gangi eftir, að geta sett upp einhverjar vörður á þeirri leið,“ sagði Katrín. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, vísaði til þess í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að Danir og Norðmenn hafi birt nokkurs konar afléttingaráætlanir. „Danir hafa ákveðið að taka ákveðin skref í átt til fyrra lífs þegar bólusetningu fimmtíu ára og eldri verður lokið og Norðmenn hafa kynnt áætlun sem tekur gildi í skrefum til júníloka og eru þá með þessu að birta áform, birta áætlanir sem ætlað er að veita ákveðinn fyrirsjáanleika,“ sagði Þorbjörg og spurði hvort ríkisstjórnin ætlaði sér að birta einhverjar markvissar áætlanir um opnanir eða dagatal um afléttingar í líkingu við bólusentingardagatalið. Katrín sagði að þetta gæti gerst þegar afhendingaráæltanir skýrast. „Þegar við erum komin á þann stað að við erum með nokkuð raunhæfar afhendingaráætlanir frá öllum bóluefnaframleiðendum fyrir næsta ársfjórðung, þá ættum við að vera komin á þann stað að geta rammað þetta inn og ég ímynda mér að það geti verið fyrr en síðar,“ sagði Katrín. Slíkri áætlun muni þó alltaf fylgja fyrirvarar. „Ekki síst núna hvað varðar svona óþekktri afbrigði veirunnar sem við sjáum og bóluefni virka með mismunandi hætti á. Þannig að það er alltaf mjög erfitt að setja fram í tímann áætlanir án þess að vera með alla fyrirvara á lofti.“ Unnið verði að þessu á vettvangi ríkistjórnarinnar. „Við vitum hvar við teljum að við verðum stödd svona um mitt ár. Þá teljum við að bólusetning verði hafin eða henni lokið hjá 240 þúsund af þeim 280 þúsund sem ætlunin er að bólusetja. Þannig að við ættum, miðað við að þær áætlanir gangi eftir, að geta sett upp einhverjar vörður á þeirri leið,“ sagði Katrín.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira