Öll sem voru á Íslenska barnum 9. apríl fari í skimun Einstaklingur sem smitaður var af kórónuveirunni sótti Íslenska barinn í miðbæ Reykjavíkur föstudaginn 9. apríl. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu barsins nú síðdegis þar sem gestir barsins þann daginn eru hvattir til þess að fara í skimun. Innlent 18. apríl 2021 18:12
Katrín um sóttkvíarbrot: „Við erum að herða eftirlit“ Þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra var spurð út í það í Víglínunni hvort ítrekuð dæmi um sóttkvíarbrot væru ekki tilefni til að endurskoða reglur á landamærunum sagði hún að verið væri að herða eftirlit með fólki. Innlent 18. apríl 2021 18:00
Annar starfsmaður smitaðist á undan og veiran fengið að „malla“ Talið er að starfsmaður á leikskólanum Jörfa í Reykjavík sem greindist fyrst smitaður af kórónuveirunni á föstudag hafi smitast af öðrum starfsmanni leikskólans. Sá hafi einnig mætt með einkenni til vinnu í síðustu viku og veiran því fengið að „malla“ einhvern tíma inni á leikskólanum. Innlent 18. apríl 2021 16:41
Foreldrar um hópsmitið á Jörfa: „Ég held að margir séu reiðir en við höfum öll gert mistök“ Móðir fimm ára drengs á leikskólanum Jörfa sem greindist með covid-19 um helgina tekur ástandinu af æðruleysi og er þakklát að sonur hennar sé ekki mikið veikur. Hún segir nokkra reiði ríkja meðal foreldra eftir að í ljós kom að smit sem upp kom á leikskólanum megi rekja til brots á reglum um sóttkví en allir geti lent í því að gera mistök og allir geri sitt besta. Innlent 18. apríl 2021 16:17
Ekki hægt að keppa við ríkisstyrkt námskeið á þrjú þúsund krónur Annað árið í röð munu stjórnvöld veita hundruð milljóna króna til háskóla og framhaldsskóla til að efla framboð á sumarnámi. Einkarekin fræðslufyrirtæki gagnrýna harðlega að stjórnvöld ætli að endurtaka leikinn á meðan málið er til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu og Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Félag atvinnurekenda (FA) segir stuðninginn jafngilda samkeppnishamlandi ríkisstyrkjum. Viðskipti innlent 18. apríl 2021 15:30
„Það eru að verða algjör vatnaskil í baráttunni við veiruna“ „Við erum við krossgötur núna. Það eru að verða algjör vatnaskil í baráttunni við veiruna þegar að okkur er að takast núna á næstu vikum að bólusetja alla viðkvæmu hópana, allar eldri kynslóðirnar og koma framlínufólkinu öllu í bólusetningu. Maí og júní eru eins konar úrslitamánuðir hjá okkur til þess að stórauka bólusetningar með auknum fjölda í hverri viku og þetta breytir auðvitað allri vígstöðu í málum. Að því leytinu til er allt að breytast,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Innlent 18. apríl 2021 14:24
Smitið á Jörfa rakið til sóttkvíarbrots á landamærunum Smitið sem greindist á leikskólanum Jörfa á föstudag má rekja til sóttkvíarbrots á landamærunum. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. Innlent 18. apríl 2021 12:32
Rökræddu stöðuna í stjórnmálum: „Eigum að ná miklu meiri árangri sem sjálfstæð þjóð“ Íslenskir stjórnmálamenn standa sig betur á krepputímum og stjórnvöldum er vel treystandi til að takast á við áföllin af völdum heimsfaraldurs innanlands að mati Guðna Ágústssonar. Þorsteinn Pálsson vill hins vegar hefja gjaldmiðlasamstarf við Evrópusambandið samhliða endurreisn ríkisfjármála. Innlent 18. apríl 2021 12:11
Býst við fjölgun í sóttkví: „Þetta er bakslag“ Þrettán greindust með kórónuveiruna í gær og voru átta utan sóttkvíar. Víðir Reynisson segir að um bakslag sé að ræða. Ekki séu öll kurl komin til grafar og býst hann við að þeim fjölgi sem þurfa í sóttkví. Innlent 18. apríl 2021 12:02
Þrettán greindust innanlands og átta utan sóttkvíar Þrettán greindust með Covid-19 innanlands í gær. Fimm þeirra voru í sóttkví. Af þessum þrettán tengjast tíu þeirra leikskólanum Jörfa við Hæðagarð í Reykjavík. Innlent 18. apríl 2021 11:08
Allir starfsmenn Íslensks sjávarfangs í skimun eftir að tveir starfsmenn smituðust Allir starfsmenn Íslensks sjávarfangs í Kópavogi, um hundrað manns, verða skimaðir fyrir kórónuveirunni eftir að tveir starfsmenn greindust smitaðir í fyrradag. Innlent 18. apríl 2021 10:45
Smitum fjölgar á leikskólanum Jörfa: Starfsfólk, börn og foreldrar í sóttkví fram á föstudag Fleiri starfsmenn á leikskólanum Jörfa í Reykjavík hafa greinst með kórónuveiruna í dag eftir starfsmaður þar greindist með veiruna í gær. Starfsmaðurinn fór veikur heim á fimmtudag og voru rúmlega tuttugu börn og allt starfsfólk á einni deild sett í sóttkví. Innlent 17. apríl 2021 21:17
Nemandi í Sæmundarskóla greindist með veiruna Nemandi í 2. bekk í Sæmundarskóla í Grafarholti greindist með kórónuveiruna. Allir nemendur árgangsins eru nú í sóttkví. Innlent 17. apríl 2021 21:10
Hundrað í skimun eftir að smitin voru rakin til matvælafyrirtækis Verið er að skima hundrað starfsmenn matvælafyrirtækis eftir að tvö kórónuveirusmit sem greindust í gær voru rakin til þess. Smitin greindust utan sóttkvíar og eru tugir nú í sóttkví, sem gætu orðið fleiri ef fleiri reynast smitaðir. Innlent 17. apríl 2021 18:29
Þrjár milljónir dánar vegna Covid-19 Rúmlega þrjár milljónir manna hafa nú dáið á heimsvísu vegna Covid-19. Heilt yfir hafa rúmlega 140 milljónir smitast, svo vitað sé. Mögulega er raunverulegur fjöldi látinna þá hærri og jafnvel töluvert hærri. Erlent 17. apríl 2021 14:31
Tugir þurfa í sóttkví vegna smitanna í gær Tugir þurfa að fara í sóttkví í tengslum við þau tvö smit covid-19 sem greindust innanlands í gær. Víðir Reynisson minnir á mikilvægi þess að fólk fari í sýnatöku finni það fyrir minnstu einkennum og hvetur atvinnurekendur til að vera duglega til að miðla upplýsingum til erlends starfsfólks um hve auðvelt sé að komast að í sýnatöku. Innlent 17. apríl 2021 13:29
Ólafur Laufdal byggir tíu lúxus svítur í Grímsborgum Ólafur Laufdal, veitingamaður í Grímsborgum í Grímsnesi lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir heimsfaraldur og nánast enga erlenda ferðamenn því hann er að fara að byggja tíu lúxusvítur fyrir 400 milljónir króna. Innlent 17. apríl 2021 13:04
22 börn auk starfsfólks leikskólans Jörfa í sóttkví 22 börn og allri starfsmenn á einni deild leikskólans Jörfa í Reykjavík eru í sóttkví eftir að kórónuveirusmit kom upp hjá starfsmanni á leikskólanum. Smitið greindist í gær og er óvíst hvort leikskólinn getur verið opinn að sögn Bergljótar Jóhannsdóttur, leikskólastjóra á Jörfa. Innlent 17. apríl 2021 11:36
Tveir greindust innanlands og hvorugur í sóttkví Tveir greindust með Covid-19 innanlands í gær og var hvorugur í sóttkví, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Einn greindist á landamærum. Innlent 17. apríl 2021 10:58
Til rannsóknar hvort fermingarbúðir 140 ungmenna standist sóttvarnareglur Norska lögreglan hefur til rannsóknar hvort sóttvarnareglur hafi verið brotnar þegar 140 fermingarbörn komu saman til fermingarfræðslu í Gjøvik síðustu helgi. Þátttakendur voru fermingarbörn úr fimm sveitarfélögum sem komu saman í Campus Arena í Gjøvik en viðburðurinn var liður í borgaralegri fermingarfræðslu á vegum samtakanna Human-Etisk. Erlent 17. apríl 2021 10:44
Golffár á Fróni og nú þegar slegist um rástímana Áhugi á golfinu hefur ekki verið eins mikill í annan tíma á Íslandi. Þó tímabilið sé ekki hafið og nú sé svokallað vetrargolf stundað, sem áður var bara meðal þeirra hörðustu, eru allir rástímar sem í boði eru upp bókaðir og biðlistar í að komast í klúbbana. Innlent 17. apríl 2021 08:00
Ráðleggja óléttum að fá bóluefni Pfizer eða Moderna Breskum barnshafandi konum er ráðlagt að fá bóluefni við kórónuveirunni frá annað hvort Pfizer eða Moderna þar sem fleiri rannsóknir liggi fyrir sem benda til þess að þau séu örugg. Þetta kemur fram í tilmælum ráðgjafanefndar um bólusetningar þar í landi. Erlent 16. apríl 2021 23:33
Segir frábært hvað ræst hefur úr fisksölu í faraldri Aflabrögð á vetrarvertíð í Grindavík hafa verið mjög góð frá áramótum. Hjá stærstu útgerðinni, Þorbirni, hefur sala sjávarafurða á erlenda markaði gengið vonum framar og verðlækkanir vegna covid-faraldursins reynst minni en óttast var. Viðskipti innlent 16. apríl 2021 21:21
Merkel skorar á sambandsþingið að taka í neyðarhemilinn í Covid-aðgerðum Angela Merkel Þýskalandskanslari hvatti þýska sambandsþingið í dag til að samþykkja frumvarp sem heimilar landstjórninni að grípa til hertra sóttvarnaaðgerða í öllum sextán sambandsríkjum Þýskalands. Hún segir löngu tímabært að stíga fast á neyðarhemilinn í landinu öllu. Erlent 16. apríl 2021 21:03
„Stjarnfræðilega meiri ávinningur í að nota AstraZeneca en hætta því“ Yfirlæknir í blóðmeinafræði mælir með notkun AstraZeneca bóluefnisins fyrir alla nema fólk í áhættuhópum. Ávinningurinn sé stjarnfræðilega meiri en að hætta að nota efnið líkt og Danir. Innlent 16. apríl 2021 20:31
Einn af þeim heppnu... ári síðar Nú er uþb ár síðan ég losnaði „úr haldi hryðjuverkamanna“ eftir rúmlega 2ja vikna dvöl. Þetta var skelfilegur tími - en sem betur fer náði ég réttu ráði (að mestu held ég) og langar til að deila með ykkur þessari grátbroslegu upplifun af því að vera með óráð í öndunarvél á gjörgæslu í 16 daga. Skoðun 16. apríl 2021 14:32
Bóluefnið sem er aðeins gefið fólki utan áhættuhópa Fimm af hverjum milljón Bretum sem bólusettir hafa verið með bóluefni AstraZeneca eiga á hættu að fá alvarlega blóðtappa. Hlutfallið er einn af hverjum fjörutíu þúsund í Danmörku og Noregi. Sóttvarnalæknir segir aðeins einstaklingum utan áhættuhópa boðið bóluefnið sem veiti góða vörn gegn Covid-19. Innlent 16. apríl 2021 14:02
244 þúsund Pfizer-skammtar til landsins í maí, júní og júlí Von er á samtals 244 þúsund bóluefnaskömmtum Pfizer til Íslands í maí, júní og júlí. Í dag fékkst staðfest að tvöfalt fleiri bóluefnaskammtar verða afhentir í júlí en áður var vænst. Innlent 16. apríl 2021 13:44
Domino's tekur við reiðufé á ný eftir atvikið í Skúlagötu Skyndibitakeðjan Domino's er byrjuð að taka við reiðufé á ný en viðskiptavinum var lengi gert ókleift að greiða fyrir pantanir með peningum með vísan til sóttvarna. Viðskipti innlent 16. apríl 2021 12:58
Segir miður að fólk með einkenni skuli ekki drífa sig strax í sýnatöku Fjórir greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru utan sóttkvíar. Sóttvarnarlæknir segir að enn sé fólk að greinast sem hefur verið með einkenni úti í samfélaginu áður en það fer sig í sýnatöku. Fleiri gætu því greinst á næstu dögum utan sóttkvíar. Innlent 16. apríl 2021 12:06