Óbólusett í áhættuhóp en neyðist til að mæta í próf: „Eins og maður sé einn í liði á móti heiminum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. apríl 2021 21:01 Helga Margrét Agnarsdóttir, laganemi á þriðja ári við Háskóla Íslands, segir mikið stress og óánægju ríkja meðal laganema vegna komandi lokaprófa sem að óbreyttu stendur til að fari fram í háskólanum. Sjálf er Helga Margrét í áhættuhópi og hefur síðastliðið ár ekki hitt marga úr fjölskyldu sinni og nánustu vini. Hún kvíðir því að þurfa að mæta í skólann til að taka próf og kallar eftir því að deildin taki ákvörðun um að bjóða upp á heimapróf í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu sökum kórónuveirufaraldursins. „Ég er sjálf með krónískan ólæknandi húðsjúkdóm og er á líftæknilyfjum sem eru mjög sterk og ónæmisbælandi lyf sem að þýðir að ég er ekki með neitt starfandi ónæmiskerfi. Þess vegna myndi ég ekki fara upp í skóla nema ég þyrfti að gera það, eins og núna útaf lokaprófunum,“ segir Helga í samtali við Vísi. Kvíðavaldandi að vera skikkuð til að mæta Hún er sjálf í forgangshópi sjö en hefur enn ekki fengið boð í bólusetningu. „Þótt ég sé á líftæknilyfjum þá er ég líka þannig séð heilbrigð 22 ára,“ segir Helga. „Ég er sjálf búin að vera í einni minnstu búbblu sem ég veit um, ég er ekki búin að vera að hitta bestu vini eða fjölskyldu eða neitt. Þannig að mér finnst rosalega kvíðavaldandi að það sé verið að skikka okkur upp í skóla. Mest stressandi við þetta allt er óvissan og stressið“ Henni finnst erfitt að hugsa til þess að mæta í skólann til að taka próf, jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að huga vel að sóttvörnum á prófstað. „Það er auðvitað rosalega erfitt þegar maður er ekki einu sinni búinn að vera að hitta fjölskyldu og vini seinasta árið en verður samt að mæta upp í skóla.“ Svör berist seint og illa Þá segir hún upplýsingaflæði hafa verið lélegt, bæði frá kennurum og skrifstofu lagadeildar. „Ég á að mæta í fyrsta prófið næsta mánudag og það er ennþá bara „við sjáum hvað setur,“ segir Helga Margrét um þau dræmu svör sem borist hafi frá deildinni. Aðspurð segir hún að ekki séu í boði eins og stendur sérstök úrræði fyrir þá sem eru í áhættuhópi. „Við nemendurnir erum rosalega dugleg að senda fyrirspurnir og senda pósta, og sérstaklega hagsmunafulltrúarnir okkar eru búnir að vera rosalega öflugir en samt fá þeir eiginlega bara engin svör og það líður langur tími frá því að fyrirspurnir eru sendar og þangað til að einhver svör eru fengin,“ útskýrir Helga. „Það er smá eins og maður sé einn í liði á móti heiminum. Sem er leiðinlegt af því að mér finnst kennararnir mínir í fullri hreinskilni alveg frábært fólk og ég er afskaplega ánægð með kennarana mína. En þetta er ótrúlega þreytandi hvað manni líður eins og að þau séu ekki með manni í liði,“ segir Helga. Ekki lengur fordæmalausir tímar Henni finnst ósanngjarnt að þeim sé gert að mæta í skólann til að taka prófið og þá segir hún skorta samræmi innan deildarinnar. „Allt annað árið fékk að vita í janúar eða febrúar að þau myndu bara fara í heimapróf. Við á þriðja ári fáum ekki þann möguleika.“ „Mér finnst nógu skrítið að fara í upplestrarfrí án þess að hafa fengið staðfestingu á þessu en núna sérstaklega þegar fréttirnar eru búnar að vera svona versnandi, að þau hafi ekki bara gefið út yfirlýsingu um að þau ætli að hafa heimapróf. Núna er vika í fyrsta próf og það er bara ekkert,“ segir Helga. Vísir fjallaði um sambærilegar áhyggjur nemenda sem voru uppi í aðdraganda síðustu jólaprófa. Hún kveðst líka undrandi yfir því að nú sé komið að prófatíð í þriðja sinn síðan að faraldurinn hófst en að svo virðist sem deildin hafi ekkert lært af reynslunni. „Núna er ekki lengur hægt að segja að þetta sé óvæntar aðstæður, við vitum alveg að það sé covid, við vissum í janúar að það væri covid og við vissum fyrir mánuði að það væri covid. Ég skil ekki af hverju deildinni finnst ekki betra að hafa eina þétta stefnu, að það sé bara heimapróf.“ Eina í stöðunni að mæta Hún skynjar sambærilegan tón meðal samnemenda sinna í lagadeildinni. Óvissan sé kvíðavaldandi. „Það er alveg nógu stressandi að vera í háskóla og taka próf, en að það sé líka rosalega stór faraldur þar sem maður er með undirliggjandi sjúkdóm?“ Hvað sérð þú fram á að gera í næstu viku ef ekkert breytist, ætlarðu að mæta eða taka sjúkrapróf? „Ég mun bara þurfa að mæta. Það er líka rosalega óþægilegt að það eina annað sem er í stöðunni er að taka sjúkrapróf sem eru í júní og líka að það sé ekki haft sér covid-próf eða sér möguleika. Ég veit að nemendurnir sem tóku almennu lögfræðina í desember, það var haldið sér próf í janúar eða febrúar fyrir þá sem voru í sóttkví eða komust ekki og vegna undirliggjandi sjúkdóma í desember,“ segir Helga. „Kannski verða aðstæður miklu verri í júní, þannig mér finnst það bara ekki nógu öruggt til að taka áhættuna,“segir Helga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
„Ég er sjálf með krónískan ólæknandi húðsjúkdóm og er á líftæknilyfjum sem eru mjög sterk og ónæmisbælandi lyf sem að þýðir að ég er ekki með neitt starfandi ónæmiskerfi. Þess vegna myndi ég ekki fara upp í skóla nema ég þyrfti að gera það, eins og núna útaf lokaprófunum,“ segir Helga í samtali við Vísi. Kvíðavaldandi að vera skikkuð til að mæta Hún er sjálf í forgangshópi sjö en hefur enn ekki fengið boð í bólusetningu. „Þótt ég sé á líftæknilyfjum þá er ég líka þannig séð heilbrigð 22 ára,“ segir Helga. „Ég er sjálf búin að vera í einni minnstu búbblu sem ég veit um, ég er ekki búin að vera að hitta bestu vini eða fjölskyldu eða neitt. Þannig að mér finnst rosalega kvíðavaldandi að það sé verið að skikka okkur upp í skóla. Mest stressandi við þetta allt er óvissan og stressið“ Henni finnst erfitt að hugsa til þess að mæta í skólann til að taka próf, jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að huga vel að sóttvörnum á prófstað. „Það er auðvitað rosalega erfitt þegar maður er ekki einu sinni búinn að vera að hitta fjölskyldu og vini seinasta árið en verður samt að mæta upp í skóla.“ Svör berist seint og illa Þá segir hún upplýsingaflæði hafa verið lélegt, bæði frá kennurum og skrifstofu lagadeildar. „Ég á að mæta í fyrsta prófið næsta mánudag og það er ennþá bara „við sjáum hvað setur,“ segir Helga Margrét um þau dræmu svör sem borist hafi frá deildinni. Aðspurð segir hún að ekki séu í boði eins og stendur sérstök úrræði fyrir þá sem eru í áhættuhópi. „Við nemendurnir erum rosalega dugleg að senda fyrirspurnir og senda pósta, og sérstaklega hagsmunafulltrúarnir okkar eru búnir að vera rosalega öflugir en samt fá þeir eiginlega bara engin svör og það líður langur tími frá því að fyrirspurnir eru sendar og þangað til að einhver svör eru fengin,“ útskýrir Helga. „Það er smá eins og maður sé einn í liði á móti heiminum. Sem er leiðinlegt af því að mér finnst kennararnir mínir í fullri hreinskilni alveg frábært fólk og ég er afskaplega ánægð með kennarana mína. En þetta er ótrúlega þreytandi hvað manni líður eins og að þau séu ekki með manni í liði,“ segir Helga. Ekki lengur fordæmalausir tímar Henni finnst ósanngjarnt að þeim sé gert að mæta í skólann til að taka prófið og þá segir hún skorta samræmi innan deildarinnar. „Allt annað árið fékk að vita í janúar eða febrúar að þau myndu bara fara í heimapróf. Við á þriðja ári fáum ekki þann möguleika.“ „Mér finnst nógu skrítið að fara í upplestrarfrí án þess að hafa fengið staðfestingu á þessu en núna sérstaklega þegar fréttirnar eru búnar að vera svona versnandi, að þau hafi ekki bara gefið út yfirlýsingu um að þau ætli að hafa heimapróf. Núna er vika í fyrsta próf og það er bara ekkert,“ segir Helga. Vísir fjallaði um sambærilegar áhyggjur nemenda sem voru uppi í aðdraganda síðustu jólaprófa. Hún kveðst líka undrandi yfir því að nú sé komið að prófatíð í þriðja sinn síðan að faraldurinn hófst en að svo virðist sem deildin hafi ekkert lært af reynslunni. „Núna er ekki lengur hægt að segja að þetta sé óvæntar aðstæður, við vitum alveg að það sé covid, við vissum í janúar að það væri covid og við vissum fyrir mánuði að það væri covid. Ég skil ekki af hverju deildinni finnst ekki betra að hafa eina þétta stefnu, að það sé bara heimapróf.“ Eina í stöðunni að mæta Hún skynjar sambærilegan tón meðal samnemenda sinna í lagadeildinni. Óvissan sé kvíðavaldandi. „Það er alveg nógu stressandi að vera í háskóla og taka próf, en að það sé líka rosalega stór faraldur þar sem maður er með undirliggjandi sjúkdóm?“ Hvað sérð þú fram á að gera í næstu viku ef ekkert breytist, ætlarðu að mæta eða taka sjúkrapróf? „Ég mun bara þurfa að mæta. Það er líka rosalega óþægilegt að það eina annað sem er í stöðunni er að taka sjúkrapróf sem eru í júní og líka að það sé ekki haft sér covid-próf eða sér möguleika. Ég veit að nemendurnir sem tóku almennu lögfræðina í desember, það var haldið sér próf í janúar eða febrúar fyrir þá sem voru í sóttkví eða komust ekki og vegna undirliggjandi sjúkdóma í desember,“ segir Helga. „Kannski verða aðstæður miklu verri í júní, þannig mér finnst það bara ekki nógu öruggt til að taka áhættuna,“segir Helga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira