Sjaldan tekið jafn mikið af sýnum og í dag Eiður Þór Árnason skrifar 19. apríl 2021 16:41 Fjölmargir biðu þolinmóðir eftir því að komast í sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag og reyndu margir að nýta tímann vel. Vísir/Vilhelm Um þrjú þúsund sýni voru tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag og myndaðist á tímabili löng röð fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut sem teygði sig upp í Ármúla. „Það er búið að vera mikið fjör í dag. Þetta er svona með okkar stærri dögum en samt gengið þó nokkuð vel. Það myndaðist löng röð en hún gekk hratt,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir allt útlit fyrir að tekist hafi vinna niður kúfinn sem byrjaði að safnast upp í gær þegar mikill fjöldi fólks skráði sig í sýnatöku. Röðin gekk hratt fyrir sig og tókst vel að taka á móti fjöldanum. Vísir/Vilhelm Að sögn Ragnheiðar bókaðist mjög hratt á daginn í dag en bókanir fyrir sýnatöku á morgun hafi farið rólegar af stað. Óvenjumikill fjöldi kórónuveirusmita hefur greinst seinustu daga sem tengjast flest þeirra tveimur hópsmitum. Það kom heilsugæslunni því ekki á óvart að fólk myndi nú flykkjast í sýnatöku. 44 hafa greinst um helgina; 36 í tengslum við hópsmit á leikskólanum Jörfa og átta í tengslum við annað hópsmit hjá fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið á leið í sýnatöku lét grímuna ekki vanta. Vísir/Vilhelm Klukkan 15:30, um hálftíma fyrir lokun á Suðurlandsbrautinni, átti eftir að taka einhver hundruð sýni og var Ragnheiður bjartsýn á það myndi takast að klára þann hóp í dag. Í kjölfar hópsmitsins sem kom upp á leikskólanum Jörfa var fólki gert kleift að merkja við leikskólann þegar það skráir sig í sýnatöku á Heilsuveru. Ragnheiður segist ekki hafa upplýsingar um það hversu hátt hlutfall þeirra sem komu á Suðurlandsbrautina í dag merktu við valmöguleikann. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti í dag að til stæði að ráðast í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu. Þá verði sömuleiðis farið í handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. Fréttin hefur verið uppfærð: Í upphaflegri frétt sagði að búið væri að taka um fjögur þúsund sýni í dag. Hið rétta er að þau eru um þrjú þúsund. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
„Það er búið að vera mikið fjör í dag. Þetta er svona með okkar stærri dögum en samt gengið þó nokkuð vel. Það myndaðist löng röð en hún gekk hratt,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir allt útlit fyrir að tekist hafi vinna niður kúfinn sem byrjaði að safnast upp í gær þegar mikill fjöldi fólks skráði sig í sýnatöku. Röðin gekk hratt fyrir sig og tókst vel að taka á móti fjöldanum. Vísir/Vilhelm Að sögn Ragnheiðar bókaðist mjög hratt á daginn í dag en bókanir fyrir sýnatöku á morgun hafi farið rólegar af stað. Óvenjumikill fjöldi kórónuveirusmita hefur greinst seinustu daga sem tengjast flest þeirra tveimur hópsmitum. Það kom heilsugæslunni því ekki á óvart að fólk myndi nú flykkjast í sýnatöku. 44 hafa greinst um helgina; 36 í tengslum við hópsmit á leikskólanum Jörfa og átta í tengslum við annað hópsmit hjá fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið á leið í sýnatöku lét grímuna ekki vanta. Vísir/Vilhelm Klukkan 15:30, um hálftíma fyrir lokun á Suðurlandsbrautinni, átti eftir að taka einhver hundruð sýni og var Ragnheiður bjartsýn á það myndi takast að klára þann hóp í dag. Í kjölfar hópsmitsins sem kom upp á leikskólanum Jörfa var fólki gert kleift að merkja við leikskólann þegar það skráir sig í sýnatöku á Heilsuveru. Ragnheiður segist ekki hafa upplýsingar um það hversu hátt hlutfall þeirra sem komu á Suðurlandsbrautina í dag merktu við valmöguleikann. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti í dag að til stæði að ráðast í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu. Þá verði sömuleiðis farið í handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. Fréttin hefur verið uppfærð: Í upphaflegri frétt sagði að búið væri að taka um fjögur þúsund sýni í dag. Hið rétta er að þau eru um þrjú þúsund. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira